Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Blessað íhaldið lyífti þó ekki litla fingri til aðtaka undir þær eða lækka matarverð með öðrum hætti. Það var of upptekið við að sólunda fjármunum ríkissjóðs í að lækka skatta á þeim sem flármagna flokkinn og kosningabaráttu hans - forríka fólkinu. Á sama tíma og Sjálfstæðis- flokkurinn malaði og hjalaði um að lækka matarverð hækkar matar- verð svo í bítur vegna heimatilbú- innar verðbólgu og gengislækkun- ar Árna M. Mathiesen og Geirs H. Haarde." Össur Skarphéðinsson ofurbloggari á heimasíðu sinni um svikin loforð Sjálfstæðisflokksins um lækkun matarskatts. Tja, þessir menn eru jú bara að sinna vinnu sinni í þágu almennings ekki satt. „Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, hefur ákveðið að vera ekki í kjöri til Alþingis næsta vor. Hún ætlar aðdraga sig út úrstjórnmál- um. Sjálf segir hún að best sé að hætta meðan eftirsjá sé af sér. Ekki skýrði hún hver sæi eftir henni né hvers vegna. Sólveig hefur aldrei risið hátt sem stjórnmála- maður. Bara alls ekki og þess vegna er engin eftirsjá að henni. En best er að hún haldi að svo sé." Sigurjón M. Egilsson ritstjóri Blaðsins í leiðara að ræða rislitla þingmenn sem láta nú afstörfum. Enn og aftur hefur hinn knái ritstjóri Blaösins hitt naglann á höfuðið. Og það er rétt að best erað Sólveig hafi þessa skoðun. Guð hjálpi okkurefhún teldi sig eiga eitthvað lítilræðið enn ógert. „Um síðustu helgi fór svo Víkverji enn í bíó með börnum sínum og sá myndina Grettir II. Nokkur atriði myndarinnar gerast í útihúsum ensks hefðarseturs, þar sem margar skepnur koma við sögu. Þar á meðal héri sem talar nákvæmlega eins og Guðni Ágústsson!" Vikverji I Morgunblaðinu að velta vöngum yfir því „samsæri" að raddir líkar framsóknarforkólfum eru notaðar við raddsetningar á dýrum í barnamyndum. Þetta er sáraeinfalt. EftiraðJón Sigurðsson endurskírði flokk sinn sem menningarlegan bændaflokk (kallar það þjóðhyggju) er eðlilegtað framsóknarblær sé á málrómi húsdýra i barnamyndum. „f einhverjum tilfellum fer sala kynlífs fram með fullu samþykki og vilja beggja aðila. Rikisstjórnin, eða 63 þingmenn, hefur ekkert með það að gera að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Fólki á að vera frjálst að selja ótilneytt likama sinn til kynlifs á sama hátt og það selur vinnu s(na." BJörgvin Guðmundsson, fulltrúi ritstjóra Fréttablaðsins, að ræða vændi I leiðara. Við hneigjum okkur djúpt af lotningu fyrirþessum vísdómi Björgvins. En spurningin erhvort einhver myndi kaupa líkama hans til kynlifs alveg ótilneyddur. Þótt sjálfur Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi beitt sér í nágrannadeilu um sólpall í Garðabæ hefur deila Jóns Sigurgeirssonar og Sveins Benediktssonar verið óleyst í Qögur ár. Bærinn greiddi fyrir hönnun á nýjum palli og bauðst til að kosta breytingarnar en allt kom fyrir ekki. Jón Sigurgeirsson Vildi auka nýtingu lóðar sinnar með því að byggja sólpall fram yfir halla að lóðamörkum. DV-Mynd Heiða. Bæjarsjóður lætur Benedikt Sveinsson Faðir Sveins Benediktssonar var umlangt skeið gríðarlega áhrifaríkur I Garðabæ sem forystumaður i Sjálfstæöis- flokknum. Hann var áður forstjóri Sjóvár og er einn aðaleigenda Ollufélagsins. Gunnar Einarsson Bæjarstjórinn mættiíkaffif Klettásinn tilað reyna að miðla málum i sólpallastríðinu. Guðjón E. Friðriksson Bæjarlögmaðurinn segir það hagsmuni bæjarins að deilur séu leystar I sátt. hátt miðaö við lóð nágrannans sem sættir sig ekki við smíðina. Sonur eins helsta valdamanns í Garðabæ til langs tíma, Benedikts Sveinssonar, á nú í deilu vegna sólpalls á lóð nágranna sem gerði kröfu um að fyrrverandi samstarfsmenn Benedikts hjá bænum vikju úr sætum við meðferð málsins. skriflegu samkomulagi. Þá taldi ég að íyrirvarinn um samþykki konu hans væri fallinn úr gildi og að hann settí sig ekki upp á móti pallinum sjálfum held- ur að við þyrftum bara að semja skrif- lega um fráganginn á pallinum. Þannig að ég steyptí pallinn upp en þá hringdi hann í mig og sagði: „Konan mín sam- þykktí þetta aldrei." Og síðan hefur ver- ið staðið í stappi." Eftír þetta sendi Sveinn bæjaryfir- völdum bréf og krafðist þess að bær- inn gengist fyrir því að pailurinn yrði rifinn. Kærur á báða bóga „Vil ég beina þeim tilmælum til byggingamefndar að hún tilkynni Jóni Sigurgeirssyni, eiganda húseignarinn- ar Klettaás 12 í Garðabæ, að hann hef- ur reist pall á lóð sinni án þess að hafa til þess leyfi samanber ákvæði gildandi byggingarreglugerðar," skrifaði Sveinn í bréfi til bæjarins í mars 2003. Byggingamefndin brást þannig við erindi Sveins að Jóni var sent bréf þar sem fram kom að sólpallurinn brytí í bága við skipulag. Jóni var veittur sex vikna frestur til að breyta pallinum. Jón kærði ákvörðun byggingaryf- irvalda bæjarins til úrskurðamefndar skipulags- ogbyggingarmála sem sagði í maí 2004 að brotíð hefði verið á Jóni með því að leita ekki eftír sjónarmið- um hans áður en ákveðið var að stöðva framkvæmdir við ] " „Við gættum þess ekki að setja það sem skilyrði fyrir kaupunum að það fengist leyfi þessa nágranna fyrir palli því okkur þóttí það svo sjálfsagður hlut- ur,“ segir Jón Sigurgeirsson í Klettási 12 í Garðabæ sem ekki hefur fengið leyfi fyrir sólpalii við hús sitt því nágranni hans vill ekki samþykkja pallinn. Jón og sambýliskona hans Sigríð- ur Harðardóttir keyptu raðhús í Klett- ási í júm' 2002. Fyrir aftan húsið er bak- lóð einbýlishússins sem stendur við Hraunás 5. Eigendur þess húss em Sveinn Benediktsson og Unnur Vil- helmsdóttir sem eignuðust sitt hús þremur mánuðum eftir að Jón og Sig- ríður keyptu í Klettásnum. Þröng lóð í halla Lóð Jóns og Sigríðar er fremur knöpp. Auk þess er mikiil halli fremst í lóðinni. Þau viidu byggja sólpali sem næði fram yfir hallann og út að lóða- mörkum. „Áður en pallurinn var smíðaður fór ég tíi byggingarfulltrúans sem sagði að það þyrfti ekki að sækja um leyfi fyr- ir svona palli ef hann væri byggður í samvinnu við nágranna," segir Jón og lýsir því að hann hafi hringt í Svein eftír að sá síðamefndi keyptí Hraunás 5. „Hann sagðist ekkert sjá pallinum til fyrirstöðu en settí þó þann fyrir- vara að konan hans samþykktí. Smið- urinn minn reistí þá pallinn á bráða- birgðastoðum til að geta einfaldlega breytt grindinni efleyf- ið fengist ekki," segir Jón sem ræddi aftur við Svein í síma tíu dögum síðar: Konan sam- þykkti ekki „Hann sagði þá að við yrðum að ganga frá *>nlnalli irinn Dtoilinofnift com ctonrhir nf Stjörnuarkitekt hannar pall Eftír þetta tóku við samningaum- leitanir að frumkvæði bæjaryfirvalda. Bærinn greiddi hönnuði raðhússins, stjömuarldtektinum Vífli Magnússyni, fyTÍr að teikna málamiðlunartillögur að sólpailinum eftír forskrift Jóns. Segir Guðjón E. Friðriksson bæjarlögmaður að bærinn hafi jafnvel boðist til að taka þátt í kostnaðinum við að breyta pall- inum. „Við vildum taka þátt í þessum kosmaði til að fá sátt í málið. Það væri niðurstaða sem væri okkur hagfelld í staðinn fyrir að standa í leiðindinum við fólk," útskýrir Guðjón. Bæjarstjórinn kemur í kaffi Jón staðfestir að æðstu yfirvöld í bænum hafi lagt sig ffam við lausn málsins: „Bærinn settí bæjarlögmann- inn og jafnvel bæjarstjórann sjáifan í að leita sátta. Hann kom í heimsókn tíi okkar og þáði hjá okkur kaffl og fór yfir málið." Fór svo að Jón og Sigríður féllust á eina tillögu Vífils arkitekts. En hjónin í Hraunási gátu ekki samþykkt þá lausn né aðra sem eigendur Klettáss lögðu fram. Engin efrúsleg niðurstaða varðandi paliinn liggur enn fyr- ir og þar stendur hnífurinn í kúnni í augnablikinu. Síðast í byrjun mánaðar ræddi bygging- amefndin sólpallinn í Klettási að komast að nið- urstöðu. Embættis- menn myndu víkja I einu bréfa sinna til bæjar- yfirvalda vfloir Jón að tengslum Sveins við valda- kjama bæjarins. Faðir Sveins er stór- eignamaðurinn Benedikt Sveinsson, sem lengi var einn helstí forystumað- ur sjálfstæðismanna í Garðabæ og um skeið forsetí bæjarstjómar: „Þeir sem fjallað hafa um málið em nátengdirföðurkæranda [Sveins]... Ég krefst þess að allir þeir sem hafa tengst föður kæranda sem undirmenn, sam- starfsmenn eða samflokksmenn í bæj- arstjóm vfld sætí," segir Jón í einu bréfa sinna til bæjaryfirvalda. Jón segist hafa látíð ýmis orð falla í hita leiksins sem betur hefðu ver- ið ósögð. „Þótt ég hafi skrifað ein- hvem skæting í bréfi þá hefur bærinn að sumu leytí komið mjög vel fram við okkur," segir hann. Lítillóðyrði minni Jón telur að hagsmunir hans og Sig- ríðar í málinu séu meiri en hjá Sveini og Unni. „íveruióðin okkar er 70 fermetr- ar, sem er þessi pallur, en nágrannar mínir hafa stóra einbýlishúsalóð. Paii- urinn minnkar ekkert lóðina þeirra en ef pallurinn fær ekki að standa þá minnkar lóðin okkar um fimmtán fer- metra," segir Jón. Eins og í gryfju Ekki tókst að afla sjónarmiða Sveins og Unnar við vinnslu þessarar fréttar en Jón segist hafa heyrt af þeim í gegn- um embættísmenn bæjarins: „Honum finnist hann vera ofan í gryfju þegar hann er á lóðinni sinni og horfir á háan vegg fyrir framan sig. En það gerir hann alitaf vegna þess hvem- ig lóðimar em. Húsið okkar stendur hvort eð er svo miklu hærra að paliur- inn skyggir ekkert á sól fyrir honum. Ég vildi helst hafa sátt við þetta fólk og get sett mig í þeirra spor að vissu leytí en ég er ekki viss um að þau setji sig eins mildð í okkar spor" gar@dv.is mu; Humarhúsid • Amtmannstíg 1 • 101 Reykjavík • Sími: 561 3303 • humarhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.