Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Side 17
DV Sport
FÖSTUDACUR 17. FEBRÚAR 2006 17
Veikindi í her-
búðum Grind-
víkinga
Hvorki Friðrik Ingi Rún-
arsson, þjálfari Grindavíkur
eða fyrirliðinn Páll
Axel Vilbergsson
komu á blaðamanna-
fund sem KKÍ hélt til
kynningar á bikarúr-
slitaleikjunum sem
fram fara um næstu helgi.
Báðir lágu þeir félagar
heima með flensu en
flensufaraldur hefur truflað
undirbúning karla- og
kvennaliðs Grindavíkur
sem fara nú í fyrsta sinn
bæði saman í Laugardals-
höllina.
Pistons búnir
að gefast upp
á Milicic
Detroit Pistons í NBA-
deildinni í körfubolta lét í
gær Serbann Darko
Milicic fara frá lið-
inu. Milicic fór
ásamt Carlos
Arroyo til Orlando
Magic í skiptum
fyrir valrétt í fyrstu
umferð í nýliðaval-
inu og Kelvin Cato. Detroit
valdi Milicic í nýliðavalinu
2003 og á undan mönnum
eins og Carmelo Anthony,
Chris Bosh og Dwyane
Wade sem hafa ólíkt hon-
um gert góða hluti í deild-
inni. Milicic hefur hins veg-
ar aðeins spilað samtals í
553 mínútur þessi þrjú
tímabil sín í Detroit.
Henke samdi
við Helsing-
borg
Sænski framherjinn
Henrik Larsson er búinn að
gera 18 mán-
aða samning
við Helsing-
borg en
hann hafði
áður tilkynnt
að hann ætl-
aði að spila í
Svíþjóð á
næsta tímabili
sem hefur undanfarin tvö
tímabil leikið með
Barcelona á Spáni valdi
Helsingborg fram yfir
önnur lið þar sem það kem-
ur frá hans heimabæ. „Ég er
Helsingborgarmaður og hef
verið það alla tíð. Það kom
ekkert annað lið til greina"
sagði Larsson í gær.
RealMadrid
ríkasta félag í
heimi
Spænska félagið Real Ma-
drid er ríkasta félag í heimi
og hefur þar með skotið
enska liðinu Manchester
United aftur fyrir sig. Real
Madrid þénaði 186,2 miiljón-
ir punda á tímabilinu 2004-
2005 en tekjur Manchester
United hljóðuðu upp á 166,4
milljónir punda og minnk-
uðu um 5 milljónir punda
milli tímabila. Bæði Chelsea
(5.) ogArsenal (10.) lækkuðu
sig á listanum en Liverpool
(8.) og Everton (18.) eru í
sókn.
Haukamaðurinn Andri Stefan Guðrúnarson átti stórleik þegar Haukar unnu
fimm marka sigur á Valsmönnum í einum af úrslitaleikjum íslandsmóts
karla. Haukarnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína eftir EM-fríið og leik-
stjórnandi Haukanna er með skýringuna á hreinu.
Leikur upp a hu (mörk)
hjú Andra Steían ~
Andri Stefan fór fyrir sínum mönnum í Haukum í 33-28 sigri á
Valsmönnum í toppslag DHL-deildar karla í fyrrakvöld. Andri
skoraði 10 mörk í leiknum líkt og Árni Þór Sigtryggsson og
stjórnaði auk þess sóknarleik Haukanna af stakri snilld. Andri
hefur orðið íslandsmeistari með Haukaliðinu þrjú ár í röð en
það reynir enn meira á Andra en undanfarin ár enda missti
Haukaliðið landsliðsmennina Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vigni
Svavarsson og Þóri Ólafsson fyrir tímabilið. Þrátt fyrir að vera
aðeins 22 ára gamall hefur Andri sýnt mikla leiðtogahæfileika
í vetur; Haukaliðið er komið í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í
fjögur ár og er einnig í hörkukeppni við Fram og Val um ís-
landsmeistaratitilinn.
„Þetta var frábær sigur og ég er
ótrúlega ánægður með þennan leik
hjá okkur," sagði Andri eftir sigurinn
á Val. „Það var ekkert kæruleysi þótt
við höfðum tryggt okkur sæti í bikar-
úrslitaleiknum í síðasta leik," segir
Andri en eftir hann eru Haukam-
ir einir í öðru sætinu, stigi á eftir
toppliði Fram og tveimur stig-
um á undan Valsmönnum sem
þeir skildu eftir í 3. sætinu. „Við
verðum að treysta á að önnur lið nái
stigi af Fram en við ætlum að ein-
beita okkur að því að vinna okkar
leiki. Ég held að ef að við vinnum
alla leiki okkar eftir áramót verðum
við meistarar. Mér finnst við eiga
þægilegri leiki eftir en það getur aUt
gerst í þessu. Við töpuðum fyrir
Aftureldingu og þess vegna erum við
á eftir þeim núna," segir Andri og
bætir við „Fram á vonandi eftir að
misstíga sig ef ekki þá er það bara vel
gert hjá þeim og þá eiga þeir ís-
landsmeistaratitilinn skilinn," en
Haukamir em á eftir sínum fjórða
íslandsmeistaratitli í röð og þeim
sjötta á aðeins sjö árum. Andri hefur
þegar unnið titilinn fjórum sinnum
þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn
22 ára gamall.
Skoruðu saman 16 mörk með
langskotum
Andri og Ámi Þór Sigtryggsson
skomðu báðir tíu mörk í sigur-
leiknum gegn Val á miðvikudags-
kvöldið; þar af vom 16 þeirra með
langskotum og ekkert þeirra úr víti.
Andri skoraði sín 10 mörk úr 13
skotum en Ámi þurftu 17 skot. „í
fyrstu tveimur leikjunum vomm við
að dreifa mörkunum í liðinu frekar
jafnt en í þessum leik var allt
inni hjá okkur Áma og við 4
hugsuðum sem svo að af
hverju ættum við ekki að
halda áfram að skjóta.
Stundum er þetta bara svona
að það dettur allt inn hjá
manni og ég skoraði til
dæmis eitt mark
nærri því frá miðju,"
sagði Andri um frammistöðuna en
umrætt mark (af um 15 metra færi)
var lokamark fyrri hálfleiksins og
færði Haukunum sex marka forystu
í leikhléi. Valsmenn náðu að
minnka muninn í eitt mark en
komust ekki lengra og Haukamir
kláruðu leikinn í lokin.
Æfingarnar í fríinu að skila
sér '
„Ég er búinn að vera í meistara-
flokknum í einhver sex ár og ég held
að við höfum aldrei æft eins vel og
við gerðum núna. Kannski þurftum
við líka meira á því að halda nuna en
síðustu ár. Þetta er líka skila sér í
þessum þremur leikjum sem við
höfum unnið alla ömgglega á móti
Fylki, Fram og Val sem em efstu lið-
in í deildinni," segir Andri um hvað
Haukamir gerðu í EM-fríinu en liðið
tapaði síðasta leik sínum fyrir fríið
með sjö mörkum gegn toppliði
Fram en vann Framliðið síðan í
undanúrslitum bikarsins með
þremur mörkum um síðustu helgi.
ooj@dv.is
.
Sex mörk með langskot-
um Andri Stefan skoraði sex
af tfu mörkum sínum gegn
Valmeð langskotum en hin
fjögur komu eftir gegn-
umbrot. DV-mynd Stefán.
Islenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta hefur gert samning við Tus-N-Lubbecke
Birkir Ivar á leiðinni í þýska handboltann næsta haust
«> >
*
Landsliðsmarkvörðurinn Birkir
ívar Guðmundsson hefur gert
tveggja ára samning við þýska liðið
Tus-N-Lubbecke en með því leikur
einmitt Þórir Ólafsson sem áður lék
með Haukunum. Birkir ívar ætlar að
klára tímabilið með Haukum en
spilar í þýsku Bundesligunni frá og
með næsta hausti.
„Þetta verður mjög gaman og
vonandi nær maður að bæta sig.
Þetta er mikil áskorun og ég er mjög
spenntur fyrir því að vita hvort
maður hafi eitthvað að gera í bestu
deild í heimi," segir Birkir ívar sem
vakti athygli Þjóðverjarana á
Evrópumótinu í Sviss á dögunum.
„Þeir komu með fyrirspurn til Hauka
fyrir mótið, sá síðan nokkra leiki á
EM og buðu mér samning eftir mót-
ið," sagði Birkir ívar. „Aðalmark-
vörður liðsins, Nandor Fazekas, er
að fara til Gummersbach á næsta
tímabili og eftir er markvörður sem
heitir Torsten Friedrich. Hann var
áður hjá Magdeburg og ég verð
væntanlega að skiptast á við hann
að standa í markinu. Ég stefni samt á
það að spila svona 60% til 70% af
leikjunum," segir Birkir ívar sem
hefur leikið sérstaklega vel með
Haukunum í vetur.
„Ég hef alltaf sagt að ég væri til að
prófa þetta aftur ef ég fengi sóma-
samlegt tilboð. Ég er nokkuð
ánægður með þetta tilboð og ákvað
að skella mér á þetta. I dag er maður
að vinna fullan vinnudag og er að
mæta þreyttur á æfingar og það er
viðbúið að maður bæti sig eitthvað
þegar maður getur eytt allri orkunni
í handboltann," segir Birkir ívar sem
hefur ekki enn skoðað aðstæður en
býst við að gera það á næstu vikum.
„Ég ætla að byrja á því að vera úti í
þessi tvö ár sem samningurinn nær
yfir en síðan verður mað-
ur bara að sjá til hvað
gerist í framhaldinu af
því,“ sagði Birkir ívar
sem er handhafi fjórða
íslandsmeistaratitlisins í
röð með félögum sínum
í Haukum.
Markvörður í fremstu röð Birkir
ivar Guðmundsson hefur verið einn
afbestu leikmönnum DHL-deildar
karla i vetur.
DV-mynd Heiða