Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 12
122003-2446.2006 ÞANN 24. JÚNf SÍÐASTLIÐINN VAR HEIMASÍÐUNNI KALLARNIR.IS LOKAÐ. Á ÞVÍ RÚMLE6A TVEGGJA OG HÁLFS ÁRS TÍMABILI SfÐAN SÍÐAN VAR OPNUÐ HEFUR MARGT DRIFH) Á DAGA ÞESSARA DRENGJA, ÞÁ EINNA HELST HÖFUÐPAURSINS EGILS GILLZENEGGERS EINARSSONAR. UPPHAFH) - SNYRTING SLÖNGUSVÆÐIS, STRÍPUR OG TAN Heimasíða drengjanna vakti strax mikla at- hygli þegar hún opnaði um áramótin 2004. Þeir héldu úti bloggi þar sem menn fengu það óþveg- ið, ósmurt og gjörsamiega hrátt. Þar hafði sig hvað mest í frammi Egill Einarsson sem kállaði sig Gillzenegger. Fyrsta árið var heimasíðan á milli tannanna á fólki sem ýmist hataði kallana eða elskaði. Fólk skiptist í tvær fylkingar, með eða á móti. Þeir sem vom á móti voru oftar en ekki þeir sem þekktu þá ekki persónulega. Þeir sem höfðu dálæti á þeim þekktu oftast til þeirra. Á síð- unni var kennt hvemig ætti að snyrta á sér skapa- hárin, hvar ætti að fá sér strípur og hvemig ætti að viðhalda fullkominni ljósabrúnku, eða tani. „VIÐ SPRENGJUM [ KELLINGAR SEM ÞIÐ RÚNKIÐ YKKURYFIR" Viss þáttaskil urðu í félagsskapnum kallam- ir.is þegar meðlimir hópsins birtust á forsíðu Fókus, ári eftir að síðan var opnuð. Yfirskrift við- talsins var „Við sprengjum í kellingar sem þið rúnkið ykkur yfir.“ Þá vom þessir umdeiidu drengir búnir að færa út kvíamar. Nú vom þeir ekki einungis á netinu heldur var boðskapurinn kominn í fjölmiðlana. „Okkur er alveg fyllilega al- vara en auðvitað er líka smá djók í þessu. Annað hvort hatar fólk okkur eða elskar. Það er ekkert þar á milli. Og mér er eiginlega skítsama á meðan teljarinn telur og fólk heldur áfram að heimsækja síðuna," sagði Egill í viðtalinu þar sem hann lét móðann mása. Aður höfðu kaliamir birst í BogB og komið ffam í útvarpsþætti Freysa á X-inu en hvomgt vakti eins mikla athygli og viðtalið í Fók- us enda fyrirsögnin sláandi. EGILL SKRIFAR PISTLA Eftir þetta umdeilda viðtal var boltinn farinn að rúlla hjá kallamir.is, þó einna helst Giilzenegger sem var farinn að skrifa beitta pistla í Fókus á tveggja vikna fresti. Þá fór hann að birt- ast í dálkum eins og „Hvemig hefðurðu það?“, „Hvað liggur á?“ og „Hann segir/ hún segir," svo eitthvað sé nefnt. Samhliða því jókst umtalið og Gilizenegger var orðinn fi'gúra sem allir vissu hver var. Á sama tíma var Egill með þáttinn Kjappinn á Kiss fin sem var á dagskrá á laugar- dögum frá 14-18. Fyrst um sinn einskorðaðist frægð Gillzeneggers við lesendur DV. Fyrr en varði var hann farinn að birtast í föstum dálkum í Fréttablaðinu, á forsíðu Sirkuss og í íslandi í dag. Maðurinn var orðinn frægur með stóm F-i. VILLIWRXTEKINN í GEGN Síðasta sumar gerði Egill Gillzenegger sér lítið fyrir og tók lítinn, bleikhærðan og feitlaginn dreng að nafni VUhjálmur Ámi Sveinsson í gegn frá A til ö. Það átti að gera hann að kalli.is. Fáir höfðu trú á því að Agli myndi takast ætlunarverk sitt en viti menn. Vilhjálmur Ámi, eða Villi WRX eins og hann var jafnan kallaður, sló í gegn og GILLZENEGGERINN VARÐ STJARNA AEINNI NÚTTU 0G GAF MEBAL ANNARS ÚT BÓK. varð eftirlæti allra húsmæðra sem biðu við lúg- EKKIALLIR SÁTTIR VIÐ ENDAL0KIN una á mánudagsmorgnum eftir því að geta fylgst Undanfama viku hafa endalok heimasíðunn- með meikóverinu hans Villa. ar verið mikið í fjölmiðlum því ekki virðast allir BÓK0G SJÓNVARPSÞÁTTUR í byrjun þessa árs snemst hjólin áfram og kallamir.is vom komnir með sjónvarpsþáttinn Kallarnir á Sirkus. í þættinum vom þjóðþekktir einstaklingar teknir í meikóver og þeim kennt að vera „flottir." í því fólst meðal annars kennsla í rómantík sem Geir Ólafsson stór- söngvari hafði umsjón með. Um sama leyti kom út bókin Biblía fallega fólksins eftir Egil Gillzenegger og vakti hún mikla athygli. Þar predikaði Gillzenegger fagnaðarerindi fallega fólksins. Faglærðir bókmenntagagnrýnendur gáfú bókinni ekki háa einkunn og að launum fengu þeir að heyra það frá Agli í pistlum sem hann var þá farinn að skrifa fyrir Sirkus tímarit- ið. Versta útreið hlaut Hávar Sigurjónsson sem Egill sagði vera 60 kg með skólatösku og líta út eins og Woody Allen. FJÖLMIÐLABANN SEM ENDAÐI í ÚTVARPI Egill hafði verið mikið í fjölmiðlum árið 2005 og í kringum páska árið 2006 tók hann þá ákvörðun að fara í fjöl- miðlabann. Það varði þar til hann byrjaði með útvarpsþátt á X-inu 97.7 á vormánuðum. Þátturinn heitir „Með’ann harðan" og er á dagskrá alla laugardaga milli 14 og 17. Þar stendur Gillzenegger í dag og er líklegast V ekkert á leiðinni út úr sviðsljósinu t-:Á þó svo að heimasíðunni www.kalí- amir.is hafi verið lokað. vera á eitt sáttir. Því hefur verið haldið fr am að Jó- hann Ólafur Schröder, betur þekktur sem Partí - Hans, hafi tekið þá ákvörðun einn og óstuddur að loka síðunni en það var hann sem opnaði hana og bjó til frá gmnni. Það verður fróðlegt að sjá hver nið- urstaðan verður í stóra kalla- málinu en ljóst er að ákveðið tímabil hefur mnnið sitt skeið. GILLZENEGGER HEFUR MASSASTMIKIÐÁ ÞESSU TÍMABILI FRÆGBAR 0G FRAMA. PARTÍ-HANSOPNAÐI SÍÐUNA UPPHAFLEGA OGSÁLÍKAUMAÐ L0KAHENNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.