Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 27
SÓDÖMA REYKIAVfK ER PRÓGRAMM SIRKUSS RVKFYRIR NÆSTU DAGA. FYLGDU ÞVf A LEWINNITIL BÆTTRAR HEILSU. SENDU OKKUR PÓSTMED ABENDINGUM UM DRADNAIWSYNLEGA ATBURDINÆSTU HEIGAR A S0D0MA@36S.IS. FfelHDAGURINN 30. JÚNÍ HVERFISBARINN Meistarinn Dj Stef ætlar að gera allt vitlaust á Hverfisbarn- um. Hann verður sveittur í búrinu svo ekki láta ykkur bregða þótt þakið fjúki af. PRIHB Prikið heldur svaka veislu í kvöld eins og sjá má í greininni hér að neðan. Kári, Maggi legó og 4-deck hjá Magic og B-Ruff. Heimalningurinn Dj President Bongo frá Pineapple Records heldur uppi stuðinu og þá er nú von á góðu. Það er alltaf sama góða stemmingin á Vegamótum, kíktu við, fáðu þér gott í gogginn í góðra vina hópi. Svo þegar það færist meira fjör í leikinn er um að gera að dansa undir tónum hins eina sanna Dj Símons. OUVER Það er heitt og sveitt hér í kvöld og enginn ætti að missa af stuðinu. Það er Dj Jóhann Bé sem ætíar að halda uppi massa- stuði þar til yfir lýkur. Stuð og standpína, rassadans og kelen'. HRESSÓ Dj Maggi er maðurinn um kvöldið, hann þeytir skífum þar til allt er orðið vitlaust. GRANDROKK Að sjálfsögðu býður Grandarinn upp á HM í fótbolta en um eftirmiðdaginn á föstudag, klukkan 17.30, er það samt Pub Quiz sem ræður ríkjum. Davíð Þór Jónsson er stjórnandi dags- ins og spurningahöfundur. CAFÉVICTOR Hljómsveitin Nó Pí spilar milli 23 og eitt til að hitta upp fyr- ir nóttina, fimm Carlsberg í fötu kosta 1700 krónur og Hot ‘n’ Sweet er á spottprís. Dj Þröstur 3000 þeytir skífum eftir að Nó Pí eru búnir. KRINGLUKRAlN Hljómsveitin Dans á rósum frá Vestmannaeyjum sér um að allir dansi á rósum í Kringlunni. YELL0 KEFLAVÍK Eigandi staðarins, Atíi, heldur uppi fjörinu sem endranær og laðar fram ljúfa tóna fýrir Keflvíkinga. SÓLON Dj Heiðar Austmann spilar með svokölluðum snilldartökt- um, dillar sér, skratsar og svona má lengi telja. Ekki missa af hönkinu spila góða músík. ^lYlisurjdersIooi NASA „Kíki á Kaffibar, aðeins á Óliver, yfir á Næsta bar. Á röltinu í Reykjavík. Á röltinu ... endalaust," syngja Stuðmenn í nýju lagi sínu með Birgittu Haukdal, Stefáni Karli og Valgeiri Guð- jónssyni. Hersingin verður frumsýnd í Reykjavík nú um helg- ina, nánar tiltekið á NASA á laugardagskvöld. Húsið opnar klukkan 23, miðaverð er 1500 kaU og aldurstakmark 20 ár. YELLO KEFLAVÍK Eigandinn Atli heldur aftur uppi fjörinu á laugardagskvöld og laðar fram ljúfa tóna fyrir Keflvíkinga. PRIKIB Eins og kemur fram hér að neðan verður megastuð á Prik- inu. Fyrst Kári, svo Ellen og Erna, síðan Anna Brá og Óli Hjört- ur og loks Danni deluxe. Er hægt að biðja um meira? KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin Dans á rósum frá Vestmannaeyjum sér um að allir dansi á rósum í Kringlunni. Þröstur 3000 spilar fram eftir nóttu. SIRKUS Það verður boðið upp á plötusnúð frá frelsisstyttuborginni New York á Klapparstígnum í kvöld. Dj Kamilla mætir og sannar sig fyrir fslendingum. 0LIVER JBK & Addi trommari troða upp á Oliver á laugardag. Þar er auðvitað ekki við neinu öðru en góðu að búast. BRJÁLAÐ STUÐ A PRIKINU, 4-DECK 0G ALLUR PAKKINN MmuAifUR. Á laugardaginn byrjar Kári aftur kvöldið um 22 og aftur er boðið upp á viðburðarfkt kvöld og tvo dúetta. Fyrst mæta ofurgellurn- ar Erna og Ellen á svæðið og síðan Anna Brá og Óli. Síðan er það Danni Deluxe sem slútt- ar dæminu af alkunnri snilld. Það er greinilega nóg að gerast á Prikinu þessa dagana. Fljótíega mun annar sumar- diskur staðarins af fjórum koma út. Nú er röðin komin að Gísla Galdri að raða í magn- aða syrpu en um síðustu helgi kom út diskur með syrpu eftir Deluxe. Þriðji diskur- inn verður svo eftir B- Ruff og þann síðasta mun Maggi legó sjá um. Fyrir þá sem velja staðinn til að fara á eft- ir því hvaða plötusnúður spilar hvar, ætti Prikið að koma sterkt inn nú um helgina. Alls spila níu snúðar og byrjar fjörið strax klukk- an 22 á föstudagskvöld með eðalsvölum tón- um dj Kára. Maggi legó tekur við af honum og spilar um miðbik kvöldsins en vinimir Gísli Galdur og Benni B-Ruff ætía að bjóða upp á sjónarspil þegar líða tekur á. Gísli og Benni ætía að ljúka kvöldinu með 4-decki. Það þýðir að þeir mæta með fjóra plötuspilara og tvo mixera og taka spuna saman. Þetta er vandmeðfarið og auðvelt að klúðra taktinum í tómt mgl en strákarnir em langt í frá nýliðar í bransanum, báðir búnir að spila í um tíu ár, og lofa þvílíku stuði. Þeir .ætla að hafa þetta mánaðarlegan viðburð. GÍSLIGALDUR OGBENNIB- RUFFVERÐA MEÐ4-DECK. ELLEN0GERNA. Fyrir forvítna: myspace.com/djbruff myspace.com/galdur prikid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.