Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV flHreö Gíslason Kostir & Gallar Alfreð er metnaðargjarn með eindæmum. Hann er dekurgest- gjafi og frábær þjálfari. Alfreð er óskiljanlegur þegar hann er æstur og getur bitið hartfrásér. „Aifreð er einn mesti keppnismað- ur sem ég hefkynnst um ævina. Við vorum saman í ung- lingalandsliðunum og það var gaman að upplifa hvað hann hefurmikinn metnað og keppnisskap. Hann er llka góður þjálfari. Öðlingur og góður heim að sækja. Alfreð var ómögulegur i fótbolta þegar hann varyngri. Þegar hann æsti sig mik- ið fór hann fram úr sér og enginn skildi hann þegar æsingurinn var sem mestur." Atli Hilmarsson handboltaþjálfari. „Þetta viðfangsefni krefst mikillar aðgætni þarsem Alfreð er eins og fíllinn, hann gleymir engu. Hann er skapmaður sem nær að fuðra upp og man það sem ekki fer eftir hans höfði lengi. En hann er öndvegismaður og gífur- lega góður þjálfari. Víglinan hans i skapi er dregin aðeins utar en hjá öðrum, sem fylgir starfssviðinu. Hann er manna Ijúfastur þegar aðstæður gefast og sannkallaður dekurgestgjafi. En hann er harösvíraður krati. Ég hefaldrei skilið að jafnfluggreindur maöur og Alfreð brjótistekki út úrþeim vitahring.“ Jóhannes G. Bjarnason, vlnurog bæjarfull- trúl. „Hann er eintómur snillingur, frá- bær karakter og magnaður þjálf- ari. Ég varsvo heppinn að vinna meðhonum/ sex ár fyrir utan að vera æskufé- lagar. Einstaklega traustur og metnaðarfullur. Það væri draumastaða efhann tæki landsliðið að sér. I hita leiksins þarfstundum að túlka það sem hann segir við leikmennina. Hann getur verið grimmur og harður við menn, en er þó harðastur við sjálf- an sig. Ætlast til aðmenn geri það sem þeim er sagt, efekki fá þeir það óþvegið. Síðan eru margar sögur bannaðar þar sem ýmislegt hefurverið brallað." Am! Jakob Stefánsson æskuvinur. AlfreÖ Gíslason er fæddur 7. september 1959. Hann er einn þekktasti handboltamaöur Is- lands fyrr og síöar. Alfreö er kvæntur Köru Guörúnu Melstaö og eiga þau þrjú börn. Hann er borinn og barnfæddur á Akureyri - Brekku- snigill eins og það kallast. Hann hefur veriö oröaöur viö þjálfastööu íslenska hand- boltalandsliðsins. en er nýlega hættur sem þjálfari Magdeburg í Þýskalandi þar sem hann býrnúna. Vildi hitta Símaforstjóra Gunnar Bragi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Skagafírði, er ósáttur við að hafa ekki setið fund með Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Sím- ans. Ársæll Guðmunds- son sveitar- stjóri fór einn til fundarins og ræddi framtíðaráform Símans sem ætlar að breyta versl- unarrekstri sínum á Sauð- árkróki. „Á fundi byggðar- ráðs 31. janúar sl. var sam- þykkt að byggðarráð óski eftir fundi með forsvars- mönnum Símans. Mótmæli ég því að hafa ekki verið boðaður á fundinn," bók- aði Gunnar Bragi á fundi sveitarstjórnar. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur kært Yngva Ólafsson lækni fyrir að stelast í sjúkraskrá hans á Landspítalanum. Yngvi skrifaði skýrslu fyrir Vátryggingafélag íslands sem neitar að greiða Guðmundi bætur sem hann krefst eftir bílslys. Yngvi neitaði í fyrstu að hafa skoðað sjúkraskrána en grunngögn sýndu að hann hefði flett upp á skránni í tölvukerfi Landspitalans. „Mér var þ ákippt inn á sjúkra- hús og settur beint í aðgerð. Þá var annar endinn á járninu byrjaður að stingást inn í hrygginn og hihn út í bakið." Guðmundur Ingi Kristins- son „Matsmennirnir segja að ég sé svo rosalega illa farinn að ég sé gjörsamlega óvinnu- fær en að ég fái samt ekki bæt- ur, “ segir faðir fjögurra sona sem berst nú við tryggingafé- lag og lækni sem hann hefur kært til Persónuverndar. „Ekki er VIS bara að nota falsað álit læknis á þeirra vegum fyrir dómi heldur er læknirinn einnig að stela sjúkraskrárupplýsing- um um mig úr tölvukerfi Landspítalans," segir Guðmundur Ingi Kristinsson, sem hefur kært Yngva Ólafsson lækni fyrir að hafa skoðað sjúkraskrá hans í heimildarleysi. Yngvi Ólafsson er yfirlæknir á bæklunardeild Landspítalans í 80 prósent stöðu. Þess utan rekur hann eigin læknastofu í Orkuhúsinu. Það var sem slíkur að Yngvi tók að sér fyrir Vátryggingafélag íslands (VÍS) að skrifa greinargerð um Guðmund Inga Kristinsson sem lenti í umferðarslysi árið 1999. Bakslag eftir bata Upphaflega lenti Guðmundur í slysi árið 1993. Það var síðan 1995 að háls hann var spengdur með stáli og grædd voru stálliðamót í mjóbak hans árið 1997. Guðmundur segist hafa náð sér vel á strik með sjúkraþjálfun en síðan lent í mjög hörðum árekstri árið 1999. „Rúmu ári seinna bað ég um bæt- ur enda var ég gjörsamlega rúmfastur og óvinnufær. Þá var mér metinn 5 prósent læknisfræðilegur miski og fékk 400 þúsund krónur en engar fjár- haglegar bætur. Jámið sem sett var í mig 1997 fór að skrölta inni í mér eftir áreksturinn og ég fárveiktíst árið 2003. Mér var þá kippt inn á sjúkrahús og settur beint í aðgerð. Þá var annar endinn á jáminu byrjaður að stingast inn í hrygginn og hinn út í bakið," lýs- ir Guðmundur Læddist í skrána Guðmundur deilir við VÍS um skaðabætur vegna þeirra afleiðinga sem slysið hafði á heilsu hans. Eins og áður segir réð VÍS Yngva Ólafsson til að gera skýrslu um málið. Sem yfirlæknir á Landspítalanum nýtti hann sér aðgang að tölvukerfi og las sér til í sjúkraskrá Guðmundar án þess að fá til þess heimild. Guðmund- ur telur að Yngvi hafi með þessu brot- ið lög og kærði hann til Persónu- vemdar í fyrrasumar. Niðurstaða í því máli liggur enn ekki fyrir. Laug að sjúkrahússtjórninni „Yngvi harðneitaði þessu við sjúkrahússtjómina sem síðan þvertók fyrir að Yngvi hefði skoðað skrána mína. Persónuvemd bað þá um að fá að skoða uppflettirit. f því sést að Yngvi Ólafsson hafði skoðað skránna mína í maí í fyrra þegar hann var að vinna greinargerðina fyrir VÍS. Þegar það kom í ljós sneri hann við blaðinu og bar þá fyrir sig að hann hefði haft leyfi því lögmaðurinn minn væri með umboð frá mér til að skoða öll gögn. Þetta umboð sem ég veitti lögmann- inum var hins vegar hvergi í gögnum málsins fýrir en fimrn mánuðum eftir að Yngvi skoðaði skrána. Þess utan veitir þetta umboð lögmanni mínum enga heimild til að veita öðmm að- gang að mínum gögnum. Ofan á það veittí hann Yngva alls ekki neitt leyfi." Sjúklingur í röngum bíl Annað atriði sem Guðmundur er ósáttur við er sú staðreynd að í skýrslu Yngva fer læknirinn rangt með það í hvomm af bílunum tveimur Guð- mundur hafi verið þegar áreksturinn varð 1999. Þannig hafi hann ranglega verið settur í þann bíl sem minna skemmdist. „Þegar það komst upp um hann sagði hann það ekki skipta nokkm máli í hvomm bflnum ég hefði verið. Það sjá allir að auðvitað skiptír það máli þegar meta á hver áhrif höggsins vom,“ segir Guðmundur. í greinargerð Yngva sjálfs til sjúkrahússtjómarinnar viðurkennir hann að hafa staðsett Guðmund í rangan bfl. Biðst hann velvirðingar á því en segir þó jafnframt að það hafi engin áhrif haft á niðurstöðu hans. Hann hafi verið að „leggja mat á krafta þá sem slysið leysir út og snerta á sama hátt báða ökumenn enda er áreksturinn einn og hinn sarni". Matsmenn mótdrægir Guðmundi Guðmundur segir lækni sem gerði á honum aðgerð á Landspítalanum á árinu 2003 telja hafið yfir vafa að stál- liðamótin sem grædd vom í hann 1997 hafi losnað í slysinu 1999 og hann orðið fyrir miklu heilsutjóni. Guðmundur hefúr síðan höfðað mál á hendur VÍS með kröfu um bæt- ur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvaddi til tvo sérfræðinga sem meðal annars lögðu mat á málið út frá skýrslu Yngva Ólafssonar í sinni uppmnalegu og röngu mynd. Yngvi telur slysið ekki hafa valdið hinu aukna heilsutjóni Guðmundar. „Matsmennimir segja að ég sé svo rosalega illa farinn að ég sé gjörsam- lega óvinnufær en að ég fái samt ekki bætur. Þetta er vegna þess að spum- ingar VÍS til þeirra vom orðaðar upp úr þessari óleiðréttu skýrslu Yngva," segir Guðmundur. Ber ekki meira en sjálfan sig Að sögn Guðmundur hefur sænsk- ur sérfræðingur nú skoðað röntgen- myndir af áverkum hans. Svíinn reki lið fyrir lið það sem gerst hafi og styðji Guðmund í einu og öllu. Guðmundur sem telur sig eiga rétt á bótum sem nemi ekki undir tíu milljónum króna segist bjartsýnn á framgang máls síns fyrir héraðsdómi en bætir þó við: „Þetta er búið að setja mig á haus- inn einu sinni og á götuna. Ég tók sénsinn og keypti aftur en á nú á hættu að missa allt út af því að þessi vitleysa tekur svo langan tíma,“ segir Guð- mundur sem á fjóra syni á aldrinum tólf tii tuttugu ára og hefur ekki getað unnið um langt árabil: „Ég á bara nóg með að standa undir sjálfum mér.“ gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.