Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 Menning 0y Þú snertir mig ekki heldur kjamann sem eng- inn veit úr hverju er gerð- ur. Ég vissi ekki að kjaminn var til, en þú kailaðir hann fram. Það var fallega gert. Svo léstu kjamann úr mér lausan. Nú hringlar hann stakur í tómi. {Steinunn Sigurðar- dóttir, Tímaþjófurinn.) Virkjað í Þjóð- leikhúsinu Frumsýning á Virkjuninni, eftirNóbels- verölaunahafann Elfriede Jelinek I leik- geröMaríu Kristjánsdóttur, verður á Stóra sviði Þjóðleik- hússins i kvöld. Leikstjóri er Þórhildur Þor- ' ieifsdóttir. Ásinnkald- hæðna hátt ræðstJelinek að goösögn- um og afhjúp- arþær.eða eins og hún segirsjálf: „Konan er dæmdtilþess aðsegjasann- leikann en ekki lýsa hlnni fögru ímynd." Á síðari árum hefurJelinek nánast út- rýmt hefðbundinni atburðarás i leikrit- um sínum og eins leikpersónum. Leikrit hennar þykja þvl elnstök áskorun fyrir leikhóp og leikstjóra I uppsetningu. Leikendur eru m.a. Arnar Jónsson, Bald- ^ ur Trausti Hreinsson, Björgvin Franz úislason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristín Magnús- dóttir og Þórunn Lárusdóttir. Marla Kristjánsdóttir sér um leikgerð, byggöri á þýöingu Hafliða Arngrimsson- aráDasWerk. Þórunn Lárusdóttir í Virkjuninni „Konan er dæmdtilþess aðsegja sannleikann en ekki lýsa hinni fögru ímynd.“ Úr sýningu á Pétri Gaut Spennandi að sjá hvað Baltasar gerir með verkið. Loksins Pétur Gautur Það er skammt siórra högga á millihjá Þjóðleikhúsinu. Pétur Gautur I leikgerð Baltasars Kormáks, sýningin sem beðið hefur verið eftir, verður frumsýnd I Kass- -anum, nýjasta sviöi leikhússins, annað kvöld. Pétur Gautur er eitt afstærstu verkum Henriks Ibsens, Ijóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. A6 sögn beinir leikstjórinn, Baltasar Kormákur, sjónum að Pétri Gaut I samtimanum. Með hið vandasama hlutverk aðal- söguhetjunnar fer Björn Hlynur Haralds- son, en aðrir leikarar I sýningunni eru m.a. Guðrún S. Gísladóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Brynhild- 'jr Guöjónsdóttir ogEdda Arnljótsdóttir. Ekki Lárusson Undarleg meinloka greip umsjónarmann menningar- síöu í umfjöllun um glæsisýn- ingu Spencers Tunicks í gær. Þar er Hannes hjá Listasafn- inu á Akureyri sagöur Lárus- son, sem hann er alis ekki. Eins og vita, þá erfor- stöðumaður- inn Sigurðsson og hér með leiðréttast þessi mistök. Hannes Sigurðsson Rob Hornstra opnar ljósmyndasýninguna Rætur rúntsins í Myndasal Þjóðminja- safnsins á sunnudaginn. Þar sýnir hann ljósmyndir sem hann tók á ferðum sín- um um ísland. Hornstra segir að gestrisni íslendinga ljúki á útidyratröppunum. TMMs) .BH landslagsmyndir Rob Homstra er fæddur árið 1975 í Hollandi, en þó ungur sé að árum, þá þykir hann hafa sannað sig svo um munar sem ljósmyndari. Bók hans, sem ber nafnið Commun- ism and Cowgirls, fangar t.a.m. á sérstakan hátt hið nýja og gamla Rússland. Á sunnudaginn verður opnuð ljósmyndasýningin Rætur rúntsins (Roots of the Rúntur), en þar sýnir Rob Homstra ljósmyndir sem hann tók á tveggja mánaða ferðalagi sínu um ísland í fyrra. Heitið er dregið af þeirri séríslensku iðju íslenskra ung- menna að „fara á rúntinn" til þess að drepa tímann, hitta hvert annað og kynnast. Eyðilegt á Bakkafirði Meginþema verkefnis Robs Homstra átti að vera atvinna og þess vegna ferðaðist hánn um þorp landsins og mýndaði starfsfólk fisk- iðnaðarins. Hann ók allan hringinn og myndaði fólk við leik og störf. Hann segist hafa verið staðráðinn í því að fanga þrennt: Líf unga fólksins, líf þess gamla eða hefðbundna og síð- an líf þess nýja, jafnvel útlenda. „Ég komst að því að unga fólkið er alls staðar eins," segir Rob. „Það klæðist flottum tískufötum og að- hefst það sama. Er á rúntinum, á netinu og horfir á sömu sjónvarps- þætti og ungt fólk um allan heim. Kannski áttar éldri kynslóðin sig ekki á þessu og byggðarlögin þróast því ekici í takt við unga fólkið. Þess vegna flytur það burt.“ Rob segir að fjölmargt hafi breyst á íslandi og það nú nýverið. Hann nefnir sem dæmi Raufarhöfn og Bakkaljörð, staði sem honum fannst beinlínis sorglegt að koma til. ,M- vinnan hvarf, fólkið missti lífsbjörg- ina og flestir fluttu burt í kjölfarið. Húsin em tóm, staðimir eyðilegir og uppgjafartónn í fólkinu. öðm máli gegnir með staði á borð við Reyðar- fjörð, en þar er nóg að gera og mikil uppbygging, vegna álversins. Þar er líka mikið um erlent vinnuafl, en það er eitt af því sem hefur mikið breyst á síðustu árum.“ Var ekki boðið til stofu „Ég var alveg hissa þegar ég fór að skoða íslenskar ljósmyndabækur," segir Rob. „íslendingar virðast að- eins vilja mynda náttúrufegurðina, en ekki fólkið og líf þess. Ég skil að þið séuð stolt af náttúrunni, en gat ekki annað en undrast þetta. Jafn- framt langaði mig að gera eitthvað allt annað." Rob segir að honum hafi verið sérlega vel tekið þegar hann var að mynda utandyra, öfugt við þegar hann vogar sér að taka myndir af fólki á götum úti í heimalandi sínu, Hollandi. Þá Uggur stundum við að hann sé laminn af þeim sem vUja aUs ekki láta taka myndir af sér. „En ég komst hins vegar að því að gestrisni íslendinga endar á útidyra- tröppunum," segir Rob. „Ég átti virldlega erfitt með að fá að koma inn tU fólks. Öfugt við í Rússlandi, þar sem ég heimsótti líka fólk í af- skekktum þorpum, en þar vom aUir boðnir og búnir að bjóða mér í kaffi inni í stofii, jafnvel þó þeir töluðu atts enga ensku. „Hér var fóUc mjög tortryggið," segir Rob og máli sínu tíl stuðnings bendir hann á mynd af gamaUi konu sem situr á stól inni á heimitt sínu og útskýrir að það hafi tekið hann og aðstoðarmann hans hátt í tvo klukkutíma að fá að taka mynd af henni. Aðra mynd bendir hann á, af Rob Hornstra eldri manni, og segir: „Þessi leyfði mér að taka mynd af sér, fyrir utan húsið sitt. Hann vfldi ekki hleypa mér inn. Mér finnst íslendingar lok- aðir og eins og þeir vUji bara að gest- ir sjái ytra byrðið. Líkt og það vUl halda að manni landslagsmyndum í stað þess að sýna hið raunverulega mannlíf." Sýning Robs Homstra er byggð á þátttöku hans í evrópsku ljós- myndaverkefni á vegum Inter- national Photography Research Network við háskólann í Sunderland í Englandi, en Þjóðminjasafn íslands var samstarfsaðUi að verkefnmu í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.