Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 23
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 23 J byrjun ágúst voru þeir aðeins 292 að tölu og er gert ráð fyrir að í lok september verði þeir allir horfnir af landi brott" búnaði í ljósi aukins hernaðarmáttar Sovétmanna. Táknaði hrun Sovétríkjanna hrun varnarliðsins? Kalda stríðinu lauk, Sovétrík- in hrundu og Varsjárbandalagið var lagt niður. f nánast einum hvelli dró úr umferð óþekktra flugvéla, skipa og kafbáta við landið. Segja má að lok níunda áratugar- ins hafi markað fyrstu spor í hnignun varnarliðsins hér á landi. Árið 1991 var orrustuflugvélum varnarliðsins fækkað úr 18 í 12 og rekstri ratsjárflugvéla á Keflavíkur- flugvelli hætt árið eftir. Þremur árum síðar, árið 1994, var gerð sérstök bókun á milli ís- lands og Bandaríkjanna varðandi varnarsamninginn vegna þeirra breytinga sem orðið höfðu í örygg- ismálum í Evrópu og við Norður-Atl- antshaf. Bandaríkjamenn staðfestu sínar skuldbindingar í vamarsamn- ingnum og íslendingar staðfestu að herlið BNA og annarra NATO-ríkja skyldi vera hér áfram, en með nokkx- um breytingum. Árið 1995 var 57. orrustuflugsveit- in lögð niður og tímamót urðu í rekstri Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Flugsveitir í Bandaríkjun- um hófu nú að skiptast á að leggja vamarliðinu til fjórar til sex orrustu- flugvélar í einu og árið 1996 voru flugvélamar í heild orðnar 18 og her- menn rúmlega 2.000. Sex árum áður voru flugvélarnar 37 og hermenn rúmlega 3.000. Sama ár gerðu ísland og Banda- ríkin nýja bókun við vamarsamn- inginn og kvað hún á um að stöð- ugleika skyldi gætt í varnarsamstarfi ríkjanna fram til ársins 2001. Einn- ig skyldi lækka kosmað við rekstur varnarliðsins. Árið 2002 varð svo enn ein breyt- ingin sem fól í sér að yfirstjórn varn- arliðsins færðist frá herstjórn í Bandaríkjunum og yfir til herstjóm- ar Bandaríkjanna í Evrópu. Allir farnir í september Árið 2003 lagðist svo starfsemi landgönguliðaflotans af eftir ríflega 42 ára veru hér á landi og ári síðar var lögð niður útgerð skipa- og kafbáta- leitarflugvéla flotans en slíkar flugs- veitir höfðu dvalið hér á landi í sex mánuði í senn. Sama ár tók ofursti í flughernum við stjóm vamarliðsins af flotaforingja. Sú breyting markaði einnig spor í hnignun vamarliðsins hér á landi þar sem ofursti er einni tignargráðu lægri en flotaforingi. Sundrung Bandaríkjamenn tilkynntu brottför varnarliðsins fyrirskömmu. Sundrung í samstarfi Islands og Bandarlkjanna. Á vormánuðum á þessu ári hafði varnarliðið að jafnaði fjórar til sex orrustuflugvélar hér á landi, eina eldsneytisbirgðaflugvél og fjórar björgunarþyrlur. Varnarliðsmönnum og fjölskyld- um þeirra hafði þá fækkað jafnt og þétt og á vormánuðum vom her- menn um 1.200. Þegar blómatími varnarliðsins stóð voru hér rúmlega 3.000 hermenn auk fjölskyldna. í byrjun ágúst voru þeir aðeins 292 og er gert ráð fyrir að í lok september verði þeir allir horfnir af landi brott. gudmundur@dv.is Heimild: Friðþór Eydai 2006. Börn að leik Hérerubörn varnarliðsmanna að leiká áttunda áratugnum. ‘TuŒ Súd af nýjum vörum S^óíavörðustíg 5 551-5215 USTMUNAUPPBOÐ Sunnudagskvöldið 10. september, kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal BoSin verSa upp um 110 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Veriö velkomin aÖ skoöa verkin í Galleríi Fold, Rauöarárstíg 14, í dag kl. 10-18, á morgun kl. 11-17 og sunnudag kl. 12-17 Uppboðsskráin er einnig á netinu: www.myndlist.is Rau&arárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 ■ www.myndlist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.