Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDACUR 18. MARS2006 Fréttir 0V Stimpillögin felld úrgildi Lesendur Þennan dag árið 1766 felldi breska þingið ársgömul stimpillög úr gildi sem höfðu kveðið á um að allir opinberir pappírar, dagblöð og bæklingar í Bandaríkjunum skyldu bera sérstakan skatt. Tekj- urnar sem af þvf hlutust vógu upp á móti kostnaði við að halda úti breska hernum í Bandaríkjunum. Lagasetningin vakti mikla reiði og lentu sumir skattinnheimtumenn í því að vera tjargaðir og fiðraðir af reiðum nýlendubúum. Afram héldu Bretar þó að auka skattbyrð- ar nýlendubúanna og fyrr en varir I dag Útsendingar fyrstu útvarpsstöðvar landsins hófust á þessum degi 1926. Forvígismaður var Ottó B. Arnar símfræðingur. Félagið lagði upp laupana rúmu ári síðar þegar rekstrargrundvöllur var ekki lengur fyrir hendi. «£. |;• ® /$3|' if l Thomas Jefferson Leiddi Bandaríkjamenn I frelsisstríðinu. voru komnir skattar á nánast allt sem kom frá Bretlandi til Ameríku. Var þar til að mynda skattur á pappír, blý, gler og te. Þessir at- burðir juku áhyggjur nýlendubúa af tilætlunum breska þingsins og var sem olía á eld þeirra átaka sem seinna leiddu til upphafs bandaríska frelsisstríðsins. Úr bloggheimum Allir geta ráðist á fsland „Herinn er að fara... og mér er aiveg skítsama. Eða samt ekki...jú kannski smá. Ég var að velta einufyrirmér...það getur hvaða þjóð ráðist á okkur núna og við höfum ekkert til að verja okkurnema Bandarikjamenn i þúsundum kllómetrafjarlægð. Nato hef- ur engar þotur efeitthvað kemur upp á Noröurlöndunum. Og ég tala ekki um völlinn mar... allt fólk- ið fer aftur til US. Og hvað með Wendy's? Hvað með allar kanamellurnar? Hvað með trcik and treat sem ég fór alltafá þegar ég bjó I Njarðvlk? Þetta á eftir að vera hræðilegt... Mér líst ekkert á blikuna. tsland erá leiðinni til helvltis." BoðiLogason - bodi.mis.is Svartir í sænskutíma Fórslðan um daginn I minn fyrsta sænskutlma, en erum við 4út- lendingar I liðinu sem voru settir I sænskutlma. Eigum við að fara 2var / viku I þessa sænskukennslu [...] Þannig við 4 erum þarna saman komnir, allir svartir og nettir (ég tel mig allavega vera svartan að innann) til að reynað læra þetta stórskemmtilega tungumál. Reyndar er ég farinn að skilja sænskuna sona þokkalega og slðan er ég einnig far- inn að reynað bulla mig eikkvað áfram I henni - en tala ég sona semi skandena- vísku, blanda sænsku, dönsku, Islensku og ensku saman I einn graut og kemur þá út þessa stórskemmtilega tungumál mitt sem erörugglega óskiljanlegt.." Emil Hallfreðsson - Emmlhall.com Bllastæðaverðir eru mýs „Efþað er einhver stofnun sem mér llkar illa við I minni ástsælu borg þá erþað bllastæðasjóður. Nú hafa þessir kollegar mlnir haft afmér 5000 krónum á einum mánuði og verð ég að segja að mér er ekki skemmt. Bllastæðaverðirnir eru eins og litlar mýs og er saklausum borgur- um ekki sýnd nein miskunn. Manni er ekki óhætt að svo mikið sem skreppa inn I verslun til að skipta Ismámynt fyrir stöðu- mælinn án þess að iðjusamur bllastæða- vörður sjái sér leik á borði og laumi sekt- armiða undir þurrkublaöið hjá manni." Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir - blog.central.is/lovisa2 Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta I Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Herstöðin verði túristaþorp Þór Jóhannesson telurlslandi best borgiðsem 51sta fylkiUSA. íbúi á Suöumesjum skrifar Nú eru allir að velta því fyrir sér hvað verði um herstöðina á Miðnes- heiði. Á svæðinu eru veitingastaðir, verslunarmiðstöð, sundlaug, kvik- myndahús, keilusalur og barir, fyrir utan íbúðabyggingar. í ljósi þeirra staðreynda, að ferðamannastraum- urinn til íslands er alltaf að aukast og mörg flugfélög millilenda í Kefla- vík á leið sinni vestur um haf og öf- ugt, væri tilvalið að nýta þetta svæði til að byggja upp ferðamannastað með hótelum þar sem hægt er að bjóða upp á alla þá þjónustu sem ferðamenn þarfnast. Þarna eru veit- ingastaðir, verslanir með íslenskum vörum, heilsuheimili fyrir þá sem vilja nýta sér Bláa lónið og lækn- ingamátt þess. Nú skilst mér að Reykjanesbær ætli sér að reisa sædýragarð á Suð- urnesjum. Bláa lónið er til staðar og svo ætlar bæjarfélagið að búa til vík- ingasafn með öllu tilheyrandi. Ég tel J Bláa lónið Lesandi j 5egir að Suðurnesin I hafi upp á margt I spennandi að bjóða 3 fyrir ferðamenn. isþ/s' ■*' '-£5> ‘ j '* I * 3 * S * * *&('£s> rí^jm ■ Vesturbæingurinn segir Sjálfstæðis- að Reykjanesið geti í náinni ffamtíð boðið upp á mjög spennandi val- kosti fyrir ferðamenn sem vilja heimsækja land sem er á miðjum skilum Evrasíuflekans og Amer- íkuflekans; eldvirkni, jarðhiti, ein- stök náttúrufegurð, hreint loft og í rauninni óteljandi möguleikar til að eiga einstakt og öðruvísi frí. Nýtum okkur þetta einstaka tækifæri og með þessu gætu Suðurnesjamenn háft atvinnu- og viðskiptatækifæri og næg atvinnuskapandi tækifæri til þess að þurfa ekki að sakna her- stöðvarinnar og atvinnunnar sem fólk hafði þar áður. Ríkisstjórnin höfð að fíflum Sigrún Siguröardóttir skrifar: Nú held ég að allir íslendingar sjái hvað Davíð Oddsson og ríkis- stjórnin eru búin að láta hafa sig að miklum fíflum. Þegar hann sem for- sætisráðherra tók þá ákvörðun ásamt öðrum ríkisstjórnarmönnum að styðja innrás Bandaríkjahers í írak, þá þorðu þeir ekki annað af ótta við að styggja bandaríkjastjóm alla hermenn í brott frá fs- landi leggja niður her- stöð- verið friðarsinnar em búnir að fá það orð á sig um heimsbyggðina að vera hlynntir stríði. Ég held að núna þegar Bandaríkjaher fer frá landinu eigum við að lýsa yfir ffiðaráædun íslendinga og biðja íraka og alla heimsbyggðina afsökunar á að hafa gert þau mistök að styðja innrásina í Irak. Haldið til haqa Einhver mglingur varð á les- endabréfi sem birtist í blaðinu þriðjudaginn 14. mars þegar nafn- ið Kristinn Snæland var birt yfir pistíinum „Ofsóknir gegn reyking- arfólki". Pistilinn skrifaði Harald- ur Diego en ekki Kristinn Snæ- land, lflct og haldið var fram. Nú verðum við Islendingar að vígbúast í fyrsta skipti í sögu sjálf- stæðis okkár. Það liggur í augum uppi að þegar herinnn ffá Banda- rflcjunum fer að vamir okkar em engar. Við eigum ekki séns í yfir- vofandi óvini okkar eins og Norð- menn, Svía, svo ég tali ekki um Dani. Það liggur f augum uppi að fyrrum herraþjóðir okkar hljóta að berjast um að hertaka okkur og gera að sfnum þegnum. Danirem með öflugan her sem getur ráðist á okkur frá láði og legi og úr lofti, þótt langt sé að fara. Sama á við um Norðmenn og Svía þó að styttri sé leið þeirra. Ég er að minnsta kosti skít- hræddur, titra alveg, og þá sér í lagi yfir Dönum því ef við pælum í því þá veittu þeir okkur aldrei sjálf- stæði. Það vita allir að við nýttum okkur tækifærið og hrifsuðum sjálfstæðið til okkar þegar Hitíer hertók Danmörku. í alvöru talað! Hvað eigum við að gera þegar vinir okkar og vemd- arar frá Bandaríkjunum fara? Fyrir mína hönd segi ég, og grátbið, „elsku Búsi og Condólísa Grjón, ekki yfirgefa mig og mína þjóð! Sjálfstæðið sem þið veittuð okkur og hafið ávallt verið stór hlutí af, sjálfstæðinu sem í raun hefúr mátt kalla „hálfsjálfstæði" því þjóð ykkar hefúr deilt því með okkur frá upphafi. Gerið okkur frekar að 51sta rfld USA svo við eig- um möguleika gegn fyrrum herra- þjóða á innrás. Ég segi bara, eins og þið segið, please, please help me. Eða vom það Bítíamir?" „Laibach er ekki svarið heldur spuming,“ segir Ólafur B. Þórsson menningarfr ömuður. Ólafur stendur í ströngu þessa dagana við að skipu- leggja tónleika slóvensku hljómsveit- arinnar Laibach sem spilar á NASA 22. mars. „Laibaich var stofnuð 7 dögum eftir dauða Titos einræðisherra í Júgóslavíu. Laibach stóð fyrir ein- staklingshyggjuna í einræðisríki. Með tónlist sinni og sviðsframkomu tóku þeir sér ákveðið vald. Það leiddi til þess að verk þeirra vom fljótlega bönnuð. Sviðsframkomu þeirra, textana og nafnið á hljómsveitinni töldu slóvensk yfirvöld vera tabú. Nafiiið Laibach er þýsk þýðing á Lubjiana, höfuðborg Slóveníu. Með þessari nafngift voru þeir að vekja upp fortíðardrauga frá seinni heim- styrjöldinni, en Þjóðverjar réðu þar lögum og lofum á þeim tíma." Ólafur segir að Laibach flytji tón- á Ramstein og Ham list sína jafitan í slóvenskum herbún- ingum. Á sínum ú'ma fór það mjög fyrir brjóstið á júgóslavneskum yfir- völdum. Einkennisbúningar em tákn valdsins sem yfirvöld ein telja sig hafa. „í textum Laibach er talið niður. Þeir telja niður til endaloka heims- ins," segir Ólafur. „Fyrir utan frábæra sviðsfram- komu og góða texta flytur Laibach kynngimagnaða rokktónlist sem hef- ur haft áhrif á tvær kynslóðir í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir hafa einnig haft mikil áhrif á hljómsveitir eins og Nine Inch Nails, Marilyn Manson, Ramstein, að ógleymdum okkar ást- kæm HAM." Ólafur telur að Balkansskaga- stríðið hafi haft mikil áhrif á tónlist Laibach. „Ef fólk vill upplifa rosalega sviðsframkomu og kröftuga tónlist em Laibach-tónleikarnir nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara." Ólafur er ekki hættur að kynna mörbúann fyrir slóvenskri menn- ingu. í apríl verður kynning á sló- venskri matargerð og vináttuskák- mót íslendinga og Slóvena verður haldið seinna í vor. „Slóvenía er miklu vestrænna land en íslendingar gera sér grein fyrir. Nálægð þeirra við Austurrfld hefur haft mikil áhrif á menningu þeirra. Eitt sem Slóvenar þekkja jafn vel og Islendingar er hvemig það er að búa undir erlendu valdi. Eins og ísland fékk Slóvama fyrst sjálfstæði á 20. öldinni, eftirBalkansskagastríðið. Þá höfðu þeir ekki þekkt sjálfstæði í 1200 ár." Ólafur erfæddur og uppalinn I Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Þors Fannars Ólafssonar og Oddnýjar Ólafsdóttur. Ólafur er menntaður kY.ikmy"‘!®9®rð*', . maður. Hefur mest starfað við eigin verkefni og garðyrkjustorf. Mikið skaksém.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.