Nýr Stormur - 30.06.1967, Side 4
Ð
%MMUR
FÖSTUDAGUR 30. júní 1967
VIÐTAL VIÐ HVÍTA HÚSIÐ
— Halló, er það í Hvítahús-
Inu?
— Jee, það er ég, Lindón
Johnson.
— Það er hann Bjarni sem
var í garðinum hjá þér hérna
um árið.
Bjarni: Þakka þér kærlega
fyrir síðast. Mikið var gaman
þó ég fengi nú ekki að skoða
húsið. Hundarnir, það voru nú
meiri skepnurnar, þeir hljóta
að éta einhver ósköp, ég er
viss um að þeir fara með dilk-
skrokk á dag. Svei mér ef þeir
eru minni en fyrstakálfs kvíg-
ur heima hjá okkur á Sögueyj-
unni.
Ég var nú rétt búinn að
gleyma því, að hann Gylfi bað
kærlega að heilsa þér og kon-
unni þinni, með þakklæti fyr-
ir hveitið og tóbakið, sem kom
sér svei mér vel. Þó þetta sé
nú farið að minnka, það mun-
ar um minna en 50 milljónir.
Það hefði þótt góður skilding-
ur á árunum sem hann Ey-
steinn hokraði kringum 1934,
þá voru öll fjárlögin um 16
milljónir. — Þetta var nú að-
eins útúrdúr — þú fyrirgefur
hvað ég er orðmargur, en það
er ekki á hverjum degi sem
maður fær tækifæri til að tala
við voldugasta mann heimsins.
Johnson: Já, satt segir þú,
Bjarni minn. En hvað er ann-
ars að frétta úr sveitinni hjá
ykkur, gekk sauðburðurinn
vel, var margt tvilembt?
Sluppu menn með hey? Þetta
voru víst mestu harðindi hjá
ykkur. Ég er nú sjálfur bónda-
karl í Texas, og þegar þurrk-
arnir ætla að drepa allt, það
er nú ekkert grín, Bjarni sæll,
að eiga allt undir sól og regni.
Mín tillaga er, að þetta árið
lítið þið aurana frá mér þess-
ar 50 milljónir, ganga til bænd
anna, svo þeir geti greitt skuld
ir sínar við Kaupfélögin.
Bjarni: Ég er alveg sammála
Lindon minn. Hvort hann Ing-
ólfur verður glaður, ég veit
hann hefði beðið að heilsa þér
ef hann hefði verið hér, en
hann er nú fyrir austan á Hellu
að gera upp fyrir kaupfélagið.
Mér er nú sama hvað skömm-
in hann Gylfi segir, hann er
nú alltaf á flakki og heldur
veizlur á ríkisins kostnað. Hon
um er ósárt um harðindin —
hann vill helst leggja bænda-
stéttina niður, ekki við trog,
en svona hérumbil.
Johnson: Djöfull er að heyra
þetta. Veit hann ekki að
„bóndi er bústólpi og bú er
lnndstólpi.“ Láttu dónanna
reikna það út með sinni dokt-
orsgráðu, hvernig við í USA
færum að fæða 400 milljónir
Indverja ef við hefðum ekki
bændur? Jafnvel hann hr.
Gylfi ykkar æti ekki rjóma-
pönnukökur daglega allan
þingtímann ef hann hefði ekki
hveitið frá mér. Þetta er nú
gott, ég bið að heilsa Ingólfi,
ekki Gylfa.
Bjarni: Þú eijt stór í sniðcn-
um Lindon, 4g skal styðja
dreifbýlið og bændastéttina.
Ég tek þá Eystein, hann býð-
ur í gættinni og hendi Gylfa í
Seðlabankann, Jóhannes get-
ur skotið undir hann stól-
garmi.
Lindon: Nú líkar mér við
þig. Þú skalt sannarlega fá að
skoða Hvítahúsið næst, og ég
skal skreppa með þig til Tex-
as, þar er nú búið laxmaður,
ég hef mitt eigið mjólkurbú óg
sláturhús!
Bjarni: Það er nú munur
„Hólastóll eða hundaþúfa“. Ég
á bara kofan minn í Háuhlíð-
inni við hliðina á honum Tolla
sem stjórnaði Bændahöllinni.
Annars er nú bezt að koma sér
að efninu: Það var verið að
kjósa hérna um daginn, ég
hékk á einu atkvæði og nú sit
ég fastur í þessum fjanda
næstu fjögur ár. Hjá mér er
nú allt á hausnum eftir 8 ára
góðæri, jafnvel þó ég hafi
þessa milljón á dag frá ykkur
vermdurunum í Keflavík. Ég
vona að þú farir ekki að kalla
strákana þína heim, stelpurn-
ar hérna yrðu alveg óðar, þær
myndu jafnvel reyna að synda
vestur.
Ég rak Gunnar Thoroddsen
í útlegð til Danmerkur eftir að
allt. var komið undir kvið hjá
honum. Magnús á Mel dugar
Frh a bls 6
Sama dag og Bjarni Ben.
talaði í útvarpsræðu um mark-
að, sem hér sýnist vera fyrir
hinn ótrúlegasta óhroða í blöð
um, birti Lesbók Morgunblaðs
ins í grein, er nefnist „Af göml
um blöðum“, þar sem sagt er
eftirfarandi um Jóhannes á
Borg:
„Meðal farþcga með Skál-
holti 1907 var Jóhannes Jós-
epsson glímukappi frá Akur-
eyri, og einnig Jón Helgason
fimleikamaður, síðar íþrótta-
kennari í Rússlandi' og heild-
sali í Kaupmannahöfn. Jóhann
es leit ekki á okkur strákana
frekar en við værum hundar,
mér fannst hann hrokalegur,
og hefir alltaf verið illa við
hann síðan.
Þó fór ég í Iðnó og horfði á
Jóhannes glíma grísk róm-
verska glímu við Óskar Flaat-
en, heljar mikinn norskan
bolta, sem sýndi hér með A.
Hammer fimleikamanni, katt-
liðugum apaketti, sem gerði
alls konar kúnstir. Og Jóhann-
es stóð sig vel, því verður ekki
neitað, og það var gott vegna
okkar göfugu þjóðar, sem er af
konungum komin, en ekki
vegna Jóhannesar. Eftir sýn-
inguna sagði kona, að sér fynd
ist dónaskapur af Jóhannesi
Jósepssyni að ganga berlær-
aður til rómversk-kaþólskrar
glímu, sem þótti vel sagt. En
mikið var ég feginn er ég frétti
síðar, að Jóhannes hefði legið
í konungsglímunni á Þingvöll-
um. Honum var það mátulegt.
Jón Helgason var eftir því
ljúfmenni, sem Jóhannes var
hrokalegur. Ég bar mikla virð-
ingu fyrir honum, og hefir allt-
af þótt vænt um hann. Eftir
1920 kom hann hingað ör-
snauður farandsali. Þá keypti
ég af honum ómerkilegt skran
fyrir um 8 þúsund danskar kr.
Ég hefði ekki keypt af Jóhann-
esi, en þá var ég mattadór.
Og svo var það 1912, er ég
var tvítugur. Ég var þá ríkur,
átti 5 krónur og keypti flösku
af brennivíni, beztu tegund
hjá Bensa Þór.
Ég bauð pabba inn á Norð-
urpólinn, þar seldi gamli Ás-
geir kaffi og gaf snafs, eins og
á vertshúsinu á Hvammstanga.
Þetta var á sunnudagsmorgni
og talsvert margir viðskipta-
vinir að drekka kaffi. En þeir
voru allir með húfuna fyrir
andlitinu, svo þeir þekktust
ekki. Okkur langaði ekki í
kaffi, en hvísluðum, að við
vildum viskí, og var þá boðið
inn í stofu. Ásgeir gamli var
bezti karl, þó hann hefði sína
galla, ég er viss um að ég
hitti hann sjá sankti Pétri. Þá
sá ég fyrst blessaðan forset-
ann, og leizt strax illa á hann.
Hann var þá stúdent, og leit á
mig með ógnar fyrirlitningu,
rétt eins og ég væri einhver
ómerkileg persóna. Ég segi
það satt, að mér hefir alltaf
verið illa við hann síðan, þé
hann hafi aldrei gert mér neitt
mt.“
Hefði nokkur „gul pressa“,
eins og Sveinn Ben. ráðherra-
bróðir kallar skorinorð blöð,
leyft sér að bera þetta fram
fyrir þjóðina — og það á sjálf-
an þjóðhátíðardaginn?
fyrir
unga
og gamla M
STEINALDARMENNIRNIR
Fred Flintstone og fjölskylda
Fyrirgefðu, Betty, ég
held Ig verði a« hring-
ja eftir iœkni handa
Jpeira....
Irid.mnk o( S<f..n G.md
HundraS neanderthils'heraienn korau
dSndrandi yfir hœuina.. við
þeim salibunu af eteinura og,
íe'var alveg að ni.
i hípunktinuk:
""s
(Aðsent)