Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.02.1982, Síða 30

Símablaðið - 01.02.1982, Síða 30
málaflokkunum og hagsmunasamtökum er nær eingöngu í höndum karla og þeir eru ríkj- andi við aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Launamismunur karla og kvenna á hinum almenna vinnumarkaði leiðir í ljós takmarkað gildi, lagalegra réttinda og margvíslegt launa misrétti er við lýði þó landslög kveði á um annað. Launað starf er einn sá grunnur, sem lífsaf- koma okkar byggist á og á því byggjum við þá skoðun okkar að réttur til launaðrar vinnu sé mannréttindi. Það hlýtur því að vera lágmarkskrafa að störf séu ekki svo lágt launuð að vonlaust sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim launum sem í boði eru. Ragnhildur Guðmundsdóttir FRETTIR Skoðanakönnun um úrsögn úr BSRB? Mikil óánægja er meðal Símamanna með kaup og kjör. Þeim finnst að samninganefnd BSRB hafi haldið illa á málum í tveim síðustu aðalkjarasamningum. Svohljóðandi tillaga kom fram og var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi félagsráðs F.Í.S. föstudaginn 29. janúar 1982: Félagsráð F.Í.S. ályktar að fela fram- kvæmdastjórn F.Í.S. að íhuga að láta fara fram skoðanakönnun innan F.Í.S. um hugsan- lega úrsögn úr BSRB með það fyrir augum að F.Í.S. taki að sér öll samningamál um kaup og kjör félagsmanna sinna. Skoðanakönnun þessi verði gerð sem fyrst. Undarlegt fólk í Danmörku í fyrsta tölublaði Ásgarðs er frétt um það að póst- og símamálastjórinn í Danmörku hafi verið settur frá vegna sívaxandi vandamála við Póstinn. í sama blaði er skýrt frá því að sam- gönguráðherrann hafi sagt að auka mætti af- köst starfsfólks. Félag póst- og símamanna mótmælti. Taldi orð ráðherra ómakleg. Og ráðherrann sagði af sér. Ja-hérna. Það er undarlegt fólk í Danmörku að láta ráðamenn vera ábyrga gerða sinna og orða. 28 SÍMABLAÐIÐ Átta hundruð línu símastrengur úr sambandi Átta hundruð línu strengur er bilaður í Hafnarfirði. Norðurbærinn er úr sambandi. Viðgerð er hafin. Var einhver að tala um að banna yfirvinnu? Það yrði skrautlegt ef streng- ur færi úr sambandi í miðbænum í Reykjavk á föstudagskvöldi. ATH. Strengurinn bilaði á sunnudegi. Sbl. 1.2.82.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.