Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 7
• V1'-' KASSARNIR HEITA ÚTTANS OG BLADE SIAYER OG ERU MEÐ FJÚRUM LEIKJUM HVOR. ■ _________________________________________ BUDíSlAm &BORGÓTTANS FJUIR FYMR RfTT VERD „Ég eyddi miklum tíma og mörgum fimm- tíuköllum í að mastera spilakassa á gullaldar- árum Spilatorgs, Fredda, Tralla og annarra spiiasala," segir Baldur Bjömsson myndlistar- maður. Um síðustu helgi lauk vel heppnaðri sýningu hans ‘don’t you think this outlaw bit has done got out of hand?* í BANANANANAS. Þar vom í aðalhlutverki tveir spiiakassar, sem hann smíðaði frá gmnni. FJÓRIR LEIKIR í HVORUM „Ég smíðaði kassana og pantaði alls kyns íhluti að utan. Lét gera forrit tii að keyra leikina og svona," segir Baldur en kassarnir eru greinilega vandlega úthugsaðir. f hvorum þeirra em fjórir gamlir, klassískir leikir. Annar heitir Borg Óttans og þar ganga allir leikimir út á það að ná borg úr höndum vondra glæpa- manna. Þar má til dæmis finna leikina Final Fight, Crime City og Captain Commando. Hinn kassinn heitir Blade Slayer og er hálf- gerður fantasíukassi. Með leikjum þar sem hetjan sveiflar sverði og drepur skrímsli og bjargar konum. Á sýningunni var einnig vegg- fóðmð mynd á veggina sem Baldur gerði þar sem sést innrás vélmenna í borg og nakinn maður sem horfir á. TECH-SUPPORT FYLGIR „Þetta em allt ofbeldisleikir og nafhið á sýningunni endurspeglar inntak þeirra og það sem er í gangi í kringum okkur,“ segir Baldur en þeir gestir sem kíktu á sýninguna í BANAN- ANANAS festust jafnan í spileríi, enda leikirnir flestir klassískir og þmsugóðir. Ef áhugi er fyrir hendi eru kassarnir til sölu. „Að sjálfsögðu er þeir til sölu. Viðmiðunar- verðið er 175 þúsund en það má ræða það. Það er upplagt fyrir fyrirtæki eða stofrianir að hafa kassana í kaffiteríunni. Með dflnum myndi lflca fylgja „tech-support”. Ég passa upp á að þeir bili ekki," segir Baidur en þeir sem hafa áhuga á kössunum eða veggmyndinni geta sent honum póst á netfangið of- beldi@gmail.com eða einfaldlega hringt í kappann í síma 616-7921. BALDUR BJÖRNSSON MYND- LISTARMAÐUR SMÍÐAÐITVO SPILAKASSA AF GAMLA SKÓLANUM FRÁ GRUNNI. BALDUR VILL GJARNAN SEUA KASSANA ÞEtM SEM HAFA ÁHUGA. .' 'r . ' _ • Einn góður rúntur Laugaveginn tæmir veskið en gleður hjartað. Þar em margar hönnunarbúðir sem og „second hand“ búðir en um helgar er einnig svokallaður Sirkus markað- ur fyrir aftan samnefndan bar. Þar er hægt að gramsa og finna eitt- hvað við sitt hæfi og prútta um verð eins og í útlöndum. Það er ekkert eins gaman og að dúlla sér niðri í miðbæ á góðum sumardegi. GYLLTIKÖTTURINN KJÓLL5JOO.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.