Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006
Lífið DV
ífiáii
ÍiiiSil
'Rúmlega 1000 manns hafa ferðast með Reykjavík loftbrú frá því
sjóðurinn var stofnaður vorið 2003. Skilyrðin fyrir styrk eru að
hafa spilað á Iceland Airwaves eða Jazzhátíð í Reykjavík
Rumlega 1000
m<inn$ með loft
bru Styrkjum •'/ út
hlutað mónaðar-
ItHJrj.
manns meö loftbnú
„Svo lengi sem þú flytur út íslenska túnlist sem er
'frambærileg, áttu möguleika á styrk,“ segir Svanhildur
Konráðsdóttir um verkefnið Reykjavík loftbrú. „Það eru
Reykjavíkurborg, Félag íslenskra hljómlistamanna, Stef
og Icelandair sem hafa myndað loftbrúna, en nýlega
bættist við Félag hljómplötuútgefenda" segir
Svanhildur um verkefnið.
1000 manns með loftbrú
„Okkur taldist að frá vori 2003 til ára-
móta 2005 hafi um 1000 manns ferðast
með loftbrúnni," segir Svanhildur um
virkni sjóðsins. Til þess að geta fengið
styrk frá sjóðnum þárf sá hinn sami að
hafa komið fram á Icpland Airwaves eða ,
Jazzhátíð í Reykjavík. En það undir-
strikar enn frekar mikilvægi Iceland
Airwaves hátíðarinnar íyrir ís-
lenska tónlistarmenn.
„Þetta virkar þannig að
Reykjavíkurborg og félaga-
samtökin þrenn leggja til fjár-
magnið. Icelandair leggur
svo til helmings afslátt af far-
gjöldum og 100 kíló í yfir-
vikt.“ Svanhildur segir að
verkefninu hafi verið tekið
gríðarlega vel og sé alltaf að
styrkjast.
Fyrir alla landsmenn
Svanhildur segir að styrkir frá sjóðnum séu ekki ein-
skorðaðir við Reykvíkinga þótt að hann beri nafnið
Reykjavík loftbrú. „Það er þriggja manna verkefnar
stjórn sem kemur saman mánaðarlega og velur
hverjum skuli úthluta styrkjum. Ásamt mér eru í
henni Jónatan Garðarsson og Addí Ólafsdóttir,"
segir Svanhildur og bendir á að það sé einnig
óvenjulegt að sjóður úthluti styrkjum mán-
aðarlega.
„Það er hreinlega erfitt að sjá fyrir
hvernig þetta virkaði áður en loftbrúin
varð til." Svanhildur segir að velgengni
loftbrúar hafi einnig orðið til þess að
samtök fleiri listamanna vilji taka upp
svipaða sjóði og að ýmis verkefni séu
í deiglunni.
Svanhildur segir að hægt sé
að fá upplýsingar um loftbrú
með því að hringja og hafa
sambánd við Reykjavíkur-
borg eða einhver af félaga-
samtökunum. Einnig er
hægt að fá upplýsingar á
www.icelandair.is.
aígelr@dv.is
UMSAGNIR TÓNUSTARMANNA
„Ég held að ég hafi fullnýtt
mér allar loftbrýr síðastliðin
þrjú ár,"segir Örn Elías betur
þekktur sem Mugison.
Þegar ég spilaði á
Hróarskeldu gat ég
tekið með mér fullt af
aukaliði því þau splæstu á
karlinn. Þetta er frábært fyrir
svona trillukarla eins og mig."
„Loftbrúin hefur bara látið þetta verða að
’ veruleika hjá okkur. Þeir eru með ákveðinn
ikílófjölda innifalinní
styrknum, þannig að maður
^sleppur við að borga
firvikt af búnaðinum.
Sem er alveg frábært.
IÞetta er bara orðið
’ nauðsynlegur partur
afíslensku tónlistarlífi,
’ segir Búi Bentsen
. gítarleikari Brain Police.
//
„Mínar skoðanir á loftbrú eru
bara góðar. Þetta hefur
rofið vissa einangrun fyrir
okkur og aðra. Þetta
hefur líka einfaldað
hlutina mikið og skilar
öllum góðum
hlutum," segir
Ragnar Kjartansson
söngvari Trabant.
„Þetta er bara bráðnauðsynlegt
vegna þess að við erum svo
einangruð hérna á þessari
\eyju," segir Ágúst Bogason
iJanMayen.
ersvodýrtað
og yfirviktin er
dýrari, þannig
þetta er klárlega
nauðsynlegt."
Hún hefur hjálpað okkur al
gríðarlega mikið. Gott hjá
þeim að gefa þessa
yfirvikt og þetta breytir
öllu varðandi útrás og
annað. Þetta er allt
frábært, nema kannski að
aðrir fá þetta líka. Það
væri best ef við sætum
bara einir að þessu," segir
Bjarni Magnús Sigurðsson
gíarleikari Mínus.
Þaö verða glysrokktónleikar á Nasa í
kvöld
DÚNDRANDIR0KKAÐ
' DRIFSKAFT Á NASA
„Ég er söngvari Drifskafts," mölina til að spila á dansleik á
segir Steini sem kemur frá Nasa í kvöld. Drifskaft er glys-
Blönduósi en er kominn hingað á rokkhljómsveit að norðan sem
Drifskaft sam-
anstendur af
glysrokksgeð-
sjúklingum.
steig fyrst á stokk á Þjóðhátíð í Eyj-
um í fyrrasumar. „Glysrokkið er
fokkingvinsælt á Blönduósi," segir
Steini. Hljómsveitin sem liitar upp
fyrir Drifskaft er heldur ekki af
verri endanum. Það er hljómsveit-
in f svörtum fötum sem er talsvert
óKk sveitinni Drifskaft. Strákamir í
í svörtmn fötum eru þekktir fyrir
reglusemi - „Aumingjaskap," - að
sögn Steina, meðan Drifskaft er
þekkt fyrir óheilbrigt líferni. „Við
erum jú bestir á balli, en lélegastir í
partíum," segir Einar Öm Jónsson
liljómborðsleikari í|svörtum föt-
um.
Hljómsveitin Drifekaft kom til
Reykjavíkur með rútu á fimmtu-
daginn og hélt þá blaðamanna-
fund á BSl. „Þetta fór allt úr bönd-
unum," segir Steini. „Böddi, gamli
söngvarinn okkar, kom þama og
ég þurfti að berja hann."
í kvöld verður tekið á því á Nasa
og verður fróðlegt að sjá hvemig
þessum hljómsveitum kemur sam-
an. „Við verðum að vera með sér
baksvið," segir Steini sem verður
án nokkurs vafa í banastuði í
kvöld.