Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Blaðsíða 23
Helgarblaö DV LAUGARDAGUR 18. MARS2006 23 Kristján Ingimarsson er eini karlmaðurinn á sviðinu í sýningunni Átta konur, en hann var kallaður frá Danmörku til að taka að sér hlutverkið og beinlínis skrifaður inn í verkið. Hann leikur hinn myrta sem í upphaflega leikritinu liggur dauður í rúminu sínu allan tímann. í uppfærslu Þjóðleikhússins er fórnarlambið gætt lífi og með sérstæðum leikstíl Kristjáns, sem er hreint út sagt engum líkur, heppnast þetta afskaplega vel. i Kristján Ingimarsson Er með sitt eigið leikhus í Danmörku en var skrifaðurinn iAtta stelpurí Þjóðleikhúsinu. Með nyjan stil nn engum líkun Kristján í sólóatriði með Lollu Krist/rín ferákostum og túlkai hlutverk sitt med látbragfU og dansi. Kristján syngur og dansar, leikur sér með leikmuni og leikmynd enda hefur htmn sérhæft sig í mjög sér- stökum og óhefðbundnum stíl. „Þetta heitir ekki neitt," segir hann hlæjandi þegar hann er beð- inn að útskýra í hverju sérstaða hans felst. „Þetta er bara minn stfll, tækni sem ég hef viðað að mér úr dansi, látbragði, þöglu myndunum, bardagaíþróttum og trúðsleiknum svo eitthvað sé nefnt. Ég er búinn að fara í þrjá mismunandi skóla og hef tileinkað mér á hverjum stað það sem hefur passað mér.“ Kristján rekur sitt eigið leikhús þar sem hann er búsettur í Vording- borg í Danmörku en hann hefur hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar ytra og fengið styrki frá danska rík- inu. Velgengni í Danmörku „Leikhúsið mitt heitir Neander og er bara ég,“ segir hann. „Ég er svo með ákveðinn hóp af fólki í kringum mig sem ég hef kynnst og ráðið til mín í gegnum þessi stykki sem ég hef verið að gera. Fyrsta Neander-sýningin mín var sólósýn- ing og svo fékk ég fjármagn í fram- haldi af henni til að gera stærri sýn- ingu og svo aftur og aftur." Ertu þá frægur í Danmörku? „Nei, nei, ég er ekki frægur. En þeir sem hafa áhuga á annars konar leiklist vita sjálfsagt hver ég er. Mér hefur gengið mjög vel og ég hef get- að nýtt mér sérstöðu mína sem út- lendingur í Danmörku. Ég er að bjóða upp á eitthvað nýtt og það fylgir því ný orka sem er af hinu góða.“ Leggur sjálfan sig til Hvað leggur þú til í þessari sýn- ingu sem er umfram það sem aðrir leikarar hefðu ráðið við? „Ja, hvað á ég að segja? Ég er í rauninni að leggja sjálfan mig til og vonandi að koma með eitthvað al- veg nýtt. Þegar við hittumst í fyrsta skipti varðandi þessa sýningu, ég, stelpumar og Edda, var strax greini- legt að við gætum lært ýmislegt hvert af öðm. Við byijuðum á að þær sýndu mér hvað þær vom að gera og svo fór ég á gólfið og impró- víseraði svo þær gerðu sér einhverja hugmynd um það sem ég geri. Það er svo erfitt að útskýra það með orðum. Ég vinn með frjálsari túlkun á hlutunum og hef fleiri möguleika því ég þarf ekki að vera fastur í text- anum. Ég get leikið mér mjög frjáls- lega með efnið. Ég nýti líka það sem er í kringum mig, bæði leikmynd og leikmuni, og bý til stemmingar. Ég hef til dæmis verið notaður í hefð- bundna leiklist en samt í skrýtin hlutverk, eins og til dæmis Kaliban í Shakespeare, sem er óffeskja. Hana fékk ég að skapa á minn eigin hátt." Margt sem kemur á óvart í sýningunni Kristján segist hafa notið æf- ingatímabilsins til hins ýtrasta því þetta sé honum ný reynsla. „Þetta er svo skemmtilegt leikrit og býður upp á svo marga möguleika. í upp- runalega verkinu kemur karhnn sem ég leik ekkert við sögu nema dauður í rúminu sínu, en við höfum valið að hafa hann sprelllifandi á sviðinu til að túlka samband hans við allar konurnar. Þær hafa allar sóló í verkinu og í þeim atriðum af- hjúpa þær sjálfar sig og kariinn ekki síður sig. Hver og ein veit voða lítið um samband hans við hinar kon- umar en þar kemur ýmislegt á óvart. Ég fer inn í öll þessi hlutverk og óhætt að segja að þar fari maður með margar grímur. Þetta hefur verið frábær og skemmtileg reynsla því ég hef ekki fýlgst mikið með leikhúsheiminum hér heima. Það er líka alveg nýtt fyrir mér hvernig hefðbundið leikhús er búið til því ég hef mest verið i mínum eigin verkefnum og þegar ég hef komið heim hef ég farið beint heim til Akureyrar og slakað á þar.“ Ákvað að gera það sem hjartað bauð mér Kristján fann danska eiginkonu sína einmitt í heimabæ sínum, Ak- ureyri, en hún fék hann með sér til Danmerkur þar sem hann hefur búið síðan. „Fram að því hafði ég ekkert leikið nema eitthvað smávegis með áhugaleikhópnum Sögu fyrir norð- an. Ég var mest að dunda mér í hljómsveitabransanum og vinna við hitt og þetta og fór líka í háskól- ann þar sem ég fann mig engan veginn. Um það leyti sem ég fór til Dan- merkur var ég búinn að ákveða að vera hreinskilinn við sjálfan mig og gera það sem hjartað bauð mér, sem var leildistin." En hvemig kom samstarfið við Eddu til? „Ég kom hingað með farandsýn- ingu sem ég gerði með ítölskum leikara og við vorum með gestasýn- ingu í Þjóðleikhúsinu sem heit- ir Listin að deyja og vakti milda lukku. Svo kom ég og tróð upp á Grímunni þannig að Edda hafði einhverja hugmynd um hvað ég var að gera og hafði bara samband." Auðskiljanlegt listform Hefur þú algjöra sérstöðu í leik- húsheiminum eða er einhverstaðar verið að gera eitthvað hliðstætt? „Þetta er mjög sérstætt, líka í Danmörku. Það er kannski einhver svona sena í gangi í Evrópu þar sem „intemationaT-leikhópar ferðast um. Það er alltaf að koma meira og meira svona leikhús án orða, al- þjóðlegt leikhús sem er auðvelt að ferðast með og miðla kúltúr og öðru. Þar tala allir sama tungumál- ið, þetta líkamlega og myndræna, og það færist í vöxt að blandað sé saman dansi og leik. En nákvæm- lega það sama og ég geri? Nei, ég held ekki." Gerir þetta form meiri kröfur á áhorfandann? „Nei, þetta er einmitt mjög auð- skiljanlegt. Það þarf ekki miídð til að allir skilji, enda nota ég myndlfldng- ar sem allir þekkja. Það svfnvirkar." Leikhús með boðskap Það er margt spennandi fram- undan hjá Kristjáni þvi hann er að flytjast tÚ Akureyrar með fjölskyldu sína í byrjun júm'. „Ég á þrjú börn, átta ára tvíbura, strák og stelpu, og einn tveggja ára. Við ætlum að vera á Akureyri í tvö ár og þar mun ég leikstýra Dönum sem eru á leiðinni til mín. Svo er ég á leið til Ítalíu með sýningu og það sem er kannski enn meira spenn- andi er sýning sem ég fer með til Brasilíu. Það er í fyrsta skipti sem við förum með sýningu út fyrir Evr- ópu. Svo fékk ég peninga til að gera alveg nýja sýningu sem verður frumsýnd í Kaupmannahöfn 7. mars 20Ó7 og þá sýningu ætla ég að búa til á Akureyri og flytja til Kaup- mannahafnar. Þá mun ég líka setja upp sýningu aftur sem ég var með í Konunglega leikhúsinu og heitir Blowjob." Erótísk sýning? „Tja, nei, ekki beint, en hún fjall- ar um hraða þjóðfélagsins sem Ifldst óneitanlega hröðu kynlífi og stórri fullnægingu." Eru verkin þín þá samfélags- ádeilur? „Já, annars væri ég ekki- að gera þetta. Ég er að skrifa mína eigin hluti og alltaf það sem brennur heitast á mér. Þegar mér finnst ég vera búinn að segja það sem ég hef að segja, þá hætti ég í leiklist." Hvað brennur áþér núna? „Hvert heimurinn er að fara. Trúarbrögðin. Verkið sem verður frumsýnt 2007 fjallar um endur- komu frelsarans. Hvað það er sem við trúum á í raun og veru og hver er raunverulegur frelsari." Þú hefur fengið lofsamlega dóma fyrir allt sem þú hefur gert í Danmörku og styrki frá ríkinu, ertu að meika það? Ég er ekki að meika það nema verkin mín hafi áhrif á fólk. Það er það sem skiptir máli." edda@dv.is telur að Olga sé ekki metin að verðleik- um.„Hún hefurverið tryggurþjónn 115 dr og sinnt þörfum allra fjölskyldumeð- lima I hvívetna. Þviskyldi hún ekki mega eiga sitt privatllfeins og aðrir?" Undirferli undlr sakleysislegu yfirborði Nlna Dögg leikur Katrfnu.yngri dóttur- ina d heimilinu. Hún þykist vera sak- leysið uppmdlað en er lævis og undir- förul undir niðri. Fyrsta hugsun dagsins aö segja upp Birna Hafstein leikur Lovísu, húshjdlp- ina kynþokkafullu. Hún d við dkveðin raddvandamdl að striða en hefur þó bein í nefinu. Það fyrsta sem Lovlsa hugsar þegar hún vaknar d morgnana eraðsegja upp! Prívatlíf og ekkert múður Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Olgu, rdðskonu fjölskyldunnar. Ragnheiður I Elegant húsfreyji I lifir tvöföldu lifí/ I Margrét Þorgeirsdó I leikur Guðnýju, húsi I una d heimilinu. Hú I egant og án efa kve I friðust iþessum mis I hópi að eigin sögn. I I lifir þó tvöföldu lifi o iekki eftir neinu! I Föst í óhamingjusvaðinu I Ólafía Hrönn leikurÁgústu en I hún hefur einhverstaðar I stöðvast á þroskaferlinum. „Hún rnerir sig á óhamingju sinni og er mjög háð mömmu sinni. Hún er eins og persóna i I bók Steinunnar Sigurðardóttur sem verður fyrir ástarsorg, og reynir ekki að haida áfram heldur festist ióhamingjupoll- I inum," segir Lolla. Vafasöm fortíð Margrét Vilhjálmsdóttir ieikur Mar- íu sem er með vafasama fortið og hræðilega slæm- an maga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.