Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 23
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 23 J byrjun ágúst voru þeir aðeins 292 að tölu og er gert ráð fyrir að í lok september verði þeir allir horfnir af landi brott" búnaði í ljósi aukins hernaðarmáttar Sovétmanna. Táknaði hrun Sovétríkjanna hrun varnarliðsins? Kalda stríðinu lauk, Sovétrík- in hrundu og Varsjárbandalagið var lagt niður. f nánast einum hvelli dró úr umferð óþekktra flugvéla, skipa og kafbáta við landið. Segja má að lok níunda áratugar- ins hafi markað fyrstu spor í hnignun varnarliðsins hér á landi. Árið 1991 var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr 18 í 12 og rekstri ratsjárflugvéla á Keflavíkur- flugvelli hætt árið eftir. Þremur árum síðar, árið 1994, var gerð sérstök bókun á milli ís- lands og Bandaríkjanna varðandi varnarsamninginn vegna þeirra breytinga sem orðið höfðu í örygg- ismálum í Evrópu og við Norður-Atl- antshaf. Bandaríkjamenn staðfestu sínar skuldbindingar í vamarsamn- ingnum og íslendingar staðfestu að herlið BNA og annarra NATO-ríkja skyldi vera hér áfram, en með nokkx- um breytingum. Árið 1995 var 57. orrustuflugsveit- in lögð niður og tímamót urðu í rekstri Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Flugsveitir í Bandaríkjun- um hófu nú að skiptast á að leggja vamarliðinu til fjórar til sex orrustu- flugvélar í einu og árið 1996 voru flugvélamar í heild orðnar 18 og her- menn rúmlega 2.000. Sex árum áður voru flugvélarnar 37 og hermenn rúmlega 3.000. Sama ár gerðu ísland og Banda- ríkin nýja bókun við vamarsamn- inginn og kvað hún á um að stöð- ugleika skyldi gætt í varnarsamstarfi ríkjanna fram til ársins 2001. Einn- ig skyldi lækka kosmað við rekstur varnarliðsins. Árið 2002 varð svo enn ein breyt- ingin sem fól í sér að yfirstjórn varn- arliðsins færðist frá herstjórn í Bandaríkjunum og yfir til herstjóm- ar Bandaríkjanna í Evrópu. Allir farnir í september Árið 2003 lagðist svo starfsemi landgönguliðaflotans af eftir ríflega 42 ára veru hér á landi og ári síðar var lögð niður útgerð skipa- og kafbáta- leitarflugvéla flotans en slíkar flugs- veitir höfðu dvalið hér á landi í sex mánuði í senn. Sama ár tók ofursti í flughernum við stjóm vamarliðsins af flotaforingja. Sú breyting markaði einnig spor í hnignun vamarliðsins hér á landi þar sem ofursti er einni tignargráðu lægri en flotaforingi. Sundrung Bandaríkjamenn tilkynntu brottför varnarliðsins fyrirskömmu. Sundrung í samstarfi Islands og Bandarlkjanna. Á vormánuðum á þessu ári hafði varnarliðið að jafnaði fjórar til sex orrustuflugvélar hér á landi, eina eldsneytisbirgðaflugvél og fjórar björgunarþyrlur. Varnarliðsmönnum og fjölskyld- um þeirra hafði þá fækkað jafnt og þétt og á vormánuðum vom her- menn um 1.200. Þegar blómatími varnarliðsins stóð voru hér rúmlega 3.000 hermenn auk fjölskyldna. í byrjun ágúst voru þeir aðeins 292 og er gert ráð fyrir að í lok september verði þeir allir horfnir af landi brott. gudmundur@dv.is Heimild: Friðþór Eydai 2006. Börn að leik Hérerubörn varnarliðsmanna að leiká áttunda áratugnum. ‘TuŒ Súd af nýjum vörum S^óíavörðustíg 5 551-5215 USTMUNAUPPBOÐ Sunnudagskvöldið 10. september, kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal BoSin verSa upp um 110 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Veriö velkomin aÖ skoöa verkin í Galleríi Fold, Rauöarárstíg 14, í dag kl. 10-18, á morgun kl. 11-17 og sunnudag kl. 12-17 Uppboðsskráin er einnig á netinu: www.myndlist.is Rau&arárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 ■ www.myndlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.