Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 13 Vetraríþróttir fatlaðra Dagana 3. til 5. mars verða haldin nám- skeið og fyrir- lestrar um vetr- aríþróttir fatl- aðra í Hh'ðar- fjalli. Þessi námskeið eru á vegum íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþrótta- miðstöðvar fslands. Af þessu tilefni koma til lands- ins fjórir skíðakennarar frá Bandaríkjunum sem eru sérmenntaðir í vetraríþrótt- um fatlaðra. Skíðakennar- arnir halda fyrirlestur á sal Brekkuskóla í dag klukkan sex. Fyrirlesturinn er opinn öllum sem áhuga hafa á útivist fatlaðra. SOSíGarðabæ Bæjarstjóm Garðabæjar hefur samþykkt að innleiða SOS-uppeldisfræðina í Garðabæ með því að bjóða foreldrum 2 ára bama niður- greidd námskeið ásamt hluta af starfsfólki leik- og grunn- skóla. í framhaldi af fyrstu skrefunum í innleiðingu SOS verða árlega haldin nám- skeið fyrir foreldra 2 ára bama og starfsfólk leik- og grunnskóla. SOS-aðferðin er ætluð foreldrum og öðmm sem starfa sem bömum á aldrinum 2-12 ára. Aðferðin hefur meðal annars verið nýtt í Reykjanesbæ frá árinu 2000 með jákvæðum árangri. Lífsgæði um Ijósleiðara Ljósleiðaravæðingin á fslandi sækir í sig veðrið en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, heftir fengið heimild frá bæj- arstjóm til að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um ljósleiðara- væðingu heimilanna á svæðinu. Bæjarfulltrúinn Þröstur Karlsson fagnaði heimildinni sem gefin var Ragnheiði og sagði að þetta áhugamál sitt um ljósleið- aravæðingu í Mosfellsbæ væri að komast í höfri. Þá tók hann einnig fram að með ljósleiðaranum myndu lífsgæði í Mosfellsbæ aukast. ísland eignaðist nýjan milljónamæring nú á dögunum þegar Aubert Högnason fékk tilkynningu um að hann hefði unnið rúmar 60 milljónir íslenskra króna í Evrópu- lottóinu Euromillones. Framkvæmdastjórinn dr. Mark Luis segir þó engin brögð í tafli en Euromillones er þekkt svikamylla í Evrópu. Kristinn Arnar Stefánsson, sér- fræðingur í svikastarfsemi, segir málið teygja anga sína til Spánar og Hollands. Vélaleigu Auberts Högnasonar barst bréf nú á dögunum frá lottóinu Euromillones þar sem honum var tilkynnt að hann hefði unnið rúmar 816 þúsund evrur. Aubert Högnason keypti sér þó aldrei miða í lottóinu og grunaði því að um svikamyllu væri að ræða. Sá grunur reyndist á rökum reistur en Euro- millones hefur platað margan manninn í gegnum tíðina. Skjalið með tilkynningunni sem Aubert fékk var mjög vel gert. „Nei, þetta er ekkert plat," segir dr. Mark Luis, framkvæmdastjóri lottósins Euromillones, sem til- kynnti Auberti Högnasyni að hann hefði unnið rúmar 60 milljónir króna án þess að hafa nokkurn tím- ann keypt miða. Svikamyllan Euromillones hefur aðsetur á Spáni en menn frá Nígeríu eru taldir standa á bakvið svikin. Hann sagðist staddur á skrifstofu sinni en umhverfishljóðirt bentu þö tU að hann væríí vegavinnu á Spáni. Aubert Högnason Hefði keypt sér nýja gröfu hefði lottóvinn- ingurinn ekki verið plat. unni sem barst Auberti. Dr. Mark Luis reyndi hvað eftir annað að sannfæra DV um að Euro- mUlones væri traust fyrirtæki sem svindlaði ekki á neinum. Hann sagð- ist staddur á skrifstofu sinni en um- hverfishljóðin bentu þó til að hann væri í útivinnu á Spáni. Maðurinn breytti rödd sinni þeg- ar harm sagðist vera dr. Mark Luis og bað um staðfestingartölur sem finna má í tilkynningunni. Þeim tölum renndi hann í gegnum tölvu sína, að hans sögn, og kom þá í ljós að Aubert væri orðinn miUjónamær- ingur. Prófessor í heimspeki Það vakti athygli DV að Mark Luis er titlaður sem doktor. „Ég er doktor í heimspeki," sagði dr. Mark Luis, sem á þessum tíma- punkti vildi slíta samtalinu enda erfitt að vera í kaffipásu úr útivinn- unni í langan tíma. Miðað við bréfin sem Aubert Högnason fékk þurfti hann ekkert að greiða fyrir vinninginn en við nánari eftir- grennslan kom í ljós að Aubert þarf að greiða sjö hundruð evra færslugjald. Árangursrík svikamylla „Þetta er ein vinsælasta og árangursríkasta svUcamyllan í dag," segir Kristinn Arnar Stefánsson, lögfræðingur sérfræðingur í svikastarfsemi. „Fái almenningur slík lottóbréf er mikilvægt að hann leiði slíkt tUboð framhjá sér og hafi ekki samband við þá aðila sem bréfið senda. Það getur verið hægt að nota undirskrift og SWIFT-númer tU þess að miUi- færa peninga seinna," segir Kristinn Arnar en þeir sem fá send slík bréf eru beðnir að hafa samband við Rík- islögreglustjóra. „Þetta kemur í bylgjum og þeir senda þúsundir bréfa," segir Krist- inn Arnar. Það er því hægt að leiða líkur að því að fleiri íslendingar hafi umrætt bréf undir höndum. íslensk fómaríömb Það þarfekki að leita langt að fórnar- lömbum svikamyllna sem þessarar. DV sagði frá því þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Islandi, varð að segja afsér árið 2004 eftir að upp komst að hann hafði dregið fimm milljónir úr sjóði félagsins. Hann var langt leiddur i svikamyllu Nígeríu- manna sem lofuðu honum töluverðum fjárhæðum i skiptum fyrir peninga. Sú svikamylla byggðist ekki á lottó- svindli. Framkvæmdastjóranum var talin trú um að hann væri að hjálpa pólitlskum fanga að ná út 12,5 millj- ónum Bandaríkjadala og að hann fengi tuttugu prósent afumræddri upphæð. Það var þógabbog fuku þvlfimm milljónir úti veður og vind. Kaupir sér gröfu „Eg ætla að kaupa mér nýja gröfu fyrir peninginn," segir Aubert Högnason og hlær en hann vissi strax að um svik væri að ræða. Honum barst tilkynningin í pósti en hún var stfiuð á fýrirtæki hans, Vélaleigu Auberts Högnasonar. Þrátt fyrir að Aubert hafi gert sér grein fyrir að um svik væri að ræða er ekki hægt að segja það sama um töluverðan fjölda íslendinga sem feUur fyrir gylliboðunum ár hvert. Ekki traustvekjandi DV hafði samband við dr. Mark Luis, fram- kvæmda- stjóra lottós- ms, en simi hans var | upp i tilkynn- mg- Kristinn Arnar Stefánsson Sérfræð- ingur í svikastarfsemi segir þetta vinsælpstu og árangursrikustu svikamylluna/dag. Persónulegar upplýsingar Eru meðal þess sem „vinningshafinn" þarf að gefa upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.