Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 17

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 17
FRE YR 201 Mjólkurflutningur í tank Verður mjólkin flutt til mjólkurbúanna í tank og ekki í brúsum í framtíðinni? Þetta er spurningin, sem nútímabændur og forystumenn þeirra leitast við að svara. Vestan hafs er mjólkurflutningur, á þenn- an hátt, algengur orðinn og þykir aðeins hversdagsleiki, rétt eins og bíllinn er sam- göngutæki nútíðarinar og ekki hesturinn. Þar sem búin eru stór, og langt er að flytja, er þetta fyrirkomulag ágætt og hef- ur augljósa flesta kosti fram yfir aðrar að- ferðir, en þar sem búin eru lítil getur gegnt allt öðru máli. Þó er þar um að segja, að sé til kælibúnaður á heimilum, er hægt að skapa aðstöðu á litlu búi svo að líkist því, sem er á hinum stærri, ef hægt er að geyma mjólkina óskemmda einn eða fleiri daga, og flytja hana til búsins annan eða þriðja hvern dag. Það fyrirkomulag þekkist og þykir einkar gott. Mjólkin er þá kæld strax eftir mjaltir, snöggkæld áður en bakteríu- gróður getur þrifizt, og mjólkin frá næstu mjölt einnig kæld áður en blandað er saman í tanknum, og þannig er það ísköld mjólk, sem send er frá búi hverju sinni Athuganir um tankflutning, úr sveitum til vinnslustaðar, eru í gangi um Norður- lönd og í vissum sveitum er slíkur flutning- ur þegar staðreynd. Annars staðar er þetta á tilraunastigi. Svo er t. d. á vegum Mjölk- centralen í Stokkhólmi, á svæði sunnan borgarinnar. Þær tilraunir hófust árið 1958 og hafa nú verið gerðar upp að nokkru eða mestu. Hef- ur þar sýnt sig, að vist er vinnusparnaðui við að hafa tank í stað brúsa, en þó þarí visst mjólkurmagn til þess að um eiginleg- an vinning geti verið að ræða. Því er ekki slegið föstu hve stórt búið skuli vera, eða hve mikið mjólkurmagn sé sótt hverju sinni, en hitt er staðreynd, að flutninga- bíllinn verður að koma heim á búin til þess að sækja mjólkina. Tilraunir þessar sýndu, að á hverja 100 lítra mjólkur spöruðust að meðaltali 2,5 mínútur, en sveiflur voru miklar eða frá 4,4 mín. tap til 16,2 mín. vinningur á hverja 100 mjólkurlítra. Við tilraunirnar sýndi það sig, að verð- gildi vinningsins nam að meðaltali 0,24 aurum á hvert kg mjólkur, sem flutt var í tank. Þar sem mikil mjólk er á hverju búi, er vinningurinn auðvitað miklu meiri. Allt virðist benda til þess, að stór fjós, með sjálfrennslis-mjaltalögnum, tank- söfnun og tankflutningum mjólkur, verði framtíðarfyrirkomulag. Kýr, sem mjólkuðu yfir 20 000 fe árið 1959 (frh.): Ársafurðir: ■3^ 1 Nafn: Faðir: Móðir: ‘O G bf) || FitU ein. Eigandi: 176. Krossa 16 Marz Geira 5 4676 4.30 20.107 Sigurður Þorst., Hrafntótftum, Djúp. 177. Laufa 16 Flekkur S 96 Skjalda 8 4387 4.58 20.092 Sigurbj. Gíslad., Yzta-Koti, V.-Land. 178. Kola 25 Bílduson Malag.jörð 13 4151 4.84 20.091 Jón Sigurðsson, Skollagróf, Hrun. 179. Kolbrún 7 Bílduson Tungla 2, Kluft 4445 4.52 20.091 Guðm. Kristm., Skipholti, Hrun. 180. Bílda 52 frá Setbergi Flóra 39 5253 382 20.066 Bessastaðabúið 181. Gráskinna 36 frá Norðtungu Frenja 15 4858 4.13 20.064 Ketill Jónm., Þorgautsst., Hvítárs. 182. Gríður 43 frá Öxnaf. Kolbrún 24 5131 3.91 20.062 Félagsbúið, Rútsst., Öng. 183. Sunna 49 Bjartur S 37 Gjöf 32 4798 4.18 20.056 Ingvar Jónsson, Þrándarh., Gnúpv. 184. Hrefna 18 Dalur N 32 Dimma 2, Hátúni 5142 3.90 20.054 Snorri Kristj., Krossum, Árskógshr. 185. Blika 9 Bílduson Fióra 21, Kaldb. 4984 4.02 20.036 Gu'Sbr. Kristm., Biargi. Hrun. 186. Týra 19 frá A. ísfeld, Akureyri 4403 4.55 20.034 Jósep Tryggvas., Þrastarhóli, Amam.hr. 187. Bleik 2 Kolur N 1 Ófeig 21 4862 4.12 20.031 Hjalti Jósepss., Hrafnagilj, Hrafnag.hr. 188. Grásíða 50 frá Miklagarði. Saurb.hr. 5397 3.71 20.023 Ing. Pálsson, Uppsölum, Öng. 189. Skjalda 11 Blakkur Skraut 3 4550 4.40 20.020 Guðl. Ámason, Eyrartúni, Djúp. 190. Búkolla 14 frá Laugatr. frá Múla 4677 4.28 20.018 Margrét Runólfsd., Melav., Mosfellshr, 191. Lijósbrá 105 Hængur S 10 Skræpa 96 4389 4.56 20.014 ólafur Ámason, Oddgeirsh., Hraung, 193. Plóra 9 ? ? 5117 3.91 20.007 Ingvar Árnason, Bjalla, Land.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.