Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1960, Page 11

Freyr - 01.11.1960, Page 11
er falin Jean de Fontenay, er verið hefur ráðunautur í Borgarfirði, en hann fór ut- an síðastliðið vor til þess að kynna sér fram- leiðslu grænmjöls og grasmjöls í grann- löndunum. Verður kornræktin að sjálfsögðu og í hans forsjá, en gera má ráð fyrir að hún verði verulegur þáttur í þessari starf- semi, og ef til vill sá veigamesti er til lengd- ar lætur. Þarfir okkar fyrir kornvöru eru miklar en fyrir grasmjöl litlar, nema ef svo reynlst, að grasmjöl verði samkeppnis- fært við hey, að því er verð og gæði snertir. Úr ýmsum áttum hafa spár verið uppi um það, að íslenzkt heymjöl gæti orðið útflutn- ingsvara. Líklega hefði það tekist síðastlið- ið vor, eftir að gengi íslenzkrar krónu var fellt, en fyrr en nú hefur alls ekki komið til mála að framleiða þessa vöru hér á sam- keppnisfæru verði. Á síðasta vetri var heildsöluverð á gras- mjöli á frjálsum markaði um og yfir 600 danskar krónur lestin (1000 kg) en það er um 3—3,30 íslenzkar hvert kg. Nú er verð- ið um 400 krónur lestin eða um 2.20 ís- lenzkar hvert kg. Gras og hey skorti um Norður-Evrópu í fyrra; nú er hvorutveggja til í ríkum mæli, það ríður baggamuninn, enda framleiddu sumar verksmiðjur Evrópu sáralítið eða ekk- ert af grænmjöli í sumar. Menn gera sér vonir um, að hægt verði að flytja grasmjöl til útlanda Gott ef svo gæti orðið, en varla er þess að vænta í venjulegu árferði, En sumur eins og 1959 geta komið fleiri um Norður-Evrópu og þá vaxa líkurnar á markaði fyrir okkar vöru, þó svo framt að hún uppfylli þau skilyrði, er gerð eru til slíkrar vöru. En hvað sem bví líður þá er tilraun sú, er hér um ræðir, fullkomlega tímabær og réttmæt, enda verður að gera ráð fyrir, að unnið verði með forsjá og fyrirhyggju í hvívetna að framkvæmdum öllum. Fábreytni í framieiðslu okkar er allt of mikil og því ber að fagna hverri nýrri fram- kvæmd, er eykur fjölbrevtni framleiðslunn- ar. Lengi var búið að hevia hráskinnsleik um áburðarverksmiðjumálið unz til fram- kvæmda kom. Hver mundi nú vilja án áburðarverk- Plægja sl<al yfir 200 ha nú. (Ljósm.: J.F.) smiðju vera? Og hvar mundi nú fenginn sá gjaldeyrir, er þarf til þess að kaupa köfnunarefni erlendis, er jafngildi því, sem er í 18—20 þúsund lestum af Kjarna? Menn kunna nú orðið nokkurveginn að rækta gras, en vera má að það lærist enn betur. Með því að hagnýta það rétt má eflaust fá ágætt hráefni í grasmjöl hér, rétt eins og í Noregi. Rekstur verksmiðju til grasmjölsframleiðslu er rétt og sjálfsagt að móta eftir reynslu, sem fengin er þar, sem skilyrði eru líkust og hér. Ef við val búnaðar í verksmiðjuna er tekið tillit til hins háa verðs vinnuafls á fslandi þá getur aldrei skakkað miklu um framleiðslugetu og framleiðslukostnað. Tveir þættir eru þó óvissir, en það er grassprettan og svo vot- viðrisdagarnir, en þeir ráða langmestu um vinnudagafjölda á okkar svala og stutta sumri. Þessu atriði verður aldrei gengið framhjá, en þar getur reynslan ein og engar ágizkanir úr skorið. G.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.