Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 10
194 FRE YR efni skolast illa af ílátunum og það litla sem eftir verður, hefur sín óæskilegu á- hrif, þótt ekki sé beinlínis skaðlegt heilsu manna. Þessi óæskilegu áhrif eru fólgin í því, að efnin komast í mjólkina vegna þess, að þau hafa ekki verið skoluð af, og halda þar áfram gerladrepandi eiginleik- um sínum. Er þetta mjög slæmt, sérstak- lega ef búa á til skyr eða osta úr mjólkinni, því að þessi efni drepa hraðast mjólkur- sýrugerla, svo sem lactobacilli og strepto- cocca. Það er því heldur erfitt að gera upp á milli klórdauðhreinsunarefnanna (klór- kalks og klóramins) og quaternary amm- onium efnanna (dróma og germidins), þó að klórinn hafi heldur yfirhöndina, sér- staklega klórkalkið. Báðir flokkar hafa samt sína kosti og galla. Til að klórefnið komi að fullum notum verður ílátið að vera sérlega hreint og vel skolað, áður en dauðhreinsað er og upplausnin ný tilbúin. Quaternary ammonium efnin verður hins- vegar að skola sérstaklega vel á eftir, svo að þau komist ekki í mjólkina og haldi þar áfram gerladrepandi eiginleikum sín- um. Nú er rétt að taka það fram hér, að þessi efni, klórefnin, dróminn og germi- dínið, hafa enga þvottaeiginleika til að bera, heldur eru áhrif þeirra aðeins á sviði dauðhreinsunar. Hér er rétt næst að ræða um hreinsun á gúmpörtum mjaltatækjanna, þ. e. a. s. mjólkurslöngum og spenagúmí. Þessir hlutir eru ekki aðeins sérstaklega vandhreinsaðir, heldur er öll ending þeirra undir því kom- in, að rétt hreinsiaðferð sé notuð. Verða þau oft hin bezta gróðrarstía fyrir gerla, ef ekki er vandlega að gætt. Má geta þess hér strax, að þær aðferðir, sem bezt duga við hreinsun á málmpörtum, eru langt frá því að vera fullnægjandi fyrir gúmið. Veld- ur hér, að gúmið er að náttúru holótt, þótt ekki sjáist það með berum augum, og safnast því mjólkurdreggjar í holurnar og nást ekki, jafnvel þótt vel sé burstað og þvegið með venjulegum aðferðum. Einnig er gúmið mikið viðkvæmara fyrir vissum efnum, eins og klór. Það missir auðveld- lega lögun sína og fjaðurmagn, bólgnar síðan og springur, og særir spena kúnna, auk þess að orsaka smitun í mjólkinni. Er það því í allra hag, bæði kúa og manna, að bezta aðferðin sé notuð við hreinsun þeirra. Ein af þeim aðferðum, sem notaðar hafa verið er sú, að þvo gúmið vandlega með þar til gerðum burstum, skola síðan og leggja svo nokkrar mínútur í klórkalk eða klóramínupplausn. En bæði hefur klórinn skaðleg áhrif á gúmið, jafnvel þótt snert- ingin sé stutt, og einnig nær hann ekki að dauðhreinsa vel, því að lífræn efni leyn- ast alltaf í holum gúmsins. Er því óhætt að segja, að sú aðferð sé ekki heppileg. Sú aðferð, sem langbezt er að öllu leyti, er natrium hydroxid, eða vítissódaaðferðin, enda er mest mælt með henni í öllum lönd- um, þar sem mjólkuriðnaður er á háu stigi. Ástæðurnar fyrir þvi, að þessi að- ferð er bezt, eru margar, og vil ég telja þær upp hér: 1. Vítissódaupplausnin er mjög kraftmik- il sem hreinsiefni, því að hún sápar fituna, bæði á yfirborði og inni í hoium gúmsins, og skolast hún þannig fremur auðveldlega af. — 2. Einnig klýfur vítissódinn kaseinið eða eggjahvítuefnið, sem leynast kann í hol- unum, þannig, að það skolast einnig auð- veldlega burtu. 3. Vítissódinn hefur ekki áhrif á gúmið sjálft, þ. e. a. s. skemmir það alls ekki eins og t. d. klórinn. 4. Vegna hins mikla lútkennda eiginleika er hann mjög dauðhreinsandi. 5. Þótt fita og önnur mjólkurefni leynist í holum gúmsins, dregur það ekkert úr á- hrifum vítissódans sem hreinsiefnis og dauðhreinsandi efnis. Það er þvi ekki aðeins auðveldast að halda gúminu hreinu með aðstoð vítis- sódans, heldur endast þau þá miklu betur. í Handbók bænda 1961 er greinargóð lýs- ing á einni aðferðinni með notkun vítis- sódans í þessu skyni. Aðrar aðferðir eru til, en eru mjög líkar. Styrkleiki upplausnar- innar, sem notuð er, er til dæmis breyti- legur, eða frá 0.5% og alveg upp í 10%. í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.