Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 49
DV Helgin FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 69 Sigga Ella stormar um bæinn Jibby Cola! Það er svo sannarlega ágætt á sinn hátt að haustið er komið í heimsókn þrátt fyrir að það hafi komið soldið aftan að mér. Á vorin er eins og andinn komi yfir mann og maður hoppar um, líkt og kýrnar á vorin. Fullur af bjartsýni og lífsgleði. Spark í rassgatið Á haustin rennur uppfyrir manni að sumarið er búið, það er farið að dimma og svo kólnar með hverjum deginum sem líður. Persónulega skríð ég undir feld á haustin þó ekki eins og birnirnir, ég skýt upp kollinum af og til. Vetrarsleniðer eins og langvarandi nefrennsli, maður snýtir sér en samt lekur niður á neðrivörina. En það sem gaf mér spark í rassgatið var að við starfsfélagarnir ákváðum að taka á honum stóra okkar, betrumbæta innblaðið og þar með hófst fjörið. Vinnustaðurinn lifnaði allur við og beljurnar fóru að baula. Þetta var eins og vítamínsprauta fyrir minn auma rass því þá ákvað ég að taka til hendinni heima fyrir sem og annars staðar. Það eru ekki allir eins og ég Það er ómögulegt að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að það eru ekki allir jafn miklir snillingar og ég, fyrirhyggjusamir og sniðugir. Það er nefnilega hópuraf kjánum þarna úti sem hagar sér eins og beljur á svelli í stað þess að búa sér í haginn. Eina sem er í fréttum þessa dagana eru fréttir af hópslagsmál- um, skipulögðum slagsmálum og ruddum og ræflum. Það er ótrúlegt hvað fíflin fá mikið út úr því að sparka hvert í annað og gjörsamlega óskiljanlegt af hverju þau spyrða sig ekki saman og láta sér líða vel. Af hverju sagði mér enginn að beljur bitu? Langt er þangað til hægt verður að segja að samfélag okkar sé uppiskroppa með efnilegt og spennandi fólk. Þetta er lítið land og andlit hins ókunna kemur oft kunnuglega fyrir sjónir en hvort maður viti eitthvað bitastætt um einstaklinginn er allt annað mál. DV fékk að þessu sinni Arnar Björnsson íþróttafréttamann til að opna sig eilítið. CPSSfi m * Nafn? ITI jlLm Arnar Björnsson Hvað á hug þinn allan þessa dagana? Eg á ennþá eftir nokkra daga af sum- arfríinu mínu og nýt þess í botn að safna kröftum fyrir næstu átök. Haustið er ynd- islegur tími og maður verður hugfanginn af litadýrðinni. Hvaöa mynd sástu síðast? Gefðu einkunn frá einni stjömu upp í fimm. BÖRN_ eftir Ragnar Bragason. Flott mynd, ágeng og áleitin. Pottþétt kvikmynd sem allir ættu að sjá og hvíla sig frá engij- saxnesku myndunum sem tröllríða öllu, alltaf. Fínt innlegg í umræðuna um ungl- ingamenninguna og hvernig þjóðfélag við foreldrar búum börnum okkar. Glæsileg frammistaða leikaranna. Einkunn 5 plús. Ertu heimsforeldri? Nei, ég á nóg með að ala dóttur mína upp. Ég hef oft hugsað út í að gerast slík- ur en ekki gert það ennþá. Við þurfum einnig að huga að bömum þessa lands því þar er víða pottur brotinn. Það eru alltof mörg börn hér á landi sem eiga bágt. Það eru ekki allir sem geta tekið þátt í helvít- is tískudansinum að klæða börn sín í öll flottu og fokdýru fötin svo ekki sé nú talað um allár græjurnar. Jf m fLgm W* nsS&b' ’® 'v! Hvað bjóstu til eða skapaðir siðast? Kaffi. Ég er lélegur skapari, hvorki hand- né fódaginn og get illa sett saman bókahillu úr IKEA. Ég er snillingur í því að búa til kaffi handa sjálfum mér, mala baunimar, forhita kaffikönnuna og læt kaffikrúsina undir sjóðandi heitt vatnið. Yndislegt. Verst að sumir kunna þó ekki að meta styrkleikann hjá mér. Biðurðu bænirnar þínar á kvöldin? Nei, ég er óttalega latur við bænalest- ur þegar ég er kominn í bólið. Lykla-Pét- ur skammar mig örugglega þegar hann tekur á móti mér í himnaríki (ekki alveg á næstunni þó). Þá lofa ég honum að gera bragarbót ef hann í staðinn sýnir mér sjónvarpsherbergið þar sem úrslitaleikur Leeds og Barcelona í meistaradeildinni í fótbolta er í beinni útsendingu. Hvenær fórstu að sofa í nótt? Ég fór óvenjusnemma að sofa í gær- kvöldi. Er að lesa sakamálasögu eft- ir Henning Mankell og hún tosaði mig í rúmið. Missti síðan bókina á nefbroddinn á mér og sofnaði vært. Hvað er næst á dagskrá? Það er svo margt. Dagurinn er rétt að byrja og miðað við hversu mér gekk vel að búa til þetta ljómandi góða kaffi þá get- ur framhaldið ekki orðið annað en ynd- islegt. TISKA «r Alltaf vantar mann töskur, veski eða jafnvel poka undir allt hafurtaskið sem fylgir manni. Núna eru flestir komnir í vetrargírinn og dagskráin orðin þéttari. Ekki vantar úrvalið og fjölbreytileikann í veskjum og töskum í dag. Af því tilefni ákvað DV að skoða það nýjasta og flottasta í búðum bæjarins. Töskur Monsoon rauð 3.450 kr. hv/t semelíu 4.850 kr. svört, grá og brún 4.150 kr. hlébarða 3.450 kr. Warehouse svört, gull og brons 5.990 kr. svört, glans og púffuð 4.990 kr. svört, og silfur 3.990 kr. Spúútnik allará 2.900 kr. stór og svört 3.900 kr. < í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.