Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2006, Blaðsíða 36
56 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 Helgin DV „Það var þegar ég var við nám úti í Ósló að kvenlæknir sagði við mig: „Þú ert með Multiple Sclerosis." „Hvað?" sagði ég. „Er það einhver rómverskur keisari?" „Þú ert með MS," sagði hún. Ég var fullfrískur og hafði engar áhyggj- ur en 1983 fór þetta að leggjast á fæt- urna á mér. Þá vorum við Edda kon- an mín komin heim og eignuðumst okkar fyrsta barn. Við eigum þrjú börn, strák og tvær stelpur. 1986 var þetta farið að há mér verulega, þrekið orðið lítið, sjónin farin að daprast og 1992 var ég kominn í hjólastól og hef setið í honum síðan," segir Kjartan. Ólst upp í Kópavoginum „Ég átti venjulega bernsku og gekk í skóla í Kópavoginum og útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Kópa- vogi áður en ég fór í nám til Noregs í norsku og málvísindum. Svo las ég líka bókmenntir við Háskóla íslands eftir að ég kom heim. Draumur þinn rætist tvisvar er svona uppvaxtar- saga, sem kannski fjallar um árin í Kópavogi. Eftir að ég kom heim frá Noregi skrifaði ég líka fyrir Moggann og Dabbann og var líka með pistla í útvarpinu. 1986 stofnaði ég örlagið og fór að gefa út því ég var alltaf að skrifa eitthvað, sem mér fannst að aðrir mættu lesa." Aldrei bitur vegna sjúkdómsins Bundinn í hjólastól með sífellt þverrandi krafta heldur hann áfram að skrifa, áfram að gefa út. Stundum voru skrifin ekki efnismikil en alltaf innihaldsrík. Gleðin er í orðunum, brosið óafmáanlegt, kímnin alltum- lykjandi. Hef alltaf átt góða að „Þetta eru 10 ára gamlar syndir, þessi hljóðdiskur. Sigurður Skúlason leikari tók að sér að safna öllu sem Verst þegar ég missti tölvuna „Ég var alltaf að skrifa þrátt fyrir að þrekið væri að þverra og sjúkdóm- urinn ágerðist og gat notað tölvuna. Var með 17" skjá frá Blindrafélaginu en svo tók tölvan upp á því að klikka og eftir það var ekkert að gera annað en að hætta að skrifa en ég hef gefið út tvær bækur síðan. Þetta er einhver árátta í manni að vera alltaf að gefa út. Nú er flest útkomið, þannig að ég fer að hætta þessu bráðum." Um að muna á ný „Þessi nýi hljóðdiskur fékk nafnið Allt sem var gleymt er munað á ný, því ég fór að muna þessi skrif mín á ný þegar ég heyrði diskinn. Ég undr- aðist þetta náttúruiega en það þurfti auðvitað að segja hver hafði skrifað svona skemmtilegan texta. Síðan á eftir að ganga frá dreifingunni held ég en ég held þó að diskurinn fáist í Máli og menningu og Pennanum." Kjartan er orðinn þreyttur ogrödd- in verður eilítið óskýrari. Blaðamað- ur fær leyfi til að senda ljósmyndara daginn eftir, niður í Sjálfsbjargarhús- ið í Hátúni 12 þar sem Kjartan hefur dvalið síðustu sex árin. „En ekki fýrr enn eftir klukkan ég hef skrifað og var óútkomið og hann og Arnar Jónsson ásamt fleir- um lásu þetta inn á diskinn. Það er gott að hafa slíka snillinga í sínu liði. Það er auðvitað Örlagið sem gefur þetta út og hefur gefið næstum allt út eftir mig, nema Kata mannabarn og stelpa sem ekki sést, sem er barna- bók og Æskan gaf út. Ég hef skrifað einar sjö eða átta bækur. Skáldsög- una Draumur þinn rætist tvisvar og tvær ljóðabækur, önnur hét Dagbók Lasarusar og svo auðvitað smásög- ur. Ég gaf líka út smáprent Örlagsins í mörg ár, örleikrit og fleira. Þessi ör- leikrit eru nú komin út á bók." Höft í dag er fossinn í klakaböndum svo hann missi ekki niður um sig vatnið Á morgun kemur sólin og bræðir af honum böndin Þá mun hann standa berstrípaður fyrir hvers manns augliti með vatnið á hælunum Verður mikið híað? Úr Ijóðabókinni Dagbók Lasarusar þrjú. Ég ligg fyrir mestallan daginn og hlusta á útvarp, helst Rás 1. En það er gott að vera hér og þær sinna mér vel, vinkonur mínar sem vinna hérna." Örlagið 20 ára „Ég sá Kjartan fyrst 1990 á fýrir- lestri hjá jóganum Gurundev í Borg- arleikhúsinu og fannst strax að ég þekkti hann. Skömmu seinna upp- hófst samvinna okkar og vinátta sem hefur varað síðan. Ég las úr verkum hans inn á kasettur fyrir Blindrafé- lagið en sérstaklega var það uppvaxt- arsagan hans Draumur þinn ræt- ist tvisvar, sem heillaði mig. Það er ákaflega falleg bók og ég fann í henni samhljóm við mitt eigið líf. Ég álít hana vera hans helsta höfundarverk og ég las hana líka í útvarpið þannig að hún gæti verið einhverjum kunn. Kjartan stofnaði örlagið 1986 og hefur gefið út bækur eftir Berglindi Gunnarsdóttur og Jóhann Hjálmars- son auk sinna bóka. Á þessum diski er valið efni úr 20 ára sögu Örlags- ins," sagði Sigurður Skúlason leikari sem séð hefur um útgáfu hljóðdisks- ins. Lesarar auk Arnars og Sigurð- ar eru Berglind Gunnarsdóttir, Gísli Helgason, Helga Jónsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Sindri Sigurðarson og Sólveig Arnardóttir, auk þess sem Kjartan les eitt ljóð sjálfur. kormakur@dv.is Kjartan Árnason Hefur alla lið verið afar ánægður með þá þjónustu sem hann hefur fengið i Sjáífsbjargarhús- inu. „Þetta eru allt vinkonur minar." Kjartan Árnason rithöfundur hefur barist viö MS-sjúk- dóminn í 26 ár. Þrátt fyrir að þessi ólæknandi og illvígi sjúkdómur sé að leggja hann að velli hefur Kjartan aldrei látið bugast, aldrei gefist upp, en hann veit að endalokin nálgast og hefur nú lokið hljóðritun sinnar hinstu kveðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.