Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 4
KROFUGERÐ OG
MEGINTILLÖGUR FÍS
Um sérkjarasamning
1. Röðun starfa í launaflokka.
F.Í.S. gerir þær kröfur að öll starfsheiti félagsins hækki um 4—6 launaflokka. Einnig að breyt-
ingar verði á einstökum starfsheitum m.a. með hliðsjón af nýrri reglugerð um iðnfræðslu.
í nýgerðum aðalkjarasamningi er kveðið á um það að við röðun starfa í launaflokka skuli
að megin stefnu miðað m.a. við „kjör launþega er vinna við sambærileg störf samkvæmt öðrum
kjarasamningum “.
Nýlega var lögð fram bráðabirgðaskýrsla launakönnunarnefndar BSRB og ríkisins (hluta-
skýrsla). Kemur þar fram að kauphækkanir til iðnaðarmanna og verkstjóra frá júlí 1980 til
júlí 1981 hafi verið miklum mun hærri en hjá samsvarandi hópum innan BSRB eða 55—75%
ámeðant.d. ll.lfl. BSRB hækkaði aðeins um44%. Þegar borin eru saman lægstu laun iðn-
aðarmanna hjá ASÍ og BSRB í þessari skýrslu munar 4 launaflokkum ASÍ í vil og samanburður
á launum hæstu iðnaðarmanna sýna að BSRB-menn eru sem svarar 5 launaflokkum neðar en
meðallaun sem ríkið greiðir til allra rafvirkja er fá laun skv. töxtum Rafiðnaðarsambandsins.
Samanburður sem F.Í.S. hefur gert og fylgir hér með í línuritum staðfestir þennan mikla
launamun og jafnvel enn meiri, svo sem eftirfarandi dæmi sýna:
a) símsmiðir með 5 ára starf eru í 10. lfl., símvirkjar og símritarar í 11. lfl. en rafiðnaðarmenn
á launum sem svara til 18.—20. lfl. og er þá ekki tekið með í reikninginn sér-álög eins og t.d.
álag til rafiðnaðarmanna, sem vinna við viðhald á tölvum og gagnavinnsluvélum 10, 20 eða
30% eftir atvikum;
b) verkstjóri verkamanna sem tekur laun skv. samningum F.Í.S. og BSRB er í 9. lfl. eftir 5 ára
starf á meðan verkstjóri verkamanna hjá Símanum í samskonar starfi á samningum verk-
stjórasambaadsins er með laun sem svara til 13. lfl.;
c) munur á launum verkstjóra iðnaðarmanna á töxtum verkstjórasambandsins og verkstjórum
tæknimanna innan F.Í.S. samsvarar a.m.k. 4—8 launaflokkum, og munurinn er jafnvel
enn meiri ef borið er saman við ríkisverksmiðjurnar;
d) laun tækniteiknara innan F.Í.S. eru sem svarar 4—6 launaflokkum neðar en laun tækni-
teiknara skv. samningi FTT og FFRV.
Samanburður launakönnunarnefndar BSRB og ríkisins á launum skrifstofumanna og banka-
manna sýnir launamun upp á 21—22% skrifstofumönnuin innan BSRB í óhag, en það samsvarar
5—6 launaflokkum og er þá rétt að undirstrika að skrifstofumenn innan F.Í.S. eru talsvert
lægri flokkaðir en meðaltal skrifstofumanna í BSRB.
í samningaviðræðum um aðalkjarasamning nú fyrir áramótin gaf fjármálaráðherra ákveðin
fyrirheit um leiðréttingu í sérkjarasamningum félaganna á þeim launamun, sem væri á milli
félagsmanna BSRB og annarra launþega. Jafnframt kom fram hjá honum að ríkissjóður stæði
2 SÍMABLAÐIÐ