Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Blaðsíða 17
rxv Sport FÖSTUDAGUR 4. MARS 2006 17 Verða Svíar sviptir ís- hokkígullinu? Svo gæti farið að karla- landslið Svía í íshokkí verði svipt ólympíugullverðlaun- um sínum sem það vann til í Tórínó í síðustu viku. Sænska íshokkísambandið ákvað að sniðganga mót- töku sem sænska ólympíu- nefndin hafði skipulagt. ís- hokkísambandið hélt í staðin sína eigin hátíð á Borgaratorginu sænska ólympíunefndin hefur nú stefnt íshokkísambandinu fyrir athæfið. Náist ekki sáttir í málinu verður því vísað til alþjóðaólympíu- nefndarinnar en sam- kvæmt reglum hennar gæti svo farið landsliðið yrði svipt verðlaunum sínum. Úrslit leikja í gær KNATTSPYRNA KARLA Reykjavíkurmót karla f knattspyrnu Víkingur-Fram 0-2| 0-1 Þorbjörn Atli Sveinsson (34.) 0-2 Ingvar Þór Ólason^g.) K A R L A R ICELAND EXPRESS Höttur-Skaliagrímur Grindavík-Njarðvík Hamar/Selfoss-Þór Keflavík-Fjölnir {R-Haukar Snæfell-KR 87-89 116-112* 87-85 97-91 83-80 59-63 Staðan Njarðvík Keflavík KR UMFG Skallagr. Snæfell IR Fjölnir Ham./Self. Haukar Þór Höttur 20 16 4 20 16 4 20 14 6 20 13 7 20 13 7 20 12 8 20 10 10 20 8 12 20 7 20 4 20 4 20 3 13 16 16 17 1175-1467 1731-1572 1674-1556 1736-1638 1674-1513 1669-1589 1694-1730 1806-1834 1578-1778 1641-1773 1575-1754 1527-1989 32 32 28 26 26 24 20 16 14 8 8 6 K O N U R ICELAND EXPRESS Haukar-KR r 103-51 | Fram vann í gær sigur á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að hafa unnið Vikinga í úrslitaleik, 2-0, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Af leiknum að dæma ætla Safamýrarpiltar ekki að staldra lengi við í 1. deildinni og má einnig vera ljóst að Víkingar þurfa að gera betur ef liðið ætlar að halda sínu sæti í efstu deild í sumar. Bikarar á loft GunnarSigurðsson og Helgi Sigurðsson lyfta bikurunum á loft eftir sigur i Reykjavikurmótinu igær. .... ______DV-mýnd Valli — , i >1 i S f : |V V Jl ‘ i rör m j: ' ;,| í É jl íjiú— i V :‘Æ j. IIS Ji j j 1 Það er greinilegt að Framarar koma vel stemmdir til leiks á íslandsmótinu í vor en liðið, undir stjórn Ásgeirs Elíassonar, virðist vel mannað og ekki síður vel skipulagt. Undirbúningsmót sem þessi hafa þó sjaldan gefið rétta mynd af gengi liðanna á sjálfu íslandsmótinu en engu að síður er Reykjavíkurmeistaratitillinn gott veganesti fyrir sumarið. Leikurinn var opinn og skemmti- legur en þama áttust við lið sem bæði færðust milli deilda á árinu. Fram féll vitanlega í 1. deild í haust á sama tíma og Víkingar unnu sér sæti meðal þeirra besm. Það var þó ekki að sjá að Framarar væru í næstu deild fyrir neðan andstæðinginn því þeir höfðu tögl in og hagldimar í leiknum lengst af. Eftir um hálftímaleik lét Víkings- vömin loksins undan er Þorbjörn Atli Sveinsson fylgdi eftir föstu skoti Viðars Guðjónssonar sem Ingvar Þór Kale náði ekki að halda. Það var svo undir lok fyrri hálfleiks að annað mark Framara leit dagsins ljós. Grétar Sigurðsson braut á Fielga Sigurðssyni er hann var að sleppa inn fyrir vöm Víkinga en Grétar getur þakkað íyrir að Helgi var búinn að missa boltann er brotið átt sér stað og slapp hann því með gult spjald. Ingvar Þór Ólason skoraði hins vegar beint úr aukaspymunni. Andri og Hans á bekknum Það var einkar athyglisvert að sjá að tveir bestu menn liðsins síðasta sumar, Andri Fannar Ottósson og Hans Mathiesen, vom á bekknum og komu inn á í hálfleik. Greinilegt er að Ásgeir Elíasson hefur næga valkosú í sínum mannskap. Andri Fannar átú einmitt skalla að marki eftir glæsilegan undirbúning Helga á 65. mínútu en Grétar Sigfinnur varði á línu. Grétar sjálfur átú svo skot í stöng Fram-marksins skömmu síðar. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir þetta en sigrinum var þó aldrei ógnað. „Það er alltaf gaman að vinna úúa og þó að um æfingamót sé að ræða fer maður í alla leiki úl að vinna, sérstaklega úrslitaleik sem þennan," sagði Helgi Sigurðsson, fyrirliði Fram, efúr leikinn. „Við höfum nú spilað fullt af æfingaleikjum og ég hef ekki enn séð neitt lið sem er betra en við. Þó skal ekki dæma þetta of fljótt en við reynum að halda okkar striki og þá tel ég okkur vera með mjög gott lið.“ Ingvar bestur Ingvar Þór var besú maður Fram í leiknum og þó svo að Helgi hafi ekki skorað í gær má vera ljóst að hann á eftir að skora þau mörg mörkin í sumar. Vfkingar spiluðu ágætan bolta á köflum en nýttu þó færin sín skelfi- lega. Stundum fór boltinn frá víta- teigsboganum nær homstönginni en sjálfu markinu en oftast fjöruðu sóknir Vfldnga einfaldlega út. Amar Jón Sigurgeirsson var sprækur, sér- staklega framan af, en annars stóðu fáir upp úr. eirikurst@dv.is Alfreð Gíslason fékk sig lausan undan samningi við Magdeburg Alfreð ráðinn landsliðsþjálfari í dag? Alfreð Gíslason mun að öllum lík- > indum taka við ís- lenska landslið-1 inu í handknatúeik í dag. Alfreð stað- festi í samtali við heimasíðuna handball-welt.de í gær að hann væri búinn að fá sig lausan undan starfssamningi sínum við Magdeburg en honum var vikið úr starfi snemma á nýju ári. Alfreð átti að fá laun út samn- ingstímann, fram á sumar árið 2007 en hefur nú komist að samkomulagi við félagið. Hann vildi þó ekki staðfesta að hann muni taka við íslenska landsliðinu í samtali við fyrr- greinda vefsíðu og það vildi Guðmundur Ágúst Ingvarsson ekki heldur gera þegar DV Alfreð Gísla- son Næsti landsliðsþjálfari Islands? Sport ræddi við hann í gær. Ætla má þó að þeir hafi rætt saman í gærkvöldi og verður það væntan- lega aðeins formsatriði að ganga frá samningum um að Alfreð taki að sér þjálfun íslenska landsliðsins fram yfir HM í Þýskalandi sem fer fram í janúar árið 2007. Um sumar- ið tekur Alfreð svo við liði Gum- mersbach en hann skrifaði undir samning þess eðlis í haust. Mönnum er því enn spurn hvaða lausn HSÍ ætlar að finna á þjálfaramálum landsliðsins hvað lengri tíma varðar. Ekki er ólfldegt að Alfreð verði með aðstoðarmann með sér sem gæti þá tekið við lið- inu sem aðalþjálfari þess þegar Al- freð snýr aftur til Þýskalands. Þar verða líklegustu kandídatar að telj- ast Geir Sveinsson, Dagur Sigurðs- son og Óskar Bjarni Óskarsson. eirikurst@dv.is JC’Jf M M MW3 G. Tomasson eht • Súöarvogi 6 kUUWll .com • sími: 577 6400 • www.hvellur.com esnum Qrænum • hveiiuf@hveiiur.com í vetur Ný tæki - Betra verð! SLENDEBTONE m-. Qn|l ' SLfNDtSTONE- .. (««11 * IFIIÆX IC.9UU.- HREYSTÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.