Símablaðið - 01.02.1982, Page 15
könnunarnefndar BSRB og ríkisins“. í
skýrslunni kemur m.a. fram mikill launamun-
ur á launakjörum iðnaðarmanna er vinna á
töxtum sinna félaga hjá ríkinu og launum iðn-
aðarmanna ríkisins í 9. eða 10. launaflokki.
Það kemur fram í skýrslunni að meðallaun
þeirra er vinna skv. taxta Rafiðnaðarsam-
bandsins eru hliðstæð 20. lfl. BSRB og raf-
virkjar RARIK eru með laun hliðstæð 18. til
19. lfl. BSRB. Það kemur fram að þeir sem
taka laun skv. taxta Verkstjórnarsambands ísl.
eru með laun er svara til 21. og 22. lfl. BSRB.
Þegar borin eru saman laun skrifstofufólks
BSRB og bankamanna kemur í ljós að þar er
munurinn 21—22% (og enn meiri þegar laun
talsímavarða og skrifstofufólks F.Í.S. eru
skoðuð).
Þessi munur staðfestir það sem talsmenn
F.Í.S. hafa haldið fram í umræðu um kjara-
mál.
Eitt er það í þessari skýrslu sem vekur hvað
mest athygli, en það er hið mikla stökk, sem
iðnaðar- og verkstjórnarstéttirnar taka fram
úr sambærilegum stéttum hjá BSRB milli ár-
anna 1980 til 1981. ASÍ hóparnir hækka um
55—75% á meðan 11. lfl. BSRB hækkar um
44%.
Það skal tekið fram að laun miðast við
40 st. vinnuviku í skýrslunni.
Megum við hafa vonir?
Er þá ekki staðan góð með breyttri grein
1.4.1 í aðalkjarasamningi og skýrslan komin
fram?
— Við skulum vona það. Það er ekki hægt
að banna okkur að hafa vonir. Ekki mun
standa á okkur í samninganefnd F.Í.S. að
vinna að málinu.
Við þessar upplýsingar má bæta að niður-
stöður kjararannsóknarnefndar ASÍ og VSÍ
eru rétt ókomnar (hafa nú reyndar verið það
síðan í fyrra). Það hefur fréttst að þær stað-
festi þann mikla launamun sem hér hefur verið
skýrt frá.
Á fundi með samninganefnd BSRB 4. des-
ember hafði fjármálaráðherra Ragnar Arnalds
góð orð um það að launakjör BSRB yrði að
vera í hæfilegu samræmi við það sem er á al-
mennum markaði og að þar sem kjörin væru
mismunandi þyrftum við að setja okkur að
leiðrétta það á ákveðnu tímabili.
Við sem vinnum í kjaramálum vitum að
hæfilegt samræmi mælist ekki í tugum pró-
setna þegar rætt er um laun heldur einingum
og að ráðherra á væntanlega við tímabil sem
hann hefur ráð á þegar hann talað um tímabil.
Þannig er þetta allt jákvætt fyrir okkur þegar
við hugsum til leiðréttinga á okkar kjörum.
Hér í gamla daga þegar launalög voru og
opinberir starfsmenn höfðu einir lífeyrissjóð
og veikindafri þá var talið eðlilegt að BSRB-
menn hefðu 10% lægri laun en annað launa-
fólk. Nú hefur sem betur fer annað launafólk
áunnið sér flest þau réttindi sem við höfðum
þannig að þessi 10% hljóta að hafa minnkað
niður í svo til ekki neitt. (afsakið — ég er ekki
með skattgreiðslur opinberra starfsmanna og
jreirra sem taka laun á almennum vinnumark-
aði inni í myndinni).
— Nu er sannanlegur launamismunur 20%
og það yfir.
— Skýrslur liggja frammi
— Fögur orð hafa verið sögð.
— Vonir gefnar í atkvæðagreiðslu um aðal-
kjarasamning BSRB.
SÍMABLAÐII)