Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 21
Menning DV FÖSTUDAGUR 3. MARS2006 21 Hvalir nýttir á Ijóðrænan hátt Hvalaafurðir Á þessari frumlegu sýningu eru afurð- irnar nýttar til listsköpunar. í sýningarsal Listaháskólans í Laugarnesi, Kubbnum, verður um helgina innsetning unnin úr hvala- afurðum. Að sögn er hvalurinn þar nýttur á ljóðrænan hátt og skynfæri sýning- argesta virkjuð; sjón, bragð, heym og snerting. Nýting hvalsins á ljóð- rænan hátt Hvalaverkefnið er verk Hönnun- arhópsins GroupG, en hópurinn samanstendur af þriðja árs vöru- , hönnunarnemum við Listaháskóla íslands. GroupG fór með sýninguna út til Japans og Suður Kóreu á síð- asta ári og sýndu þau með Designers Block á 100% Design á Tokyo Design Week og On/Off Design í Seoul. Fyrirlestur um ferli og ferðalag hvalaverkefnisins verður í fyrir- lestrasal Listaháskólans í Laugar- nesinu í dag kl. 16, en sýningin verður opnuð klukkustund síðar. Sýningin verður síðan opin á laugardag og sunnudag kl. 13-17. Það var fullt útúr dyrum í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið. Eftirvænt- ing í loftinu og ekki minnkaði hún þegar þingkonurnar skálmuðu á svið, hvít- ar eins og mjöll, með mismiklar rauðar rákir eða rauð sjöl á herðum. Þegar litla Lúsían á Sikiley forð- um, sem sænska lúsían heitir eftir, var skorin í tvennt af hermanni, blæddi henni og því ber lúsían ávallt rauðan linda. Konurnar hvít- klæddu með rauðu táknin báru merki hinna þjáðu en jafnframt voru þær boðberar vonar og kær- leika. Á sviði Borgarleikhússins fóru íslenskar alþingiskonur með texta Evu Enslers um píkuna sem aldrei hefur mátt neftia á nafn eða yfirleitt leiða hugann að. Þuríður Backmann góður grínari Leikverkið er samansett af stutt- um frásögnum og skiptir því í raun ekki máli hvort ein manneskja er á sviðinu eða margar. Nú háttar því þannig til að um fleiri sýningar verður ekki að ræða, það var bara þessi eina og þeir sem hefðu viljað sjá Þuríði Backmann í hlutverki grínleikkonu, Siv Friðleifsdóttur ískra í stunum, Gunnu ö rymja eða heyra Drífu Hjartardóttur þenja brjóstið í aríustunu valkyrjunnar, verða því miður bara að bíða betri tíma. Reyndar er það ekki vitlaus hugmynd sem upp kom í rabbi meðal fólks að sýningu lokinni, að skella bara strax í næsta deig og sýna þennan leik öðru sinni. Leikrit þetta hefur farið sigur- för um heiminn og þykir henta vel til þess að vekja athygli á þeim viðbjóði sem ofbeldi gegn stúlk- um og konum er. Hér birtust kon- ur sem allir landsmenn heyra og sjá í öðrum hlutverkum en þess- um. Maríu Ellingsen, leikstjóra verksins, tekst hér meistaralega að feta sporin erfiðu í samsetn- ingunni, það er, þegar um svo mishæfa leikara er að ræða. Pontan góð æfing fyrir sviðið Þó svo að alþinginskonur séu vanar að standa í pontu og og ýmist berjast eða þræta fyrir gjörðir sínar og annarra, þá er ekki þar með sagt að hver og ein geti sleppt sér í fang leiklistargyðjunnar eins og ekkert sé. Sú var nú engu að síður raunin. Þau atriði sýningar- innar sem virikilega þurfti á slerk- um leik að halda voru i góðum höndum. Kolbrún Halldórsdóttir sýndi að hún hefur engu gleymt í löngum smellnum mónlóg og eins lifnaði textinn um fórnarlömb nauðgana í Kosovostríðinu meist- aralega í meðferð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Jónína Bjartmarz lagði hér einnig nokkuð góðan grunn að nýjum atvinnuferli í ein- Sif Friðleifsdóttir og Katrin Júl íusdóttir Tala um píkuna sem aldrei hefur mátt nefna á nafn eða yfirleitt leiða hugannað. tali sínu um hinn mikla ást- mann Sigtrygg sem hún hafði rekist á í Melabúðinni. Enginn er ósýnilegur Sýningin var öll túlkuð yfir á táknmál og þó túlkarnir tveir, þær Eyrún Helga Aradóttir og Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, ættu aðeins að virka eins og texti yfir á táknmálið, þá sýndi nærvera þeirra og lifandi látbragð, baðaðar hvítri birtu, að svartklædd vera í þögn er svo sann- arlega ekki ósýnileg. Hér var vitaskuld um leiklestur að ræða og hefði kannski mátt æfa meira svo sýningin hefði orðið hreyfanlegri. Nokkrar áberandi þingkonur, sem gaman hefði verið að sjá, voru uppteknar á öðrum vettvangi, Þorgerður á Indlandi og Valgerður í Álveri og nokkrar aðrar í ® ferðalögum. Eftir að sýningunni lauk féllu rauðar blöðrur úr neti í loftinu, al- þingismenn risu úr sætum og fóru hver með sína setningu um mikil- vægi baráttunnar og forseti íslands var útnefndur píkuvænsti forseti veraldar. Gott framtak um mikil- vægt málefni. Ellsabet Brekkan Kanaskríll í Keflavík Á morgun verður, í Duus-hús- um í Reykjanesbæ, haldin lands- byggðarráðstefna Félags þjóð- fræðinga á íslandi, Sagnfræðinga- félags Islands og heimamanna. Ráðstefnan ber yfirskriftina: „Gaman er að koma f Keflavík." Margir fræðimemi flytja áhuga- verð erindi og má þar nefna Egg- ert Þór Bernharðsson sagnfræð- ing, en hann ræðir um dægurtón- ' list, erlend áhrif, bandaríska her- inn og „Völlinn." Erindi Gests Guðmundssonar félagsfræðings heitir Kanaskríll í Keflavík: Amer- íkanisering, þjóðmenning og sjávarselta í íslensku rokki. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, ætlar að tala um áhrif bandaríska varnarliðsins á mannlíf á Suður- nesjum, neyslu, dægurmenningu, málfar og samskipti kynjanna. Sigrún Jónsdóttir Franklín, þjóð- fræðingur og leiðsögumaður, seg- ir frá sagnamenningu á Suður- nesjum. Karl Jóhann Garðarsson, sagn- ffæðingur, heldur erindið: Þjóð- t hollir starfshættir: Líf og dauði menningar og frelsis með innreið erlendra dægurlaga. Kristín Ein- arsdóttir þjóðfræðingu flytur pistil sem heitir: Þau minna á fjallavötnin fagurblá: Um dægur- lagatexta og samfélag á Suður- nesjum. Þór Tjörvi Þórsson, sagn- fræðingur, talar líka, en hans fyr- irlestur heitir: Vegir liggja til allra I átta. Hljómar og upphaf út- rásar íslenskra tónlistarmanna. Ýmislegt fleira verður á dagskrá á ráðstefnunni. Eggert Þór Bernharðsson sagn- fræðingur Á ráðstefnunni ætlar hann að tala um dægurtónlist, erlend áhrif, bandaríska herinn og„Völlinn“. Conradíkilju Hjá Máli og menningu er kom- in út í kilju Nostromo eftir Joseph Conrad í þýðingu Atla Magnús- sonar. Sögusvið verksins er hið ímyndaða strandríki Costaguana í Suður-Ameríku, á róstusömum tímum heimsvalda- og nýlendu- stefnu. Charles Gould ræður yfir silfumámu sem hann erfði ffá föð- ur sínum. Hann verður heltekinn af því að bjarga silfrinu úr klóm gjörspilltrar ríkisstjórnar landsins og leitar til Nostromos eftir aðstoð. Nostromo er af ítölskum ættum, alþýðuhetja sem allir treysta og telja óspilltan með öllu. En silfrið nær líka tökum á Nostromo og það hefur afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. í þessari mögnuðu sögu er lýst margslungnum persónum í ijöl- þjóðlegu samfé- lagi sem er í stöðugri mótun, allt logar í átök- um; uppþot, of- beldi og spilling em daglegt brauð. Jafn- hliða er fengist við sígild eftii; spillingarmátt valds og græðginnar - og ekki síst hvers ástin má sfn í samfélagi þar sem slflc öfl ná yfir- höndinni. Joseph Conrad (1857-1924) er einn áhrifamesti rithöfundur heimsbókmenntanna. Áður hefur komið út eftir hann á íslensku skáldsagan Innstu myrkur (Heart of Darkness), en eftir þeirri bók gerði Francis Ford Coppola hina rómuðu kvikmynd Apocalypse Now. Nostromo er eitt mikilvæg- : astaverkJosephsConradsog skyldulesning fyrir alla sem unna klassískum bólönenntum. eph Conrad Conrad fjallarm.a.um ástina og græðgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.