Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 48
68 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Helgin DV í % Berglind Hásler metur músíkina Ég sakna þess að hafa ekki tónlistarþátt á Rúv líkt og þá sem voru reglulega á dagskrá hér áður fyrr. Þættir eins og Poppkorn, Popp og kók,Tíðarandinn og Ungling- arnir í frumskóginum. Ég myndi hoppa hæð mína ef svona þáttur yrði settur aftur á dagskrá. Heiða og Dr. Gunni væru til dæmis bæði frábærir kandídatar í svona þátt. Þau mundu pottþétt sjá til þess að hann yrði fjölbreyttur og fróðlegur. Aukin tónlistarvíðsýni og góð afþreying Ofannefndir þættir áttu það allir sameiginlegt að sýna nokkur myndbönd, erlend sem íslensk og komu með ýmsa fróðleiksmola milli myndbanda. Svona þættir auka tónlistarvíðsýni og eru hin besta afþreying. Rúv hefur að mínu mati ekki staðið sig sem skyldi í að sýna íslensk myndbönd. Það er helst Sigur Rós og börnin sem hafa fengið einhverja spilun.Tónleikar í Kastljósinu á hverju kvöldi er auðvitað frábær kynning á íslenskum böndum en sami bakgrunnur og engin umfjöllun um bandið fær mann til að finna til þreytu á annars góðu framtaki. Þúsund rassar, þúsund brjóst Fullt af íslenskum böndum luma á myndböndum, nýjum og gömlum sem gaman væri að sjá. Popptíví, Sirkus og Skjár einn sýna vissulega myndbönd. En ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að bíða og hofa á þúsund rassa og þúsund brjóst áður en íslenskt myndband birtist á skjánum. Ég óska þess vegna eftir einum fróðlegum, vikulegum, hálftíma þætti sem ég er viss um að mannmergð mundi að fagna. Með svona þætti væri líka kominn góður starfsgrund- völlur fýrir kvikmyndagerðarmenn. Dj. Sóley fagnaði mánaðar afmæli óskírðrar dóttur sinnar síðastliðinn miðvikudag. Þrátt fyrir að vera nýbúin að eignast dúlluna er Sóley mætt á Rás 2 með vikulega út- varpsþætti sem hún kallar Píkupopp Píkupopp Sóley glóir þessa dagana enda nýbúin að áorka því að fæða litla dömu í heiminn. Glöð og stolt arkar hún um bæinn með dótturina í vagni. Sóley svarar símanum rámri röddu og biður blaðamann um að hringja klukkutíma seinna. Klukku- tíma seinna er leikurinn endurtek- inn og þá er heldur meira fjör í stelp- unni. „Ég var að vakna, ég sef á mjög afbrigðilegum tímum núna," seg- ir Sóley og hlær sínum sjarmerandi hlátri. Sársaukafull fæðing Hvað kom þér mest á óvart við að eignast barn? „Sársaukafull fæð- ing, mun verra en ég bjóst við. Ann- ars er þetta alveg yndislegt. Ég bjóst „Ég bjóst alveg við því að vaka á nóttunni svo það kom mér ekkert brjálæðislega á óvart." alveg við því að vaka á nóttunni svo það kom mér ekkert brjálæðislega á óvart. Mestu viðbrigðin eru hvað ég hef lítinn tíma fyrir sjálfa mig. Ég þarf til dæmis að plana sturtuferðir og búðarferðir. Eru vinkonur þínar komnar með börn? „Nei, en það eru nokkur á leiðinni. Það er frábært og munar öllu." Er stelpan komin með nafn? „Nei, hún er óskírð litla dúllan. En nafnið er komið, við erum bara ekki búin að tilkynna fjölskyldunni það ennþá svo ég gef það ekki upp. Við ætíum að skíra hérna heima og bjóða nánustu fjölskyldu." Gaman að vera komin aftur í útvarpið Er ekkert mál að vera komin með útvarpsþátt þegar stelpan er enn svona lítil. „Nei þetta er ekkert mál. Hún á líka svo duglegan pabba." Hvernig kom þetta til? „Það var bara hringt í mig. Þetta kom sér mjög vel af því að ég er alveg hætt að spila og það er mjög gaman að vera komin aftur í útvarpið. Ég var þar síðast fyr- ir aldamót. Þá var ég svo mikill hipp- hoppari," segir Sóley sem er farin að spila mun fjölbreyttari tónlist en áður. Sóley er auðvitað vön því að velja plötur og smella þeim á fóninn svo hún á ekki í miklum vandræðum með að undirbúa þættina sína. „Ég þarf auðvitað að passa að ég sé ekki að spila sömu lögin." Glóandi Sóley Nýbúin að eignastsaklaust stúlkubarn og er strax komin í útvarpið. Píkupopp Útvarpsþáttur Sóleyjar á Rás 2. Hvað sem það er, hvort sem þér leiðist eða langar að prófa eitthvað nýtt þá höfrnn við svörin fyrir þig. DV veit sínu viti og fylgist vel með því sem er nýtt í búðum, nýjum stöðum eða einhverju sem er móðins ákkúrat núna. Góður lestur fyrir fyrir kaldar nætur A Spot of Bother Nýasta bók Mark Haddon. Hún er till bókabúöum landsins á ensku. Mark Haddon fæddist í Northamp- ton í Englandi árið 1962 og lauk prófl í enskum bókmenntum frá Merton College í Oxford og Edinborgarhá- skóla. Mark Halldon hefur skapað sér nafn sem myndskreytir en hann hefur teiknað skopmyndir og teiknimynda- sögur fyrir blöð á borð við New States- man, Private Eye, Sunday Telegraph og Guardian, en þar var hann meðhöf- undur að teiknimyndasögunni Men - AUser's Guide. Verðlaun fyrir Furðulegt háttalag Mark Haddon hefur skrifað töluvert fyrir sjónvarp og meðal annars unnið til tvennra BAFTA-verðlauna, auk fjölda annarra viðurkenninga. Fyrsta bók hans fyrir eldri lesendur var Furðulegt háttalag hunds um nótt (The Curious Incident of the Dog in the Night-time) en hún vakti mikla lukku en hann fékk „Whitbread Book Awards" árið 2004 fyrirþá bók. Ný bók sem lofar góðu Nú er hægt að nálgast nýjustu bók- ina hans „A Spot of Bother" í verslun- um Máls og menningar en hún kom út núna fyrir skömmu. A Spot of Both- er gerist í Peterborough og er aðal- persónan George og er hann komin á eftirlaun. Hann hefur miklar áhyggj- ur af að hann sé kominn með krabba- mein og eiga þessar áhyggjur hug hans og hjarta allt. Dóttir George, Katie, er að fara að gifta sig í annað sinn manni sem föður hennar líkar ekkert við og sonur hans Jacob er hommi. Það er alltof mikil dramatík í lífi George og er þetta hon- um ofviða Skrautieg saga og einstakar persónur Sagan er sögð í þriðju persónu en frá fjórum sjónarhomum eða persón- um sem allar eiga það sameiginlegt að hafa lent í einhveiju sem gerir það að verkum að þau eigá sín- mk ar slæmu hliðar og daga. Citt onrmnKlil/iA Ct* FURöUI tr Eitt augnablikið ákveð ur ein persónan í bók- inni að fara í sturtu og framkvæma á sjálfum sér aðgerð. Eins og höfund- urinn sagði þá vildi hann skrifa um eitthvað allt ann- að en í lýrri bók Furðulegt háttalag sinni, Furðulegt hunds um nótt Sló i háttalag hunds gegn um allan heim. um nótt. Einn- ig vildi hann skrifa raunsæja sögu um fjölskyldu og einhvem heim sem hann þekkir vel. Karakteramir em trúverðug- ir og má með sanni segja að söguþráð- urinn sé skrautíegur. A Spot of Bother hefur fengið misgóða dóma enda má með sanni segja að væntingarnar séu miklar eftir hans síðusm bók. Mark Haddon Hrærðurað taka við verðlaun- um. Hann á langan feril að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.