Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1959, Page 5

Freyr - 01.03.1959, Page 5
REYKJAVÍK, MARZ 1959 HARALDUR ÁRNASON: Véla- og verkfæraprófanir í nágrannalöndunum -----------------------------------------N Eftirfarandi grein er hluti af skýrslu Har- alds Árnasonar, vélaráðunauts Bf. ísl., um ferg hans til Vestur- og Norður-Evrópu á s.l. sumri. Haraldur heimsótti m. a. vélareynslu- stöðvar, landbúnaðarsý ningar og búvélaverk- smiðjur. í eftirfarandi kafla se;;ir hann frá vélareynslustöðvum í nokkrum löndum. V----------------------------------------- Bretland. National Institute of Agricultural Engi- neering (NIAE) með höfuðbækistöðvar í salakynnum gamallar hallar í Wrest Park, Silsoe og útibú Scottish Machinery Testing Station í Howden, Skotlandi, er sennilega fullkomnasta verkfæra- og vélaprófunar- stofnun, sem um getur. Starfsliðið er milli þrjú og fjögur hundr- uð manns og aðstaða mjög fullkomin, hvað uiælitækjum og verkstæðisáhöldum við- kemur. Stofnunin vinnur í nánum tengslum við vélaframleiðendur, enda er í Bretlandi framleitt mikið af alls konar búvélum, bæði til heimabrúks og útflutnings. Framleiðendur eru ekki skyldugir til að láta prófa vélar þær, sem þeir selja, en flestum finnst hagur í því að láta prófa vélarnar og geta þá notað skýrsluna um prófunina til að sýna kaupendum fram á gæði vörunnar. Skýrslur um niðurstöður prófana eru ekki birtar, nema framleiðandi óski þess. Séu skýrslur ekki birtar, er bannað að nota í auglýsingaskyni þá hluta skýrslunnar, sem geta um hagstæða eiginleika vélanna, nema birt sé hitt líka í auglýsingunni, sem er mið- ur hagstætt. Brjóti framleiðandi samninginn um próf- unina á einhvern hátt, verður skýrslan birt, hvort sem hann vill eða ekki. NIAE hefur ekki einvörðungu með hönd- um vélaprófanir, heldur líka margs konar tilraunir með tæknilega hluti, svo sem gróð- urhúsatilraunir með sjálfvirka vökvun, áburðarnotkun og staðsetningu áburðar í

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.