Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 18

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 18
Mvnd frá Innheimtunni. F.v: Ágústa F. Hafberg, ívar Helgason, Jóhann Guðmundsson, Þór- unn Tómasdóttir, Elín Gunnarsdóttir, Guðný Hjartardóttir og Kristjana H. Guðmundsdóttir. Símablaðið hafði tal af starfsfólki Innheimtu Bæjarsímans í Reykjavík og leitaði álits þess á nýafstöðnum kjarasamningum og launamálunum í dag. Hér fara á eftir nokkur framlög til umræðnanna: Við erum öll mjög óánægð með samning- ana, var samhljóða svar starfsfólksins, en nokkur ný atriði sem komu fram í samningum og fólk treysti á að kæmi til framkvæmda, hafa örugglega stuðlað mjög að samþykkt samningsins. Þá hefir „jólagjöfin“ svokallaða, gert sitt til að unga fólkið gaf jáyrði sitt. Opinberir starfsmenn hafa yfirleitt sterka þjóðfélagskennd og líta á heill þjóðar sinnar sem sína eigin. Því vildu margir leggja á sig auknar byrðar til skamms tíma, ef það mætti verða þjóðarskútunni til hjálpar. En laun opin- berra starfsmanna eru í heild það ónóg að fólk getur ekki tekið á sig meiri byrðar, en það hefir nú þegar gert. Fólk áleit líka, að það myndi ná betri kaup- mætti með samningum, en með því að fara í verkfall. Það er vitað mál af fenginni reynslu undan- farinna ára, að verkföll eru eina málið sem við- semjendur okkar skilja. Verkfall hlýtur ætíð að vera neyðarúrræði, en hvað á að gera ef sanngirnismál nást ekki fram með samningum? Nú eru sérkjarasamningar fram undan og þá hljóta störf okkar og laun hér í Innheimt- unni að koma til endurmats, vegna breyttra starfshátta síðustu ár. Starfsfólkið hér er allt of lágt flokkað, þegar litið er á hin ábyrgðar- miklu störf sem það hefir undir höndum. Gjaldkerar Innheimtunnar vildu gjarna fá þá leiðréttingu, sem þeir áttu að fá samkv. munnlegu loforði, þegar þeir byrjuðu að borga út laun árið 1974. Þá er áreiðanlegt að það hef- ur haft mjög mikil áhrif á kjör okkar, þegar starfsheitinu gjaldkeri var breytt í féhirði, en okkar starf gert að starfi skrifstofumanns, en ' ætti að vera féhirðir II. Samkv. Aðalkjarasamningi er hámark starfsaldurshækkana 13 ár. Það virðist ekki sanngjarnt, að fólk sem hefir eytt mestum hluta starfsævinnar hjá sömu stofnun, eigi ekki möguleika á launahækkunum í sama starfi eftir að 13 ára markinu er náð. Þessu verður að breyta. Ámi Jóhannsson, starfar á Skrifstofu Bæjar- símans í Reykjavík. Símabl.: Hvað finnst þér um nýafstaðna samninga og kjaramálin í dag? Árni: Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með samningana í heild, en er þess fullviss, að 16 SÍMABLAÐIÐ vafaiaust hefðu menn verið harðari og óeft- irgefanlegri við samningagerð, ef þeir hefðu ekki borið fullt traust til orðheldni viðsemj- enda sinna. Samkv. Aðalkjarasamningi 11. des. 1981, segir í 6. grein, gr. 1.4.1, að við röðun starfa í launaflokka skuli miðað við m.a.:

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.