Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1961, Page 9

Freyr - 01.06.1961, Page 9
FRE YR 193 mjólkurfötur, síur og mjaltavélar. Þessi tæki eru einna einföldust að hreinsa og dauðhreinsa, sérstaklega ef þau eru gerð úr góðum málmi, svo sem ryðfríu stáli. Ef málmurinn er ekki góður, verður alltaf erfitt að hreinsa vel. Til þess að þvo þessi tæki, þarf að skrúhba þau rækilega með þvottaefni, svo sem Bliki, sem er lútar- kennt þvottaefni. Upplausnin á að vera ca. 50 til 55° heit. Lútarkennd þvottaefni skol- ast mjög auðveldlega burtu. Sápur hinsveg- ar loða gjarnan við og nást helzt aldrei al- veg í burtu, því að þær mynda óuppleysan- leg kalksölt. Ef alltaf er þvegið með lútar- kenndu þvottaefni, fer ekki hjá því, að smám saman myndist einhver mjólkur- steinn. Er þá oft ráðlagt að nota súrt þvottaefni við fjórða hvern þvott eða svo, þótt ekki muni þetta tíðkast hér á landi enn. Þessi súru þvottaefni innihalda venjulega veikar, lífrænar sýrur, sem leysa upp mjólk- ursteininn, en skemma málminn alls ekki. Þegar búið er að skola þessi áhöld vel eft- ir þvottinn, kemur seinasta skrefið, og það er dauðhreinsunin. Ein bezta aðferð til að dauðhreinsa mat- arílát yfirleitt, er að hita þau nægjanlega mikið til að drepa alla gerla á þeim og leggja þau síðan heit frá sér þannig, að þau þorni fljótt. Þessi aðferð er ekki fram- kvæmanleg, svo að gagni sé á sveitabæjum, auk þess, sem hún fer oft illa með áhöldin, og er því óþarfi að ræða hana nánar. Önnur aðferð og miklu heppilegri er að dýfa ílátunum í upplausnir, sem innihalda dauðhreinsandi efni, í nokkrar mínútur, og skola síðan vandlega úr hreinu vatni. Næst skal minnzt á þau dauðhreinsandi efni, sem eru á markaðnum hér á landi, um verkanir þeirra og hvað er he’zt með og á móti notkun sérhvers þeirra. Má þar.fyrst telia klórkalk og klóramín. Þótt efni þessu séu óskyld, efnafræðilega séð, er gerladrepandi eiginleiki þeirra beggja byggður á hinu sama. þ. _e. a. s. frí- I um klór, sem þau gefa frá sér. í sambandi við klórinn verður að hafa í huga. að ef í- látin eru ekki alveg tandurhrein. gengur klórinn í samband við bau lífrænu efni. sem þar finnast og nýtist þar af leiðandi ekki til eyðingar gerlunum. Einnig er sýru- stigið í upplausninni mikilvægt; það má ekki vera mjög lútarkennt. Ef klórinn á að koma að gagni, verður þess vegna að þvo í- látin sérstaklega vel, fyrst úr þvottadufts- upplausn, og síðan að skola mjög vel, áður en klórupplausnin er notuð, því að þvotta- duftsupplausnin er lútarkennd og dregur því úr dauðhreinsandi áhrifum klórsins. Auk þess verður alltaf eitthvað af lífræn- um efnum eftir í ílátunum, ef ekki er skol- að, og draga þau þá líka úr áhrifum klórs- ins. Klórkalkið dauðhreinsar á styttri tíma en klóramínið, og er þess vegna mjög hentugt, ef dauðhreinsa á með því að dýfa stuttan tíma í upplausn.Á vel hreinum ílátum drep- ast nær allir gerlar á einni til tveimur mín- útum, ef klórkalksupplausnin er rétt tilbú- in, og á ennþá skemmri tíma, ef upplausnin er heit. Hins vegar er klórkalkið viðkvæmt efni og eyðileggst fljótlega af sjálfu sér, ef það er í upplausn. Auk þess eyðileggur það smám saman málma, ef það er lengi í snertingu við þá. Klóramínið verkar ekki nærri eins fliótt á gerlana, en það er ekki eins viðkvæmt efni, og skemmir ekki málma eins mikið. Það hefur einnig þann kost, að lífræn efni, sem það kemst i snertingu við. hafa ekki eins mikil áhrif á gerladrepandi eiginleika þess og klórkalksins. Hinn flokkurinn af dauðhreinsandi efn- um við mjólkurílátahreinsun eru kölluð á efnafræðilegu máli. ouaternary ammonium efni. Eru geysimörg efni af flokki bessum, en aðeins tvö munu vera se’d hér á landi, nefnd Drómi og Germidin. Þessi auaternary ammonium efni eru tiltölulega ný af nál- inni og hafa reynzt vel. Þau eru ekki við- kvæm í upplausn, þ. e. a. s. þau eyðast ekki u.nn af siálfu sér, og bau eyðileggia ekki málma. Einnig virðist að bau séu álíka sótthreinsandi og klórefni. Svo virðist sem bessi ouaternarv ammonium efni séu ekki eitruð fvrir skepnur, iafnvel bótt gjöfin innihaidi npp undir T.25% af efninu. Það sem eftir verður á ilátunum eftir þvotta, er bví ekki tab'ð skaðlegt fvrir menn. Á hinn bóginn verður að geta þess, að þessi

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.