Símablaðið - 01.02.1982, Page 14
Við yUjum lifa eins og annað fólk
Það er allt og sumt — hvorki meira né minna.
Síðan fyrstí fundur samninganefndar F.Í.S. um yfirstandandi sérkjarasamninga, var haldinn
14. janúar hefur mest öll starfsemi félagsins okkar miðast við það.
Með þessu blaði hyggjumst við kynna símafólki stöðuna eins og hún er í kjaramálum,
þannig að hver einasti félagsmaður geti metið hana sjálfur.
Hverjir ákveða stefnuna?
En hver er staðan í dag?
í aðalkjarasamningi BSRB og ríkisins fyrir
rúmum mánuði síðan var samið um nýtt orða-
lag á grein 1.4.1. í aðalkjarasamningi en hún
hljóðar nú svona:
Við röðun starfa i launaflokka skal að meg-
instefnu miða við:
— núverandi röðun
— kjör laúnþega er vinna við sambærileg
störf samkvæmt öðrum kjarasamningum.
— kröfur sem gerðar eru til menntunar,
ábyrgðar og sérhæfni starfsmanna.
Engin starfsmaður skal lækka í launum frá
því sem nú er.
Það er ekki aðeins að þessi grein sé breytt.
Hún markar einnig stefnuna í kröfugerð
okkár.
Það hefur alltaf verið stefna F.Í.S. að félag-
ið færi með samnings- og verkfallsrétt sjálft.
Að við gætum komið með sjálfstæðar kröfur
og við síðan gert samninga um kaup og kjör
eftir að við hefðum metið það sjálf félagsmenn
F.Í.S. hvort við vildum búa við það sem biðist
eða ekki. Þessu er nú ekki að heilsa. Farvegur-
inn er mótaður af stjórnvöldum sem ekki hafa
viljað veita okkur sama rétt og öðrum stéttum.
Þá er bara að taka aðstæðum og berjast af ein-
urð og festu. Svo er það ykkar að meta hvort
svo sé og bæta um betur þar sem þurfa þykir.
Skýrslan
í sérkjarasamningum F.Í.S. og SFR við fjár-
málaráðherra í árslok 1980 voru ákvæði um
að gera samanburð á kjörum félaganna og
annarra. Síðan varð samkomulag um að skipa
nefnd þar sem BSRB skipaði 2 fulltrúa i nefnd-
ina og fjármálaráðherra 2. Af hálfu ríkisins
voru valdir Steingrímur Pálsson, starfsmaður
fjármálaráðuneytisins og Guðmundur Karl
Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar en af hálfu
BSRB þeir Björn Arnórsson, hagfræðingur og
Skúli Halldórsson kennari.
í byrjun janúar var svo skýrsla þessarar
nefndar lögð fram „Bráðabirgðaskýrsla launa-
12 SÍMABLAÐIÐ