Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 24

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 24
Guðrún Björnsdóttir vinnumarkaði. Það er eins og einhver leynd hvíli yfir launum þar. Ég þekki stúlkur sem hafa orðið að skrifa undir þagnarheit varð- andi laun sín. Þó hefur okkur tekist að draga upp nokkra mynd af ástandinu. Ef við lít- um á stóru fyrirtækin fyrst, þá eru kjörin hjá S.Í.S. sennilega svipuð og hjá bönkun- um, nema hvað þar er unnið á vöktum, þ.e. frá kl. 8—13 og 13—19, eða 271/2 tími á viku. Hjá Eimskip vildi starfsmannastjóri ekki gefa beinar upplýsingar um laun en upplýsti þó að laun samkvæmt samningi BSRB væru töluvert lægri en þeir greiddu. Sömu sögu er að segja um Flugleiðir. Ef að við snúum okkur að smærri fyrirtækj- um þar sem hugsanlega er aðeins ein stúlka við skráningu, förum við að tala um nokkuð hærri tölur eða alvörukaup. Ein stúlka fór héðan til verslunarfyrirtækis og byrjaði þar á launum sem samsvara 22. lfl. BSRB. Önn- ur fór til stærra fyrirtækis og fær þar um 13.000 kr. í laun sem jafngildir 26.—27. lfl. BSRB. Hjá bókhalds- og endurskoðunar- fyrirtækjum fundum við engan starfsmann við tölvuskráningu undir 9.000 krónum. (16. lfl., 3. þrep). Svona litur myndin út og þú getur ímyndað þér hvers vegna við erum ekki ánægðar. Símabl: Hvað segið þið um síðustu kjara- samninga? Guðrún: Það var svolítið komið til móts við Ingunn Sigurpálsdóttir unga fólkið með smávægilegum tilfærslum á starfsaldursmörkum og fengu þá sumir persónuuppbót og 1 lfl. Ég get hins vegar ekki séð að neitt hafi verið gert fyrir eldra starfsfólk. Það tekur því ekki að tala um þessi 3.25%. Þau eru fljótétin. Eini ljósi punkturinn er 6. grein samningsins þar sem segir að miða skuli laun og kjör við aðra kjarasamninga um sambærileg störf. Þvi miður brýtur ríkið alltaf kjarasamninga skömmu eftir að þeir hafa verið undirritað- ir, t.d. með vísitölufikti eða með því að standa ekki við það sem segir í 6. greininni, sem ég nefndi áðan en hún hefur verið oft áður í samningum. Þó að fastar sé að orði kveðið núna um ákvæði í þessari grein, er ég ekki vongóð um mikla kjarabót. Það virðist vera betra að treysta Jóni Jónssyni úti í bæ þegar kjarasamningar eru gerðir. Ég mundi fagna samningi sem líktist þeim sem bankamenn hafa. Ingunn: Ég er sammála Guðrúnu. Við erum ekki að biðja um einhver ævintýraleg laun sem greidd eru úti í bæ, við viljum bara fá það sem almennt gerist. Svo að við höldum okkur bara við ríkisfyrirtæki, þá væri bankasamningurinn mikil bót. Þetta er lýj- andi starf og alls staðar er barist fyrir styttri vinnutíma við tölvuskráningu og víðast hvar í heiminum er hann styttri en hjá okkur. Símabl: Er „bónuskerfi“ hugsanlegt? Guðrún: Ég mæli ekki með því heilsunnar 22 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.