Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 21
dugar þetta ekki til. Svæðið stækkar og fyr-
tækjum fjölgar og ekki hefur mátt fjölga
starfsmönnum á undanförnum árum. Það
er eðlilega mjög þrýst á okkur af þeim sem
við seljum vinnu að hraða verkefnum. Þó
starfsmenn séu góðir og vinni langan vinnu-
dag dugir það ekki til.
Símabl: Nú er talað um að skera niður yfir-
vinnu.
Ögmundur: Ekki veit ég hvar það á að vera.
Það hlýtur að vera einhversstaðar þar sem
unnin er atvinnubótavinna. Það er ekki
gert hér.
Símabl: Hvernig fannst þér útkoman úr samn-
ingunum í desembermánuði?
Ögmundur: Það var lélegur samningur.
Símabl: Hvað telur þú að þurfi að koma til
þeirra er vinna svipuð stjórnunarstörf og þú
út úr sérkjarasamningunum?
Ögmundur: í það minnsta 6 launaflokkar.
Örn Sverrisson
Starf: Línumaður
Laun: Efsta þrep 8. lfl. kr. 6.829.-
Símabl: í hverju er þitt starf aðallega fólgið?
Örn: Ég starfa við uppsetningu og flutninga á
símum í heimahúsum.
Símabl: Þegar þarf að flytja síma frá einum
stað til annars þarf þá að skrúfa tvær skrúf-
ur eins og maður heyrir í „starfslýsingum
almennings“?
Örn: Þetta er alger misskilningur. Við þurfum
að fara í tengihús og tengiskápa í línukerf-
inu og tengja þar og mæla línur. Við þurfum
að framkvæma slík störf á mörgum stöðum
oft á tíðum áður en við komum að því húsi
sem tækið er flutt í eða sett upp nýtt. Hinn
almenni notandi sér mest lítið af okkar
störfum og hefur mjög villandi hugmyndir
um það.
Símabl: Hvernig lýst þér á nýgerðan aðal-
kjarasamning?
Örn: Illa. Ég samþykkti hann ekki. Hann full-
nægir alls ekki kröfum mínum um það sem
mér finnst ég eiga að hafa í laun.
Símabl: Hvað telur þú að laun þín eigi að
hækka mikið í sérkjarasamningunum?
Örn: Um það bil 6 launaflokka til þess að vera
Örn Sverrisson
eitthvað í líkingu við það sem menn hafa í
svipuðum störfum á almennum vinnumark-
aði.
Símabl: Svo er það ein aukaspurning. Áttu
einhverja fyrirvinnu?
Örn: Já — konan mín vinnur úti hálfan dag-
inn og fær svipað kaup og ég fæ fyrir 8 tíma
vinnu.
Á teiknistofu Stofnunarinnar hitti blaða-
maður Margréti Árnadóttur, fulltrúa, Helgu
Gunnarsdóttur yfirteiknara og Bergljótu Sig-
fúsdóttur tækniteiknara og spurði þær hvort
þær væru ekki ánægðar með launin. Eftir þrí-
raddað nei krafði blaðamaður þær um skýr-
ingar.
Helga: Ég vil í fyrsta lagi geta þess að tækni-
teiknari hér byrjar í 8. lfl. og eru laun þar
Kr. 6.188,- Eftir 1 ár hækkar hann í 2. þrep
sama lfl. eða Kr. 6.564,- Síðan koma smá-
vægilegar hækkanir eftir 4 ár og 5 ár eða í
lfl. 9.2 og 9.3. Eftir það er engin hækkun
fyrr en eftir 15 ára starfsaldur. Þá kemst
SÍMABLAÐIÐ 19