Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.02.1982, Page 17

Símablaðið - 01.02.1982, Page 17
Viðtöl við símamenn Um kjaramál Á næstunni munu einstök félög innan BSRB gera svokallaða sér-kjarasamninga við fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Símablaðinu þótti forvitnilegt að kanna hug símamanna um kjaramál almennt og sendi blaðamenn til að kanna málið. Hér á eftir birtast viðtöl blaða- manna við fulltrúa hinna ýmsu starfshópa Stofnunarinnar. Óli Gunnarsson, yfirsímritari við Ritsímann í Reykjavík Símabl: Hvað finnst þér um kjaramálin í dag? Oli: Almennt sagt um launakjör opinberra starfsmanna, þá eru þau í mikilli lægð í dag. Til þess liggja ýmsar ástæður, svo sem skerðing vísitölu og einnig rýr eftirtekja í síðustu samningum. Símabl: Nú voru samningar BSRB samþykktir með meiri hluta atkvæða. Álítur þú að fólk almennt hafi verið ánægt með það sem boð- ið var? Óli: Nei, síður en svo. Ég held að þessi niður- staða atkvæðagreiðslunnar um samningana endurspegli ekki neina ánægju með kjörin. Afstaða mjög margra sem léðu samningun- um jáyrði sitt, mótaðist af verkfallsótta, þ.e.a.s. fólk er orðið fast í vítahring afborg- ana og þorir ekki að voga því að rjúfa keðj- una. Það er svo annað mál, að sé engu vogað í launaþaráttunni, þá er hætt við að árang- urinn verði seint viðunandi. Óli Gunnarsson Símabl: í hverju er starf þitt fólgið og hvaða menntunar krefst það? Óli: Starfsheiti mitt er eftirlitsmaður með sím- ritun. Grunnmenntun er 2 ára loftskeyta- skóli og síðan eru tvö námskeið í Póst- og símaskólanum, um 700 tímar, ef ég man rétt. Ég starfa á Ritsímanum í Reykjavík við al- hliða skeytaþjónustu. í þessu starfi er fólgin afgreiðsla skeyta við útlönd og innanlands- og telexafgreiðsla ýmis konar og veður- skeytaþjónusta. Almennt má segja, að starf þetta krefjist mikillar nákvæmni og einþeit- ingar. Einnig má benda á, að aðeins einn maður er á næturvakt hverju sinni og verður því að ráða fram úr hverju þvi máli sem upp kann að koma, einn og sér. Símabl.: í hvaða launaflokki ert þú? Óli: Ég er í 14 lfl. og hefi starfað hjá Símanum í tæp 15 ár. Símabl: Þekkir þú einhvern sem vinnur sam- bærilegt starf og veistu hvaða laun hann hefur? Óli: Allur samanburður er alltaf dálítið erfið- ur. En vísa má til launa flugumferðarstjóra, sem eru himinhátt fyrir ofan okkar laun, en einmitt í þeirri stétt eru margir loftskeyta- menn. Einnig má benda á, að ríkið semur við flugumferðarstjóra. Símabl: I hvaða launaflokki telur þú að þitt starf ætti að flokkast? Óli: Að meðaltali þurfa símamenn að hækka um 5—6 flokka gegnumsneitt. Það eru óhrekjandi samanburðartölur til fyrir því, að opinberir starfsmenn hafa dregist langt aftur úr í launum ef litið er til almenna launamarkaðarins. En þá kem ég aftur að því, að til að árangur náist í kjarabaráttunni, þá geta menn þurft að fórna nokkru um stundarsakir. Það fæst ekkert fyrirhafnar- laust og hefir aldrei fengist. SÍMABLAÐIt)

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.