Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 19

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 19
FRE YR 203 beiningar. Enn þann dag í dag heí'ur engin sjáanleg bryting orðið á þssu. Enn er hald- ið áfram að veita fé í þær tilraunir, sem garðyrkj umenn vita ekkert um. Hin árlega upphæð tii þessarar starfsemi er að visu ekki stór, en nægilega stór samt til þess, að eitthvað mætti fyrir hana gera. Rekstur tilraunastöðvar með ríkisstyrk er ekkert einkamál. Er því ekki leyfilegt að spyrja: Hvaða tilraunir eru það, sem unn- ið er að, fyrir það fé, sem Garðyrkjuskólinn fær til tilrauna? Hvað líða mörg ár enn unz niðurstöðurnar verða birtar? Hafa til- raunirnar máske mistekizt, og þá hvers vegna? Fyrir nokkrum árum kom hér heims- þekktur amerískur prófessor í garðyrkju, Dr. Kenneth Post, sem nú er látinn. — í skýrslu, sem prófessorinn reit eftir dvöl sína hér, og birt var í Garðyrkjuritinu árið 1955 (bls. 123), komst hann m. a. þannig að orði: „Garðyrkjuskóli ríkisins (the experi- ment station) hefur stóra garðyrkju- stöð, sem notuð er eingöngu til fram- leiðslu. Engar rannsóknir til aðstoðar garðyrkjumönnum eru í framkvœmd. Svo virðist sem næg gróðurhús séu til rannsókna nú þegar. Aðöúnaður og starfslið er ef til vill ekki nægilegt til að framkvœma það, sem nauðsynlegt er. Vissulega er það augljóst, að vís- indalega þjálfað starfslið, sem hefur áhuga á rannsóknarvandamálum við islenzkar aðstœður, er ekki við Garð- yrkjuskólann, því annars vœru athug- anir komnar vel á veg í samöandi við þann gróður, sem ræktaður er í gróð- urhúsunum“. Síðan þetta er ritað, hefur áðurnefnt til- raunagróðurhús bætzt við gróðrarstöð Garðyrkjuskólans, sem er nú stærsta garð- yrkjustöð landsins. Menntað starfslið við gróðrarstöð Garðyrkjuskólans á Reykjum hefur hins vegar ekki aukizt, þótt verk- efnin hafi vaxið með stækkun stöðvar- innar. Hafa því ábendingar Dr. K. Post’s verið að engu hafðar, og er þar vissulega illa að farið. Það mun yfirleitt vera krafa bænda, að ríkisbú séu tilraunabú og rekin í því augna- miði fyrst og fremst (svo er t. d. um til- raunabúið á Hesti o. fl.). Er þá til of mikils mælzt, að ríkið, sem á um 1/14 hluta af öllum gróðurhúsum á landinu, noti ein- hvern hluta þeirra fyrir tilraunastöð? Garðyrkj ustöðin á Reykjum er allt of stór sem kennslustöð. Virðist því liggja beint við að aðskilja og gera nokkurn hluta hennar að sjálfstæðri tilraunastöð, algjörlega óháða rekstri skólans, og fela forystu hennar og framkvæmdastjórn vel menntuðum manni, innlendum eða erlend- um, sem hefur áhuga fyrir vísindalegum rannsóknum til eflingar og styrktar hér- lendri garðyrkju. í febrúar, 1961 Valdimar Elíasson, Jaðri, Bæjarsveit. Framtíð landbúnaðarháskólans í Kaupmannahöfn hefur verið umræðu- efni og þrætuepli um undanfarin tvö ár, meðal skólamanna, á Ríkisþinginu og meðal bænda. Tugi milljóna króna þarf rik- ið að leggja af mörkum til þess að endur- bæta fornar byggingar og úreltan búnað, en auk þess þarf að bæta við, því rúmleysi hindrar að hægt sé að veita viðtöku öll- um þeim, er á nám hyggja þar. Nú virðist svo sem fj árveitingavaldið hafi tekið ákveðna afstöðu til málsins þannig, að á komandi árum verði varið nokkr- um tugum milljóna til þess að efla skólann þar sem hann er, en jafnframt verður hafinn undirbúningur að byggingu nýs Búnaðarháskóla, er reistur verði í Odense á Fjóni. Nú eru um 1160 námsmenn í Bún- aðarháskólunum, en eftir 10 ár, þegar gert er ráð fyrir að skólarnir verði tveir, er á- ætlað að námsmenn verði að minnsta kosti 1800. Hvorttveggja er, að námið í ýmsum greinum hefur verið lengt, það er nú skemmst um 4 ár, og svo er gert ráð fyrir, að nýrri grein verði við bætt, auk þess að hópur sérfræðinga, er framhalds- nám stundar, er ört vaxandi. Hvað hinn nýi Búnaðarháskóli muni

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.