Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Síða 31
éDV Síðast en ekki síst
FÖSTUDACUR 17. FEBRÚAR 2006 31
Óttastu fuglaflensuna?
Finnst eins og það sé veríð
að gera ofmikið úrþessu
„Nei, ég geri það ekki. Mér finnst eins og
það sé verið að gera ofmikið úrþessu."
Halldór Brynjar Halldórsson nemi.
5|Pp|il|
M !**
„Veitþað ekki,
ekkertpæití
því."
Nikulás Ósk-
arsson af-
greiðslumað-
„Égóttast
hana ekki. Mér
finnst vanda-
málið bara vera
svo fjarlægt."
Margrét Guð-
mundsdóttir,
vaktstjóri hjá
Actavis.
„Ég nenni bara
ekkert að pæla í
því."
Ragnheiður
Martha Jó-
hannesdóttir
„Nei, ekkert
svakalega. Eigin-
lega óttast ég
hana alls ekki því
ég efast um að
hún komi hing-
að."
Helga Margrét
Friðriksdóttir
Fuglaflensan er komin til Norður-Evrópu og nálgast áningarstað íslenskra far-
fugla á Bretlandseyjum. Fæstir Islendingar hafa þó áhyggjur af faraldrinum
enn sem komið er, þrátt fyrir skæðar afleiðingar sem gætu fylgt honum.
Góðir bandamenn?
„Fjölmiðlar um allan
heim birtu í dag nýjar
myndir af pyntingum
sem bandarískir her-
menn beittu fanga í
Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad í
írak. Myndirnar lýsa viðbjóðs-
legu atferli. Þvi reynir enginn að
neita. Ekki einu sinni talsmaður
Hvíta hússins í Washington. Hann
lét þess sérstaklega getið í yfir-
lýsingu í dag að sérlega
„óheppilegt" væri að mynd-
irnar birtust núna, í þvi and-
rúmslofti sem hefði skapast í
samskiptum vestrænna ríkja
við arabaríkin og átti þá væntan-
lega við þá reiðiöldu sem risið
hefur í kjölfar myndbirtinga
Jyllandsposten.
Já, það er nefnilega það,
óheppilegur tími! Er ekki
alltaf réttur tími að upplýsa
um grimmdarverk?
Talsmaður Hvita hússins mælir
fyrir hönd ríkisstjórnar sem seg-
ist málssvari „vestrænna gilda“
og telur sig þess umkomna að
rétta yfir böðlum á borð við
Saddam Husseín. Slík réttar-
höld verða aldrei trúverðug á
meðan réttlætið er ekki látið ná
til þeirra sem bera ábyrgð á
grimmdarverkum Bandaríkja-
manna, Breta og annarra innrás-
arherja í írak og eru nú að birtast
okkur með myndum af ofbeldis-
verkum breskra hermanna og
pyntingum Bandarikjamanna í
Abu Ghraib. Hér er ég að sjálf-
sögðu að visa í æðstu ráðamenn
þessara rikja, Bush og Blaix og
alla þá sem eru í vitorði með
þeim. Myndirnar sem í vikunni
hafa birst of ofbeldi bandariskra
og breskra hermanna sýna aðeins
toppinn á ísjakanum. Hér á síð-
unni, í blaðagreinum og í ræðum
á Alþingi hef ég borið aðferðir
bandaríska hersins saman við
kúgunaraðferðir nasista fyrir
miðja síðustu öld. Þar má til dæm-
is nefna handahófskennd
fjöldamorð Bandaríkjahers í
írösku borginni Fallujah. Ég
minnist þess að
fréttir af ódæðis-
verkunum í Fallu-
jah þóttu einnig
birtast á mjög
„óheppilegum tíma“.
í vikunni birtu fjölmiðlar viða um
heim fréttir af rannsóknarskýrslu
sem er í burðarliðnum um pynt-
ingar í bandarísku herstöðinni í
Guantanomó á Kúbu. Hún er unn-
in af fimm sérfræðingum Sam-
einuðu þjóðanna fyrir Mann-
réttindanefnd SÞ. Viðbrögð í
Washington hafa að sjálfsögðu
verið neikvæð. í fyrsta lagi var
reynt að gera skýrsluna ótrúverð-
uga með þvi að staðhæfa að nefnd-
armenn hefðu afþakkað að heim-
sækja Guantanomo fangabúðirn-
ar og kynnast þeim af eigin
raun. Þetta mun vera rétt. En
hitt var ekki látið fylgja sög-
unni, að ástæðan fyrir því að
skýrsluhöfundar afþökkuðu boðið
var sú, að þeir áttu ekki að fá að
ræða við fangana! í öðru lagi
sögðu talsmenn Bandaríkja-
stjórnar að skýrsluhöfundar
hefðu gert þau reginmistök að
leggja dóm á meðferð fang-
anna eins og um væri að ræða
hverja aðra fanga. Þetta væru hins
vegar stríðsfangar. Um þá ættu að
gilda allt aðrar reglur!
Svona tala menn , sem halda fólki
í pyntingabúðum, án dóms og
laga.
Svona tala menn, sem vilja striðs-
glæpadómstól fyrir alla aðra en
sjálfa sig.
Svona tala menn, sem ríkisstjórn
Islands segir vera helstu banda-
menn íslands.
Svona tala menn, sem rikisstjórn
íslands biður um að
vernda okkur fyrir,
öllu illu.
Hve mörgum íslend-
ingum skyldi finnast
gott að eiga svona
bandamenn?
Mín tilfinning er að
þeim fari nú óðum
fækkandi.“
Ögmundur Jónasson alþingismaður ritar á vef sinn, ogmundur.is
fjölmar
gar
yisindarann
soknir hafa
verið
gerðar
« a hópmeð
lunum.
Dagleg
lesa
ma
gi'einar
nar i blöðum
Iiferni hóps-
um
ms
Ég hef alltaf mjög gaman af tvennu; gátum og aug-
ljósum staðreyndum - mest spennandi er náttúr-
lega tengingin þarna á milli. Til að reyna dálít-
ið á ofangreinda fullyrðingu, einsog félags-
fræðingar segja í bókunum sínum, langar
mig að leggja gátu fyrir lesendur DV og bið
þá um að senda mér svarið á
ljon7@simnet.is.
Þetta er sem sé gáta um þjóðfélagshóp -
lesendur þurfa bara að nafngreina hópinn og
senda svarið á netfangið. Dregið verður úr réttum
svörum. Gátan er svona með 17
tilvísunum.
1. Hópurinn er
áhættuhópur.
2. Margir hafa lagt hart
meðlimum hans að snúa
frá villu sinni.
3. Athafnir hópsins eru
stranglega bannaðar
kirkjum og opinberum
stofnunum.
4. Hópmeðlimum hefur
stundum verið komið fyrir
lokuðum og gluggalausum klefum.
5. Oft er talað um athæfi hópmeðlima
sem foræmisgefandi og hættuleg.
6. Hópurinn hefur enn ekki stofnað
löggild hagsmunasamtök en hefur þó
aðild að lífeyrissjóðum og greiðir skatta.
7. Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á
hópmeðlimum.
8. Daglega má lesa greinar í blöðum um líferni
hópsins.
9. Sagt hefur verið að iðja hópsins dragi úr
hættunni á heilabilun.
10. Sagt er að börnum stafi smithætta af fólki sem
tilheyrir hópnum.
11. Iðja hópsins hefur verið bönnuð í fjölmörgum
löndum.
12. Meðlimir hópsins koma úr öllum stéttum og-""
sumir þeirra eru grænmetisætur.
13. Margir sem tilheyrðu hópnum hafa sagt sig
úr félagi við hann og predika nú gegn honum.
14. Djúp rödd kvenna sem tilheyra hópnum
þótt afar falleg í djassi og blues og neglur
þeirra henta vel í gítarspil.
15. Sagt hefur verið að líf hópmeðlima sé oft
styttra en margra annarra þjóðfélagshópa.
16. Hópmeðlimir hafa ekíd þau mannréttindi
sem sjálfsögð þykja meðal flestra annarra
þjóðfélagshópa.
17. Talið er að margir hópmeðlima muni kjósa
Silvíu Nótt á morgun.
allari
Ifigdís Grímsdóttir
Birta er komin út!
Mammút
Ekki bara ung og efnileg
,j-.ká oúBÍV”
. ■ ÖÉÍ W í
", s -rfcvwð ,S f
- Í&É
/ &4
///,
/M
❖ ^ v
Hnébuxur fyrir vorið
Salat, brauðréttir og fyllingar
Öflugasta sjónvarpsdagskráin
birlo