Freyr - 01.11.1960, Page 8
336
FRE YR
skipta um poka, hagræða þeim jafnóðum og
kornið fyllir þá, binda um opin og láta þá
falla í röst þar, sem bíll kemur og ekur
þeim heim til þurrkunar. Það eru verklegar
athafnir þetta og hér er eiginlega sá örygg-
isventill fundinn, sem alltaf hefur skort til
þess að gera kornræktun á íslandi örugga.
Uppskeran er góð hér á Egilsstöðum í ár,
ómæld enn að vísu en líklega 25—30 tunnur
af byggi af hverjum hektara. Og hér eru
akrar nú um 17 ha. Uppskeran ætti því að
verða milli 4—500 tunnur samtals. Og svo
hafa ráðunautarnir umsjón með sýnisreit-
um, og bændur hér austanlands rækta í ár
korn á álíka landssvæðum og akrarnir nema
hér á Egilsstöðum.
Ef reiknað er með álíka uppskeru hjá
þessum aðilum má áætla að uppskera korns
nemi 800—1000 tunnum um Austurland í
sumar, eða 80—100 tonnum.
Ráðunautarnir tjá mér, að áhugi fyrir
kornræktun breiðist ört um starfssvæði
þeirra, og að víst sé, að á næsta ári verði
akrar á miklu fleiri stöðum en í sumar og
víðátta kornakranna að sama skapi meiri.
Auk þessarar mikilvirku uppskeruvélar er
sjálfbindari og þreskivél til, sem einnig má
nota og þá einkum á hinum minni ökrum.
Það korn, sem uppskorið er með þeim tækj -
um, verður náttúrulega sett í bindi og þurrk-
að á gamla vísu. En kornið, sem upp er
skorið með AKTIV þarf líka að þurrka. Til
þess þarf sérstakan umbúnað og er það önn-
ur saga, sem hér skal ekki rakin, en þurrk-
unarstöðvar verða sjálfsagðar og eðlilegar
þegar kornyrkja verður hér að framkvæmd
í fullri alvöru, en um það skulum við ekki
efast, því að á þeim landssvæðum, sem hægt
er að sá í apríl og fyrst x maí er kornræktun
sennilega jafn örugg og kartöflurækt, þegar
fengin er sú tækni, er viðeigandi er að nota
til björgunar uppskerunni á haustnótt-
um. Og hér er hún komin.
Að viðstöddum fréttamanni frá Ríkisút-
varpinu, er sagði frá athöfnum þennan dag,
í fréttaauka um kvöldið þann 14. september
s. 1., var ég áhorfandi og vottur að athöfn-
um þeim er fóru fram hér á Egils-
stöðum. Ég ætla og endurtek, að þessir
atburðir marki þáttaskil í búnaðar-
sögu okkar og að hér sé trygging fundin
fyrir því, að tilraunirnar á Sámsstöðum og
niðurstöður þeirra sýni hundraðafaldan
árangur á komandi tímum.
Landbúnaðarráðherra, sem hér var einn-
ig viðstaddur nefndan dag, og vottur að at-
höfnum og árangri þeirra, lét svo um mælt,
að nú væri tími til komiixn, að kornræktar-
frumvarp það, er komið hefur fram á Al-
þingi en legið hefur of lengi í deiglunni
um undanfarin ár, verði samþykkt og með
því stuðlaö að aðild ríkisins til þess að auð-
velda byrj eixdatökin á framleiðslu korns um
sveitir landsins.
Reynslan hefur sýnt, að meira en 30 ára
starf við ræktun korns á Sámsstöðum hef-
ur ekki skapað fordæmi í nágrenninu til
þess, að þar yrði kornyrkja almennt upp
tekin, sem liður í búskap bæixda.
Fordæmi Egilsstaðabæxxda, með þriggja
ára kornrækt, hefur þegar skapað áhuga,
sem virðist almennur um Austurland og með
tilkomu þessa nýja tækis standa vonir til
þess, að áhugaaldan breiðist ört og birtist
í ljósi veruleikans sem nýsánir akrar að
vori og víðáttumiklir bleikir akrar á haust-
nóttum um gjörvallar sveitir landsins, en á
vissum stöðum rísa þurrkunarstöðvar og
kornhlöður bændanna, rétt eins og gerist
hjá bændum grannþjóða okkar.
Þegar gandreiðin hóf sig á loft frá Egils-
staðaflugvelli, miðvikudaginn þann 14.
september, undir stjórix Björns Pálssonar,
með Ingólf Jónsson, landbúnaðarráðherra,
Stefán Jónsson, fréttamann útvarpsins,
Árna Gestsson, vélakaupmann og undirrit-
aðan innan borðs, í bláfugli Björns, bland-
aðist niður kornþreskivélarinnar á akrinum
dyn farkosts okkar, og á þessum lygna og
sólbjarta haustdegi var sambland niðs
þessa táknrænt forspil að þeirri hljóm-
kviðu tæknibúnaðar íslendinga, sem not-
aður verður við kornyrkju í framtíðinni.
Og bleikir akrar og slegin tún blasa við
er horfið er til Héraðs. G.