Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 12
72 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 Fréttir DV íslenskt neð- anjarðarbyrgi Skotveiðimönnum dettur ýmislegt í hug eins og fram kemur hjá umhverfisnefrid Isafjarðarbæjar. Á borði neíndarinnar liggur ósk um leyfi til að byggja skotæfingaaðstöðu neðanjarðar. Það eru þeir Guð- mundur Valdi- marsson og Valur Richter sem óska eftir leyfinu og vilja þeir koma aðstöðunni upp í jarðvegsnámu í Skut- ulsfirði. Nefhdin hefur tekið jákvætt í beiðnina og óskað eftir frekari gögnum varð- andi neðanjarðarbyrgið. Bæturfyrir lyftaraslys íslenska rlkið á að greiða rúmlega fertugum manni rúmar 1,4 milljónir króna með vöxtum frá ár- inu 1999 vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir við störf fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli. Með þessum dómi sneri Hæsti- réttur niðurstöðu héraðs- dóms sem hafði sýknað ríkið af bótakröfu manns- ins. Slysið varð með þeim hætti að vinnufélagi mannsins ók á hann með lyftara. Á þessu gáleysi vinnufélagsins bæri her- inn ábyrgð og þar með ís- lenska ríkið samkvæmt samningum þar um. Maðurinn meiddist á baki og hlaut tíu prósent var- anlega örorku. „Mér finnst menn hafa farið fram úrsérí væntingum og spenningi hér í gær, segir Asbjörn Björgvinsson for- stöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík.„Mín hugsun í þessu Landsíminn uppbygging ferðaþjónustu og og annarrar þjónustu hérá svæðinu, nýtandi þær náttúru- auðiindir sem við höfum hér í kringum okkur, geti skipt okkur máli þegar til lengri tíma er lit- ið. Hvað varðar þessar álvers- framkvæmdir eru menn að horfa nokkurárfram í tlmann." Tómas Pálsson Eyþórsson, Gunnar Freyr Þormóðsson, Steindór Hreinn Veigarsson og Davíð Ingi Guðjónsson voru allir dæmdir í gær fyrir hrottalega líkamsárás sem átti sér stað á síðasta ári. Steindór Hreinn fékk þyngsta dóminn, 18 mánaða fangelsi, enda með langan sakaferil. Davíð Ingi varð fyrir líkamsárás í sama mánuði þegar tveir menn skutu á hann með loftbyssu á Vaðlaheiði. Tómas Pálsson Eyþórsson, Gunnar Freyr Þormóðsson, Steindór Hreinn Veigarsson og Davíð Ingi Guðjónsson hafa verið dæmdir fyrir hrottafengna og gersamlega tilefnislausa líkamsárás á ungan pilt á Akureyri í apríl á síðasta ári. Davíð Ingi er sami maðurinn og skotið var á með loftbyssu uppi á Vaðlaheiði í apríl á síðasta ári. Atvikalýsing á líkamsárásinni lýs- ir ótrúlegri grimmd og vægðarleysi árásarmannanna. Samkvæmt henni var drengurinn settur í skottið á bfl árásarmannanna. Ekið var að iðnaðar- svæði þar sem fáir eru á ferli og þar var drengurinn tekinn úr skottinu. Hann fékk spark í andlitið þegar hann ætlaði að standa upp með þeim afleið- ingum að hann datt í jörðina. Þá hófu árásar- mennirnir að trampa á höfði hans. Því næst var hann rifinn úr bol sínum og buxum og hann dreginn eftir malarplani svo hann fékk svöðusár á bakið. Eftir þetta létu „Ég varorðinn klikkaður í housnumi, man ekki einu sinni eftir öllu sem geröist" ofbeldismennimir loks staðar numið en stálu þó fýrst fötum drengsins, peningum hans og síma áður en þeir óku á brott. Tveir dæmdir í fangelsisvist Þyngstan dóm fékk Steindór Hreinn Veigarsson en hann hefur margsinnis verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot, líkamsárásir og fíkniefnamisferli. Hann hlaut 18 mánaða fangelsi og Gunnar Freyr fékk tveggja mánaða fangelsi. Davíð Ingi var dæmdur í þriggja ára skilorð, einnig Tómas. Einnig var töluvert af fíkniefrium gert upptækt hjá þeim öllum. Allir drengirnir hafa áður komið við sögu lögreglunnar og þá aðallega vegna fíkniefnamisferlis. Voru í bullandi neyslu Tómas sagði í viðtali sem DV tók við hann á síðasta ári að eiturlyfja- neysla hans, Davíðs Inga og Stein- dórs hefði haft mikil áhrif á atburðarásina. „Ég var orðinn klikk- aður í hausnum, man ekki einu sinni eftir öllu sem gerðist." Eftir seinni líkamsárásina sem þótti afar ófyrirleitin komu Akur- eyrarbúar saman í miðbæ Akureyrar. Þeir mótmæltu ofbeldinu sem skók þennan ffiðsæla bæ á svo stuttum tíma og veifuðu rauða spjaldinu í táknrænum skilningi. valur@dv.is Mótmæli Árásin varð tilþess að bæjarbúar fengu nág afofbeldi. L.JHAÍL___________________________„ Smt6luvegurei-200K6pavogur-WMW.landvelar.il / Sími 580 5800 / SökJoðlll Akurayii Slml 461 2288 STRAUMRÁS Furuvellir 3 - 600 Akureyri .kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur Sögufrægt hús við Hverfisgötu til sölu Gamalt sendiráð á 125 milljónir Hverfisgata 4S idag er gistihús íþessu húsi sem áður hýsti sendiráð og siðar söngskóla. Hið glæsilega einbýlishús á Hverfisgötu 45, þar sem fyrr á árum var sendiráð Norðmanna og sem síðar hýsti Söngskólann í Reykja- vík, er til sölu. Ásett verð er 125 milljónir króna. „Það hefur verið áhugi fyrir hús- inu og það er enn til sölu," segir Guðmundur Th. Jónsson, fast- eignasali á Fasteignamarkaðinum. I dag er gistiheimilið Domus rekið að Hverfisgötu 45. Húsið er 436 fermetrar, byggt árið 1914. Eig- andi hússins frá því í apríl í fyrra er félagið Hverfisgata 45 ehf. Að sögn Guðmundar hafa þeir sem sýnt hafa áhuga á húsinu til þessa haft í hyggju að reka þar áfram samskonar starfsemi og nú er; það er gistihús. Áð því er segir í sölulýsingu Fasteignamarkaðarins er húsið stórglæsilegt með vönduðum inn- réttingum og mikilli lofthæð. Þar eru tólf gistiherbergi og eldhús, matsalur og baðherbergi. Þess utan er sérstök tveggja herbergja hús- varðaríbúð í húsinu. Húsið er mik- ið endurnýjað, jafnt að innan sem utan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.