Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1960, Page 22

Freyr - 01.11.1960, Page 22
35Ö PREYR Kartöfluverzlunin. Sú nýlunda hefur gerzt í haust í verzlunarmálum, að kaupmenn í Reykjavík hafa neitaff að selja kart- öflur, af því að þeir telja sig tapa svo miklu við að vigta þær sundur og setja í umbúðir, að hvergi nærri hrökkvi hin lögleyfða álagning til þess að bera kostnaðinn. Það er satt, að umbúðir munu vera orðnar dýrar, en hverju verði skal meta vinnu, húsnæði, og rým- un, við sundurvigtun kartaflnanna er líklegt að kaupmennirnir viti vel. Hins vegar munu kaupfélög og kaupmenn utan Reykjavíkur halda áfram sölu kartaflna eins og verið hefur — og taka þá á sig tapið við söluna!! Dýrasti hrúturinn, sem seldur var á uppboðum bænda á Gotlandi í haust, var sleginn fyrir 1.500 krónur (jafnvirði um 11.000 ísl. kr.), segir Jordbrukamas Föreningsblad. Sauðfé seldist fyrir gott verð á uppboðunum og var keypt af bændum úr fjarlægustu hlutum landsins, svo sem frá Gautalandi og alla leið úr Norðurbotn- um. — Kornuppskera um Norðurlönd hefur verið affallasöm í ár. Stór- rigningar gerði um víð svæði um það bil, sem upp- skera átti að hefjast og stórfelldar úrkomur voru langt fram í september. Svo mikil voru úrfellin sums staðar, að landsvæði lágu imdir vatni og birtu blöð og tímarit myndir af skrýfum er stóðu eins og smá eyjar á vatnasvæðunum. Samfara votviðrunum voru hlýindi og spillti það korninu ennþá frekar, því að víðar spíraði það í axinu. Uppskeran var nokkur að vöxtum, en er talin gæðarýr á stórum svæðum. Markaðsskýnslur greina frá því, að þetta hafi þó ekki veruleg áhrif á fóðrunarskilyrði búf járræktar- manna, því að frá Rússlandi fáist bygg í ár, sem sé ódýrara en annað fóður á markaði. Hins vegar mun nokkur vandi á höndum vegna þess, að maltbygg er hvergi nærri svo gott sem skyldi, en maltbygg er ræktað í ríkum mæli um öll Norðurlönd til ölgerðar. Garnaveiki berst til Noregs með búfé frá Skotlandi. f Noregi hefur gamaveiki í nautgripum verið óþekkt run langt árabil. Fyrir rúmum þremur árum síðan vora fluttir til Noregs nautgripir frá Skotlandi af Aberdeen-Angus kyni. Að siálfsögðu var full aðgæzla höfð við innflutning þennan, svo sem lög og reglur þar í landi mæla fyrir um, m. a. vora gripimir hafðir í sóttkví í heilt ár. í fyrstu var allt með felldu, og veikinda varð ekki vart í hinum innfluttu gripum. Síðastliffið sumar varð hins vegar vart nokkurra tilfella af garnaveiki í nautgripum, sem setja má í beint samband við innflutning á gripunum frá Skot- landi fyrir þremur árum síðan. og sumir hinna inn- fluttu gripa hafa nú veikzt af gamaveiki. Er ljóst var orðið, að alvarlegur búfjársjúkdómur hefði flutzt til landsins, gerðu norsk heilbrigðisyfir- völd þegar víðtækar ráðstafanir til bess að reyna að kveða sjúkdóminn niður, hvernig sem til tekst. Hér er ennþá eitt dæmi um áhættu þá, sem alltaf er samfara innflutningi búfjár. Mjólkurfitan. Hvers vegna er kvöldmjólkin feitari en morgun- mjólkin? Þannig hafa menn oft spurt um öll lönd, en enginn getað svarað. Nú hafa þýzkir vísinda- menn tekið upp það hlutverk að finna ástæðuna, og þeir telja að hennar sé að leita í ljósáhrifum. Þeir létu kýmar standa í myrkri að deginum en björtu ljósi að nóttunni, og með því að gera þannig dag að nóttu og nótt að degi reyndist morgunmjólk- in feitari en kvöldmjólkin. Þar með slógu þeir því föstu að hér sé um ljósáhrif að ræða. I™ Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar | — Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. - • Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200 BUNAÐARBLAÐ Áskriftarverð kr. 90.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.