Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 23
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 23 I í október leggjast nokkrir íslendingar í víking til að berjast á minningarhátíð um orrustuna við Hastings 1066. Níels Guðjónsson, einn af íslensku víkingunum, segir í viðtali við DV frá undirbúningi fyrir hátíðina og gíf- urlegum áhuga víða um lönd á handverki, sögu og menningu víkinga. I I 1 þetta víst nokkuð nákvæmlega. Vissi ekki að ég var i beinni." Skildu eftir sig djúp spor á Mön „Jú, við vorum ansi hress hópur sem vorum þarna í sumar og vorum kannski full mikið í hlutverkinu all- an tímann. Sér í lagi þótti Manarbú- um tilkomumikið þegar við hlupum nakin í sjóinn eitt kvöldið í fullkomn- um víkingastíl. Blaðamaður sem átti leið hjá náði víst myndum af þessu svo að úr varð blaðamatur." Undirbúningur fyrir Hastings- orrustuna í algleymingi „Okkar búnaður hefur hingað til miðast við víkinga sem uppi voru á 10. öld eða alveg um 900 en búnað- urinn var orðinn viðameiri 1066 þeg- ar Hastingsorrustan fór fram þannig að það eru allir að bæta við hringa- brynjurnar og smíða nýja skildi, svo- kallaða flugdrekaskildi sem voru við lýði þá. Svo æfum við bardaga tvisv- ar í viku og erum þá yfirleitt svona 20 manns en að öllu jöfnu erum við 30 sem æfum bardagalistirnar. Ha- stingsorrustan var rosalegur bardagi og voru á að giska 7-10.000 manns í hvorum her. Normannar höfðu yfir all stóru riddaraliði að ráða en Saxarnir nutu góðs af því að verjast uppi á allstórum ás sem Normann- Bogaskytta verst árás víkinga Eftirlíkingar eru gerðar afbogum víkinga, sem drógu 100- 200 metra eftir þvi úr hvaða viði þeir voru smíðaðir. ar þurftu að sækja að. Á hátíðinni í ár verða það um 2000 manns sem berj- ast en tugir þúsunda sem horfa á." Ein mikilvægasta orrusta í sögu Englands „Sigur Normanna er talinn hafa breytt gangi sögunnar í Englandi verulega enda tóku við nýir siðir með nýjum herrum þó að þjóðirn- ar blönduðust smám saman og yrðu ein. Margar bækur og myndir hafa verið gerðar um þessa orrustu en í raun mun tilviljun hafa ráðið því að Normannar unnu. Sennilega hafði það mest áhrif að Haraldur konung- ur féll og þá gáfu sig Saxarnir. Vil- hjálmur lét drepa alla aðalsmenn og leiðtoga Saxa þannig að sigurinn varð alger." Allt skipulagt út í æsar „Við erum búnir að fá drög að bar- daganum og vitum að við verðum í liði Normanna en lokaskipulagið fer ifarn á föstudeginum og laugardeg- inum en aðalorrustan verður sunnu- daginn 15. október. Það eru sérstak- ir bardagastjórar sem stýra ferlinu, hverjir eiga að sækja hvenær, hörfa, deyja og allt annað sem á að gerast en þrátt fyrir að mikils öryggis sé gætt og við með góðar verjur verða alltaf ein- hverjir pústrar, puttabrot, skurðir og marblettir. Ég hef sjálfur puttabrotn- að tvisvar og fékk ansi ljótan skurð á læri eftir spjót í bardaga á Mön," seg- ir Níels. Kvenhetjur Konur ivirkinu gerðu óvænta útrás og hröktu, ásamt virkishernum, árásarliðið á flótta. íslendingar börðust á Englandi 1066 „Orrustan við Hastings 14. októ- Bardagi við virkið í Peel Bardagarnir eru þaulskipulagðir og sérstakir bardagastjórar stjórna átökunum. ber 1066 átti sér stað aðeins þrem- ur vikum eftir að Haraldur Guðvins- son hafði hrundið árás Haraldar harðráða Sigurðssonar við Stamford Bridge eða Stamfurðubrú eins og staðurinn heitir í íslenskum sögn- um. Með Haralds harðráða voru all- nokkrir íslendingar og alls ekki ólík- legt að einhverjir fslendingar hafi barist við Hastings í öðru hvoru lið- inu eða báðum," segir Níels. Víkingahátíð á Mön Skrúðganga víkinga á ströndinni. Bayeaux-refillinn segiralla söguna „Eitt frægasta og merkasta lista- verk frá miðöldum er meira en 70 metra langur ofinn refill, Bayeaux- refillinn, þar sem rakinn er aðdrag- andi að innrás Normanna í Eng- land og atburðarás orrustunnar við Hastings. Hann sýnir vel búnað og vopn herjanna og er mikilvægur að því leyti. Það er mikið lagt upp úr því að þetta verði sem eðliíegast. Þessi minningarhátíð, sem árlega er hald- in um þessa afgerandi orrustu milli Saxa og Normanna þar sem Vilhjálm- ur bastarður hertogi af Normandí sigraði Harald Englandskonung, er sennilega stærst af röð víkingahátíða og -markaða sem fara fram um alla Evrópu.," segir Níeis. kormakur@dv.is Vikingaskip Víkingar leggja aðströndinni I Peel. Bardaginn á ströndinni í Peel Ekki komast allir að I einu til að berjast. 4 * Tveir Akureyringar ákærðir fyrir fjárdrátt og hilmingu á fötum og raftækjum Nærbuxur, sléttujárn og súkkulaðipottar Héraðsdómur Ákæra fyrir fjárdrátt og hilmingu gegn piltum á Akureyri var þingfest I vikunni. Tveir Akureyringar, fæddir 1985 hafa verið ákærðir af sýslumannin- um þar í bæ fyrir fjárdrátt og hilm- ingu. Brot annars piltanna voru samkvæmt ákæru framin í verslun- inni Sportver á Glerártorgi, en hann var starfsmaður verslunarinnar. Varða þau fjárdrátt upp á rúmlega 140 þúsund krónur og áttu brotin sér stað frá sumrinu 2005 og fram til jóla sama ár. Á pilturinn að hafa dregið að sér margvíslegan fatnað, svo sem sex pör af íþróttaskóm, fjór- ar peysur, buxur, sokka, boli og nær- buxur - svo dæmi séu tekin. Þá er hann einnig ákærður fyrir að draga að sér tíu þúsund krónur úr sölu- kassa Sportvers. Hinn pilturinn er ákærður fyr- ir svipuð brot en í annarri versl- un, Siemens-búðinni í Glerárgötu. Heildarverðmæti brota hans var þó aðeins meira og nam í heild tæp- um 700 þúsund krónum. Meðal þess sem hann á að hafa dregið að sér eru fimm stafrænar myndavélar en heildarverðmæti þeirra var yfir 200 þúsund krónur. Þrír mp3-spilarar voru einnig tekn ir ásamt þremur símum, þrem- ur sjónvörp- um að verð- mæti hátt í 200 þúsund krónur. Þá er þess einnig getið í ákæru að hann hafi svikið út snyrti- lampa, þrjá súkkulaðipotta, sléttujárn og Expressokaffivél auk sex DVD-mynda. Piltarnir eru einnig báðir ákærð- ir fyrir að taka við sviknum hlutum hvor af öðrum. Sá er vann í Sport- veri fýrir að hilma yfir sjónvarpi, Milli himinsog jarðar Nærbuxur, sléttujárn og súkkulaðipott- ar voru meðal þess sem piltarnir sviku út afvinnustöðum slnum. davél, síma og mp3-spilara af hinum sem vann í Siemens-búð- inni. Sá er ákærður fyrir að hafa tek- ið við hlutum úr Sportveri frá piltin- um sem þar vann. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsinga. gudmundur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.