Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 11

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 11
FRE YR 195 FJÓSGÓLF úr steyptum plönkum Umfangsmiklar tilraunir eru gerðar með hjarðfjós hin síðari ár, bæði til þess að komast að raun um hagkvæmni þessa fyr- irkomulags við búreksturinn, þar eð talið er að vinna við gripahirðingu sé auðveld- ari i hjarðfjósum en básafjósum, og svo til þess að reyna ýmsar tegundir byggingar- efnis og byggingafyrirkomulags, ef verða mætti til þess að finna hin hentugustu oyggingarefni og haldgæði þeirra, en það hefur aftur áhrif á viðhaldskostnaö — og um leið reksturskostnað — bygginganna. Á nokkrum árum hafa menn komizt að Handbókinni er farið milliveginn og ráð- lagt að nota 1 til 2%. í aðalatriðum er vítissódaaðferðin sú, að hafa tvo umganga af spenagúmum og annan umganginn í vídissódaupplausn á meðan hinn er í notkun. En öðru hverju er bezt að taka öll gúmin og sjóða þau í 20 mínútur eða svo í 1 til 2% vítissóda upp- lausn. Er þá nokkuð öruggt að allar mjólk- urdreggjar, sem eftir kunna að hafa orðið, muni hreinsast burtu. Vítissóda upplausn- ina verður auðvitað að skola vandlega af gúmunum, áður en þau eru tekin í notk- un, en vítissódinn skolast vel burt, af því hann leysist vel upp í vatni. Þar sem upp- lausnin geymist vel, og er nothæf i lang- an tíma, er heppilegast að geyma hana á þannig stað, að hún hellist ekki um og þar sem óviðkomandi ná ekki í hana, en hið sama gildir um flest hreinsi- og dauð- hreinsunarefni. Þetta eru nú í stórum dráttum helztu atriði, sem hafa verður í huga við hreins- un og dauðhreinsun á mjólkurílátum og mjaltatækjum. Leiðbeiningar um þessi efni má finna í Handbók bænda og ef frekari spurningar kynnu að vakna í hug- um manna, má skrifa Búnaðarfélagi ís- lands, sem mun fúslega svara spurningum um þessi efni. raun um, að þar sem hálmur fæst ei því nær ókeypis, og svo þar sem lítið er af honum til undirburðar, er rétt og sjálfsagt að hafa grindagólf í fjósunum og var þá fyrst prófað timbur. Svo var einnig í þeim fjósum, er hér á landi hafa verið gerð sem hjarðfjós. En timburgrindur endast illa og verða þess vegna dýrar í viðhaldi, jafnvel hjá þeim þjóðum, sem hafa timbur með framleiðsluverði, svo sem er um Norðmenn og Svía. Hvað þá hér á landi? Þess vegna hafa Norömenn prófað ann- að efni og hafa þá staðnæmst við stein- steypta planka, sem í er steypt forstrengt járn. Svíar liafa mjög mælt með hjarðfjósum og á vegum tilraunastofnana þeirra er unnið að tilraunum með þær gerðir fjósa. í tímariti sænskra bænda, LANTMANN- EN, nr. 13, 1961, er frá því sagt, að jarð- eigandi nokkur á Skáni, að nafni Ben- nett, sé einn þeirra, sem raunar hafi ekki áhuga fyrir hjarðfjósum en hafi séð sig til þess knúðan að prófa, ef svo skyldi vera, að auðveldara yrði og ódýrara að fá skepnuhirðingu framkvæmda við slík skil- yrði. Og hann hefur prófað trégrindur, 2x4 þumlunga sverleika rimlanna, og riml- arnir látnir hvíla á bitum, en vegna slits hefur þetta fyrirkomulag reynzt dýrt. Og hálmur er allt of dýr sem undirburður, segir hann, en þá er að prófa steinsteypta rimla. í fjósi hans eru um 80 holdanaut, gólf- flöturinn í fjósinu er 160 fermetrar. í þetta fjós hefur hann nú sett steinrimla sem hafa 15 cm flöt að ofan, en milli þeirra eru hafðar glufur, 4,5 sm breiðar. Verk- fræðingur einn, sem að þessu hefur unnið telur að betra sé að rimlarnir séu aðeins 12 cm breiðir. Rimlarnir eru þrístrendir að lögun og er því hver glufa mjóst efst en vikkar niður. Undir gólfinu er haughúsið, þar er hland og mykja blandað saman, og til þess að vel sé blandað þarf þar að vera hræribún- aður, og til þess að tæma haughúsið, þarf dælu, þvi að áburðurinn er fljótandi, enda eru engar dyr á haughúsinu, og þar eð

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.