Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 7
FREÝR iðl hestafla dráttarvél og jarðtætara, með nál. 180 cm vinnslubreidd, geta ræktunarsam- böndin veitt bændum hagstæða þjónustu un mesta annatímann. Með slíkri vél hefur Ræktunarsamband Kj alarnesþings haft samfellda vinnu i 2 y2 mánuð að vorinu og talsvert verkefni að haustinu við jarðtætingu og plægingu með fasttengdum plóg. En nóg er til af þrískera- plógum í þessu augnamiði. Skurðgröfur eru nú fáanlegar, sem ýms- ir telja hentugar við groft vatnsleiðslu- skurða og alls konar lokræsagerðar. Eru þær tengdar við hjóladráttarvélar, en eru of dýrar fyrir flesta bændur. Aftur á móti er líklegt, að þær væru mjög æskilegar sem umferðatæki í eigu ræktunarsam- banda, ef þær standast vel reynzluprófun Verkfæranefndar. Saxsláttuvélar eru helztu heyskapar- tækin, sem hugsanlegt er að starfrækja af ræktunarsamböndum, en þó aðeins með því að samstarf nágranna annizt tafar- lausan heimflutning heysins, til votheys- gerðar. Loks er áratuga reynzla Klemenzar á á Sámsstöðum farin að bera ávöxt í al- mennari áhuga fyrir kornrækt en nokk- uru sinni fyrr. Til lítils mun þó — fyrir fáliðaðann — að fara á stúfana, í þessu augnamiði, heldur einungis í samtökum heilla sveita, sem borið geta kostnað af kaupum nútíma fjölerða við kornrækt. Vafalaust eru möguleikar fyrir ræktunarsambönd að gerast virkir aðilar í kornræktarsambönd- um, er vilja hefja íslenzka kornrækt til þjóðnytja, þar sem kornræktarskilyrði eru talin æskileg. Enn hefur orðið að flytja inn erlendar kartöflur í flestum árum og sumar sveitir rækta ekki nóg til eigin þarfa. Með upp- skeruvélum, sem sekkja uppskeruna jafn- óðum, breytist aðstaðan mikið, til kart- öfluræktar. Til framfara mundi horfa, ef bændur sameinuðust um spildur við hæfi slíkra uppskeruvéla. Væri þá ástæða til, að rækt- unarsamböndin réttu þeim örfandi hönd, með því að kaupa og starfrækja fyrir þá samstæðu til niðursetningair, raðhteins- unar og upptöku. Ef tekst að örfa samhjálparviljann, og ræktunarsamböndin gera siitt til að tryggja almenningi not nýrra, stórvirkra vinnusparandi véla, er von um, að bændur geti enn um sinn unað einyrkjabúskapnum. Markmið atvinnuveganna er: að nýta sem bezt vélaorkuna, auka með því fram- leiðBluna og spara mannsaflið. Á þann hátt hefur tekizt að bæta lífskjörin og auka tómstundir til listsköpunar og menningar sóknar. Þetta þarf einig að verða markrrtið bændastéttarinnar. Menntamenn í land- búnaðarmálum þurfa að beita sér fyrir tilraunastarfsemi um bústærð og búrekst- ur, sem vel getur nýtt vélaorkuna, veitt starfsfólkinu vikulegah frídag og önnur frí, er jafngilda sumarfríum annarra stétta. Þá ber einnig að meta hversu að- staða stóru búanna er margfallt betri en smábúa, til þess að fá notið starfskraíta sérfræðinga í þeirri búgrein, er mestu skiptir fyrir hvert bú. En allir atvinnuvegir verða að afla sér vísindalegrar reynzlu, landbúnaðurinn engu síður en aðrir. Með hugleiðingum þessum vildi ég leggja áherzlu á mikilvægi samstarfsins í framleiðslu og vierzlunarmálum bænda- stéttarinnar. Með skírskotun til stöðu bændastéttar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.