Freyr - 01.11.1960, Page 3
KORNSKURÐUR Á EGILSSTÖÐUM
Kornskurður á Egilsstöðum.
„Fögr er hlíðin, svo at mér hefir hon
aldri jafnfögr sýnzk, bleikir akrar, en
slegin tún, ok mun ek ríða heim aptr
og fara hvergi.“
Orð þessi eru öllum kunn, þau eru höfð
eftir Gunnari á Hlíðarenda, er hann hafði
verið útlagi dæmdur, var ferðbúinn en leit
heim til hlíðarinnar fögru og ákvað svo að
taka hverju er að höndum bæri og fara
hvergi. Þessi ummæli hans voru mér í huga
er ég sveif á fáki fráum, gandreið um loftin
blá og lenti svo á flugvellinum hjá Egils-
stöðum á Héraði, hinn 13. september síð-
astliðinn.
Það var áliðið dags. Sól var í suðvestri og
baðaði hún Héraðið allt; haustfölvi var
víða um ása og fell, en í byggð blöstu við
bleikir akrar og slegin tún, bændabýlin
þekku og svo Lagarfljótið og nýja brúin, og
mörg önnur mannvirki og náttúrusmíðar
um gjörvallt Hérað, allt frá Héraðssandi til
Snæfells langt í suðri.
Víð er byggð og fögur, enda löngum bú-
sæld verið hér um slóðir, allt frá upphafi
íslandsbyggðar, en að sjálfsögðu hafa
hrammar harðæra einnig káfað um sveitir
hér, og verið meinvætti mönnum og mál-
leysingjum við og við um allar aldir.
En nú blasir það við í dýrlegu litskrúði
haustsins. Sunnanvindur fer um byggð og
ból og þerrar það, sem þurrka. skal, og þá
auðvitað líka kornið þeirra Egilsstaða-
bænda og annarra bænda um þessa slóð, sem
framtak hafa sýnt og bætt við nýjum lið
framleiðslu á búum sínum þar sem korn-
ræktin er. Gandreiðin lækkar flugið og á
hægri hönd bylgjast kornakurinn bleikur
fyrir krafti vindarins — það eru ölduföll á
Lagarfljóti grábláu og á bleikum byggakri.
Og hingað er ég kominn til þess að stað-
festa og vottfesta framtak bænda, bænda
á Fljótsdalshéraði, og sérstaklega bænd-
anna á Egilsstöðum í þetta sinn, en næst
þegar ég kem veit ég, að þeir verða margir
bændurnir á þessari slóð, sem rækta korn
og uppskera með nýtízku fyrirkomulagi.
Kornræktin á Egilsstöðum á ekki langa
sögu að baki en þeim mun eftirtektarverð-
ara er framtak Sveins bónda og sona hans,
og þeim við hlið standa ráðunautar héraðs-
ins nú og ýmsir áhugasamir bændur,
ákveðnir í því að rækta meira og miklu