Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 29
 FYRSTA HELGIN ÍJÚLÍ ER STÓR ÚTILEGUHELGIOG VERÐUR NÓG UM AÐ VERA UM LAND ALLT. SIRKUS STIKLAR A STÓRU. Sú var tíðin að nánast öll ungmenni flykktust í Þórsmörk fyrstu helgina í júlí. Nú hefur það breyst og álagið á útilegustöðun- um orðið dreifðara. Þórsmörk trekkir ennþá að en ungmennin hafa farið víða. GEIRMUNDUR LÆTUR SÖNGINNÓMAÁ LANDSMÓTI HESTAMANNAÁ VINDHEIMAMELUM. hafa oftar en ekki verið yngri en annars stað- ar og stemningin algert dúndur. Það sama verður uppi á teningnum þessa helgi þegar hljómsveitin í svörtum fötum kemur tU með að halda uppi stuðinu og lætur dansinn duna langt fram eftir nóttu eins og ekkert sé sjálf- sagðara. LANDSMÓT HESTAMANNA OG ANNARRA Landsmót hestamanna er haldið á tveggja ára fresti en var áður haldið á fjögurra ára fresti. Nú er það haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Það vantar aldrei stemninguna á þessi landsmót enda verður það seint sagt um hestamenn að þeir kunni ekki að skemmta sér. Það kostar 8.000 inn á svæðið eftir klukkan 23 í kvöld og innifalið í því er tjaldstæði og ball með Geirmundi bæði kvöldin. HÁSKÓLANEMAR í HALLGEIRSEY Háskólanemar flykkjast í Hallgeirsey um helgina en fyrir löngu er orðið uppselt á þennan atburð og nánast ómögulegt fyrir ut- anaðkomandi aðfla að komast inn á Komast rnn a svæðið. Undan- i farin tvö ár hafa I háskólanemar I fjölmennt á ' Skóga en nú hef- ur orðið breyting þar á og verður gáfumannadrykkj a íAustur Landeyj- um HUMARHÁTIÐ SÆKIR í SIG VEÐRIÐ Undanfarin ár hefur Humarhátíð á Höfn í Hornafirði verið að sækja í sig veðrið og fleiri og fleiri aðkomumenn sem sækja hátíðina. Þykir ekkert óeðlUegt við það, enda andinn góður í bænum og nóg af Humar. Hljóm- sveitin Á móti sól mun halda dansleik með Ingó í fararbroddi í íþróttahúsi bæjarins og er gerður góður rómur að þeim böllum. FÆREYSKIR DAGAR Færeyskir dagar í Ólafsvík eru vinsæl hátíð um þessa helgi. Gestirnir sem þangað mæta INGÓVERÐURMÆTTURMEÐÁMÓTI SÓL Á HUMARHÁTÍÐ Á HÖFN. Jæja, þá er loksins komið að því. Sumar- söngleikurinn í ár, Footloose, var frum- sýndur á fimmtudagskvöld og rúUar áfram á fuUri ferð. Eins og alþjóð veit eru það skötuhjúin Þorvaldur Davíð Kristjánsson og HaUa Vilhjálmsdóttir sem fara með að- alhlutverkin og er Þorvaldur í hinu ódauð- lega hlutverki, sem Kevin Bacon lék svo eftirminnilega í samnefndri kvikmynd. Það er við mUdu að búast því Unnur ösp Stefánsdóttir er búin að hamra á leik- hópnurn síðustu eUefu vikur á þrotlausum æfingum. Þorvaldur Bjarni sér um tónlist- ina og danshöfundur er Svíi, sem samdi hvorki meira né minna en atriði hinnar sáensku Carlottu í Eurovision um daginn. Á föstudagskvöld er önnur sýning á verkinu og eftir því sem við best vitum eru til lausir miðar á hana. Á laugardagskvöld STELPURNAR í F00T100SE ERU SVAKASÆTAR. er síðan þriðja sýning og þá fær hópurinn smá hvíld. Næsta miðvikudag, fimmtudag og föstudag heldur Footloose síðan áfram á fuUri ferð. „Put on your dancing shoes!" KK FRUMSYNIR NYJA Meistari KK kynnir um þessar mundir nýja plötu sem hann hefur verið að dunda sér við að taka upp í Geimsteini í Keflavík að undanförnu. Gripurinn heitir KK Blús og var upptökustjórn í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar, gítarleik- ara Hjálma. Platan mun líta dagsins ljós á næstu dögum og er víst að margir aðdáendur KK bíða spenntir. KK BÝÐUR UPPÁ URRANDIBLÚS Á NASA. Á föstudagskvöld ætlar KK að kynna plötuna með Blúsbandi KK á NASA. Þar verða nýju lögin tekin með blásturshljóð- færaleikurum og öllu tilheyrandi. Mikið fjör. Hjálmar taka síðan við húsinu þegar KK er búinn og taka af stað af sinni al- kunnu snilld. Húsið opnar klukkan 21 en tónleikarnir með Blúsbandi KK hefjast stundvfsíega klukkan 23.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.