Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 Fréttir DV Kostir & Gallar Ragnar hefuryndislega klmni- gáfu, er náttúrutalent og traustur maður. Hann er metnaðarfullur og um leið kærulaus og man hreinlega ekki texta. „Hann Ragnar er ákaf- iega sannur vinur og skemtilegur. Hann hefur óhemju sérstæðan húmorogyndisiega kimnigáfu sem auðgar allt í kring- um hann. Gallarnireru kannski þeiraö hann er sérkennileg blanda af metnaðarfullum og kærulaus- um tónlistarmanni, eða eins og hann segir sjálfur:„Efþað á að fara aö spila eitthvað nákvæmt, þá er ég farinnI" Ragnar er topplista- maður." Ómar Ragnaruon fréttamaður. „Hann hefur náttúrulega einstakt lundarfar. Hann er svo skemmtilegur og mikið náttúrutalent. Hann er alveg einstakur, það þarfekki að útskýra það, allir sjá það sem hafa fylgst með honum. Það eru engir svona sérstakir gallar. Það er bara texta- klúðrið sem hann gerirgrín að sjálfur. Hanner bara yndislegur. Það er heiður að vinna meðhon- um og kynnast honum." Eva Asrún Albertsdóttir söngkona. „Hann er náttúrulega afskaplega skemmtilegur og góður sögumað- ur. Hann er léttlyndur og traustur karl. Hann er harðduglegur, karland- skotinn, og fagmaður fram i fingurgóma.Hann kennir okkur líka aðtaka okkur ekki ofhátíðlega. Gallarnir eru að hannman ekki texta. Það er dálítið fyndinn galli hjá söngvara, kannski frekar spaugilegt. Hann mætir alltafmeö textamöppuna en ef hann gleymir henni bullar hann bara. Hann segir alltafvið fólk að syngja bara með þrátt fyrir að það kunni ekki textana, segir aðhann sé búinn að gera þetta í sjötíu ár og það skipti engu máli hvaö mað- ursyngur." Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og hann er kallaður, er fæddur 22. september 1934. Ragnarereinn afstórsöngvurum íslands og hefur verið að síðan hann var 15 ára. Ragn- ar byrjaöi að spila á trommur í tríói norður á Akureyri þegar hann var unglingur. Siðan ferð- aðist hann um með hljómsveit Svavars Gests- sonar og síðar tók hann við bandinu þegar Svavar hætti. Raggi Bjarna hefur sungið sig inn I hjörtu þjóðarinnar á yfir 50 ára ferli. Yoko Ono er hrifin af síld, hún baðar sig daglega og elskar íslenska vatnið. Sean Lennon er frelsaður íslandsvinur og ræddi við Helga Pé í Ríó um möguleika á upptökum tónlistar hér á landi. Yoko framlengdi dvöl þeirra hér á landi vegna hrifningar sem er gagnkvæm. Allir segja Yoko hrífandi og lausa við stjörnustæla. „Ég flyt um þetta erindi í borgarstjórn á þriðjudag," segir Stefán Jón Hafstein, formaður borgarráðs. Yoko Ono er nú horfin til síns heima ásamt syni sínum Sean eftir vel heppnaða íslands- heimsókn. Má heita að frágengið sé að friðarsúla hennar muni rísa í Viðey, að sögn Stefáns Jóns. Kostnaðurinn er milli 20 og 30 milljónir króna. Borgin og Orkuveitan skipta með sér kostnaði. „Eins og ein lítil gatnamót,“ segir Stefán Jón og er þess fuilviss að það sé kostnaður sem muni skiia sér til baka með ýmsu móti. Að sögn Stefáns lét Yoko vel af dvöl sinni hér en Stefán sat kvöld- verðarboð með Yoko ásamt öðrum. „Afskaplega viðræðugóð kona sem sagði skemmtilegar sögur af John Lennon og þeim hjónum." Yoko er mikil baðkona, fer í bað á hverjum degi og trúir á heilunarmátt vatnsins. Að það sé endurnærandi. Og íslenska vatnið stóð fyrir sínu. Þá fannst henni sfld sérlega góð. Guðfræðineminn Ólafur Jóhann Borgþórsson var fenginn til að vera sérlegur einkabflstjóri en segist eng- inn sérstakur Bítlaaðdáandi eða Lennons. En hann er hrifinn af frið- arboðskapnum. Og segir Yoko við- kunnanlega konu. Þetta er i fyrsta skipti sem Ólafur Jóhann er einkabfl- stjóri. Peugot passar vel við Yoko „Við vomm á splunkunýjum bfl. Peougot 407. Rosalega góður bfll sem við fengum hjá umboðinu." Dagur Jónasson, sölustjóri hjá „Og drengurinn henn- ar niðri á jörðinni, þægilegur ungur maður." Bernhard-umboðinu, segir Hafþór Ingason, forstöðumann Listasafirs- ins, hafa hringt og spurt hvort Bern- hard hefði ekki áhuga á að lána þeim bfl. „Mér fannst þetta tilvalið tæki- færi. Peugot er flottur bfll, skemmti- lega hannaður - bfll sem passaði vel við Yoko. Flóknara var það nú ekki," segir Dagur. Ólafi Jóhanni þótti merkilegt að skyggnast í heim hinna rflcu og frægu og þegar Yoko fór til að kaupa föt trúði hann því tæpast hvað hægt væri að kaupa mikið af fötum. Stórfengleg og heillandi Allir ljúka lofsorði á Yoko. „Stór- fengleg. Mjög þægileg í allri um- gengni. Alveg laus við stjörnustæla," segir Hafþór Ingvason, forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur. Hann var mikið með Yoko meðan á dvöl henn- ar stóð en hún framlengdi dvöl sína Tónlistarmennirnir Helgi og Yoko Helgi segir Yoko hafa leikið á alls oddi, hrífandi. um dag, einkum vegna hrifningar Seans á fslandi. Þau fóru á mánudag í stað sunnudags eins og til stóð. Haf- þór segir stærstu upplifunina Viðeyj- arförina þar sem fyrirhugað er að súl- an rísi. Ög er Yoko núna að hanna súluna með tilliti til staðsetningar. Svo fór hún í Bláa lónið auk þess sem hópurinn snæddi á Tveimur fiskum, Við tjömina og Vox. „Hún var hrifin af sfldinni. Japanir em hrifnir af hrá- um fiski yfirleitt." Hafþór segir ómögulegt að segja hvenær súlan rísi og vitnar íYoko: „Yesterday." Sean frelsaður íslandsvinur Helgi Pétursson í Ríó er verkefnis- stjóri almannatengsla hjá Orkuveit- unni og sat kvöldverðarboð með hópnum og lét sér vel lflca. „Það var búið að segja mér að hún kynni að vera þurrpumpuleg. En hún lék á alls oddi, hrífandi. Og drengurinn henn- ar niðri á jörðinni, þægilegur ungur Helgi og Sean náðu vel saman Sean er frelsaður Islandsvinur og hyggur d Ibúða- rkaup hér. Alfreð og Yoko Alfreð hlustar með athygli á ekkju Lennons. maður. Hann fór upp úr þurm að spyrja mig út í upptökumöguleika. Hann hefur skynjað tónlistina á milli okkar. Fannst lfldegast að ég vissi það af þeim sem þarna vom. Mjög næm- ur ungur maður," segir Helgi gaman- samur. Og Helgi upplýsir að Sean sé frels- aður fslandsvinur og vilji kaupa hér íbúð - svo uppnuminn varð hann af landi og þjóð. jakob@dv.is Glæsilegt úrval af handsmíðuðum íslenskum skartgripum (ÍÁRAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Bensínverð hækkar í sífellu Ódýrasta bensínið í Vatnagörðum Margir eru orðnir samdauna hækkunum olíufélaganna undan- farna viku og láta fréttir um eld- neytisverð sem vind um eyru þjóta. Þó getur munað allt að 5,4 krónum á hverjum bensínlítra. Flestar sjálfsafgreiðslustöðvar bjóða upp á mun lægra verð en stóru stöðvarnar. Ódýrasta bensínið finnst hins vegar hjá Ego við Vatnagarða, ein- ungis 105,80 krónur á lítrann. Stöðin er í eigu Olíufélagsins, sem selur sinn lítra annars staðar á rúmar 110 krónur. Runólfur Ólafsson hjá FÍB fagn- ar að virk verðsamkeppni skuli loksins vera raunin á eldsneytis- markaði. Hann þakkar það til- komu Atlantsolíu. „Það er merkilegt hvað lítill aðili getur haldið aftur af verðhækkun- um hinna stærri," segir Runólfur Við bensínstöð Ego Ódýrasta bensinið þar þessa dagana. Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Það hefur ailtaf verið viðleitni í þá átt að stórir aðilar á markaði lækka verð eða halda því niðri eftir að nýr aðili kemur á markaðinn í þeim til- gangi að bola honum út. Þannig hafa ódýru stöðvarnar, sem flestar eru í eigu stóru olíufélaganna, ekki Runólfur Ólafsson Fagnar virkri samkeppni á markaði. DV-myndGVA hækkað eftir gengisfellinguna um daginn. Eina skýringin sem við sjá- um er að þeir bíði eftir að Atlants- olía hækki sín verð." ■1 hvað kostar dropinn? Bensín Skeljungur: Gylfaflöt no,7 Flestar aðrar stöðvar 111,2 Diesel 109,7 110,2 Olfs: Gullinbrú Álfheimum 111,2 111,7 110,2 110,7 ESSO: Stórihjalli Kópavogi Stóragerði 110,2 110,7 109,2 109,7 ÓB: Allar stöðvar 107,8 106,3 Atlantsolfa: Allar stöðvar 107,8 106,3 Orkan: Allar stöðvar 107,7 106,2 Ego: Vatnagarðar Allar aðrar stöðvar 107,2 107,8 104.3 106.3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.