Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2006, Blaðsíða 18
BESTAHJÁBEÍ Leikarinn Jamie Foxx var í skýi- unum þegar hann tók við tvennum verðlaunum á BET (Black EntertainmentTV) verðlaunahátíðinni I Los Ang- eles á þriðjudaginn. Foxx vann verðlaunin með Kanye West fyrir besta myndband og samstarf fyrir lagið Gold Digger. MaryJ. Blige var valin besta R&B-söngkonan, Prince besti R&B-söngvarinn og Chris Brown besti nýliðinn og vinsælastur. RappararnirT... og Missy Elliott fengu sfn verðlaunin hvor í hipphoppflokknum. Chaka Khan fékk viðurkenningu fyrir ævistarf sitt í tónlist og tróð hún upp með Stevie Wonder og Prince. PIÖTUDÓUAR Uppskeruhátfð krúttkynslóðarinnar. Á Fjölskyldualbúmi filraunaeldhússins er stórfjölskylda þessa merka listabatterís saman komin. Hér er að finna 21 lag með jafnmörgum flytjendum. Petta er rjóminn af tónlistarmönnum krúttkynslóðar- innar, m.a. Kira Kira, Jóhann Jóhannsson, múm, Benni Hemm Hemm, Amina, Mugison, Slowblow, Stilluppsteypa og Apparat Org- an Quartet. Útkoman er einhver flottasta safnplata síðari ára. Heild- arsvipurinn er sérstaklega sterkur og minna þekkt nöfn eins og Borkó, ill vill og Represensitive Man standa leiðtogunum ekkert að baki. Uppáhaldsplatan mín síðustu vikur. ÝMSIR- FJÖLSKYLDUflLBÚM TILRAUNAELDHÚSSINS 1234567 ú JO Upphitað töffararokk frá Bobby Gil lespie og félögum. Tónlist Primal Scream hefur alltaf verið sambland af töffararokki, sýru og danstónlist. Blandan er hins vegar misjöfn eftir plötum: Stundum er sýran ráðandi, stundum danstónlistin o.s.frv. Á Riot. City Blues er töffararokkið í algjöru aðalhlutverki. Platan er yfirfull af blúsuðum rokkslögurum sem minna á Stones, Faces eða New York Dolls. Það er gaman að þessu þó að ég sé persónulega hrifnari af sveitinni í framsæknari og tilraunaglaðari hamnum. PRIMAL SCREAM -RIOTCITY BLUES 12341< /8910 Melódfskt popprapp með ffábærum textum. Fræ er samstarf þeirra Heimis og Sadjei úr norðlensku ofursveitinni Skyttunum, Palla úr Maus og Mr. Sillu. Sadjei sér um taktana, Palli spilar inn meirihlutann af hefðbundnu hljóðfærunum, Heimir rapp- ar og Silla syngur viðlög og bakraddir. Tónlistin á Eyðilegðu þig smá er sambland af rappi og poppi. Styrkur plötunnar felst í melódískum lagasmíðum, á köflum skemmtilegum útsetningum og frábærum textum. Veikleikinn er að þetta er stundum of fágað og kraftlítið. Kostirnir vega samt mun þyngra en gallarnir og smellurinn Freðinn fáviti er pottþétt eitt af lögum ársins. Trausti Júlíusson FRÆ - EYÐILEGÐU ÞIG SMfl 123451' JJ910 Bil/bcxard NIWS j BEYItWS ARTíSTS intiract BILLBOARD UNDCBCaoUND TÓNLISTARMAÐURINN BALDVIN RINGSTED GAF NÝLEGA ÚT PLÖT- UNA HOLE AND CORNER UNDIR NAFNINU BELA. HANNBÝRÍ GLASGOW í SKOTLANDIOG HEF- UR HINGAÐ TIL FENGIÐ J frAbærar viðtökur. Blaðamenn bandaríska tónlistartíma- ritsins Billboafd veðja á að tónlist Bald- vins Ringsted, sem hann semur undir nafninu Bela, eigi eftir að gera það gott. í nýjasta tölublaði þessa gríðarlega áhrifa- mikla fjölmiðils er viðtal við Baldvin und- ir yfirskriftinni Tónlistarmenn sem eru ekki meö samning en líklegir til að ná alla leið. Hvort það reynist rétt verður að koma í ljós en það hefur væntanlega ekki skemmt fyrir Baldvini að selja eitt laga Bela í aug- lýsingu fyrir hafnaboltaliðið Washington Nationals. pAlmi plokkar bassann Bela gaf nýlega út plötuna Hole and Corner og er hún nú fáanleg á íslandi og víðar. Hún inniheldur 12 lög. Kassagítar- inn er í aðalhlutverki en tónlist Bela hefur til dæmis verið líkt við verk Nicks Drake, Kings of Convenience og Johns Martyn. Platan var í smíðum í nokkurn tíma. Baldvin flutti í fyrra tii Glasgow til að leggja stund á listnám og halda áfram að þróa plötuna. Hann hafði þá hljóðritað talsvert af efni með aðstoð ýmissa hljóð- færaleikara hér heima. Meðal annarra plokkar Pálmi Gunnarsson bassa í nokkrum Iögum og Birgir Hilmarsson bæði syngur og spilar á ásláttarhljóðfæri. OF MIKILLTÍMI í HLJÓMSVEIT Þegar út var komið sendi Baldvin demó til nokkurra útgáfufyrirtækja og Say Dirty Records hringdu til baka nánast samdæg- urs og buðu samning. Þegar hann var f höfn var hafist handa við að púsla saman plötu með aðstoð góðra manna. Verkið var síðan hljóð- blandað í Geimsteini af Sigga í Hjálmum og Gulla í Lights on the Highway. Baldvin Ringsted er bæði myndlistar- menntaður frá Akureyri og Finnlandi og tónlistarmenntaður frá FÍH. Hann hefur verið í ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en segist hafa farið að semja tónlist einn þegar hljómsveitaveran varð of tímafrek meðfram myndlistinni. Þeir sem hafa áhuga á að sjá hann á tónleikum ættu að hafa augun opin í júlí og ágúst því þá er stefnan tekin á fsland. Fyrir forvitna: www.myspace.com/belamusicforpeople n •*„ I lm,ll I Prtnt | | R|| | Bela 20, 2004, Hatky °'d™*................ a.butfr0m fi.Idvin ol„WWi based band, Bela. » .......... ZHZ'IT b"d"a,"r s“*'> ^óAjttaii&enuii'tom nd Seb4rt»*n <i primery \nf\uancas, and the élbumptln N.,vo„,( „h, trioumful slida auiter At tímac Marar *hiL J ' V0,C* #voke*John .........«™>..............NJ*■,m",m«“»•>»•»<•»-b=h sw ■ i “*■ «*>•'’m”™! «!*’ýn(!'.ÍT.L7Tm Wr°u,h indi' s“ °i',> "•“>'” *nd >«ldc«.d to Scotl.nd, „bs| Rlns‘,*d' * loLnd.r who Hi. .Ibom I. „„ .v,i„b,. i„ Amermi 1" '’'*0,lvtas “’* •»• b.'d ow. ----------BILLBOARD FJALLARA / | AFAR JÁKVÆÐAN HÁTT / /f\ . ' ! UMTÓNLISTBELA. V BALDVIN FLUTTITIL SKOTLANDS f FYRRfl TIL AÐ SINNA LISTAGYÐJUNNI. ? ■ HUÓMSVEITIN TELEPATHETICS SENDIR FRÁ SÉR SlNA FYRSTU PLÖTU SJÚKRABÍLUNN KEMURÍJÚLÍ Hljómsveitin Telepathetics vakti óskipta athygli í fyrrasumar þegar breski umboðsmað- urinn Alan McGee bauð henni út til London að spila. Alan er nefnilega goðsögn í bresku tón- listarlífi eftir að hann fann Gallagher-bræður í Oasis og bauð þeim samning. Strákarnir létu ferðina aftur á móti ekki stíga sér til höfuðs og hafa verið duglegir að koma fram í vetur og dundað sér við að leggja lokahönd á sína fyrstu plötu, Ambulance, sem er væntanleg í júlí. Telepathetics er skipuð ijórum rúmlega tví- tugum strákum, þeim Andreas Boysen, Eyþóri Rúnari Eiríkssyni, Hlyni Hallgrímssyni og Óttari Birgissyni. Þeir hafa starfað saman í um fimm ár, fyrst undir nafninu Gizmo. Þeir gefa Ambulance sjálfir út en þessa dagana ómar lagið Last Song á útvarpsstöðvum landsins. Platan var tekin upp í Sundlauginni, upptöku- veri Sigur Rósar, og var upptöku- V stjórn í höndum Birgis Jóns Birgisson- ar, sem hefur unnið með Sigur Rós. Þá annaðist Pétur Þór Benediktsson strengjaútsetningar í tveimur lögum. HARÐIR STRÁKAR MEÐ HAUSINN í LAGI. Fyrirforvitna: www.myspace.com/telepathetics

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.