Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.1961, Blaðsíða 12
196 FRE YR Maðurinn er í áburðarkjallara, yfir honum sjást steyptu plankarnir í fjósgólfinu. hvorki eru á þvi dyr né gluggar, er engin hætta á súg í fjósi upp um grindurnar. Nú, auðvitað hvíla rimlarnir á steinbit- um. Vekfræðingurinn, sem ráðstafanir hef- ur gert fyrir byggingu þessa, segir að sjálft gólfið kosti 45 sænskar krónur hver fermetri (þ. e. um 350 ísl. kr.), en haughús- ið allt, ásamt gólfinu, um 100 krónur fer- metrinn, þ. e. um 750 íslenzkar krónur. Þar að auki er svo hræribúnaðurinn og dælan, sem notuð er til að tæma haughús- ið. Þetta er stofnkostnaður bundinn við byggingarnar, sem eftir sögn verkfræð- ingsins nemur samtals sem svarar um 30 þúsundum ísl. króna. Haughús, af nefndri gerð með tilheyrandi tæknibúnaði, mundi þá kosta um 150 þúsund íslenzkar krónur. Og þar sem á umræddu fjósgólfi er ætluð vist fyrir 80 gripi, er auðvelt að reikna, að kostnaðurinn við haughús og fjósgólf er rétt um 2000 krónur á grip. Hver mundi tilsvarandi kosta hér á fs- landi? Það er reikningsdæmi, sem bygg- ingamenn ættu að geta reiknað. Og ef dæmið yrði rétt reiknað, og reyndist á- líka og kostnaðaðurinn hjá Svíum, þá er næst að spyrja um réttmæti þess að prófa þetta hér á íslandi. í þessu sambandi er þó fyrirfram rétt að oenda á, að ef um fasta húsvist er að ræða, Kemur ekki til mála að 2 fermetrar á grip sé nægilegt nema handa kálfum, því að þessi hópur mundi standa þétt eins og fé í rétt. f kostnaðinn yrði þá bara að deila með annarri tölu, þeirri, sem telja mætti rétta við okkar skilyrði. En sé það rétt, sem bæði Norðmenn og Svíar hallast að, að rimlagólf í hjarðfjós skuli vera steinsteyptar grindur, þá er viðeigandi að koma boðum til þeirra að- ila hér á landi, sem gera steinstólpa eða áiika steinmuni, að hér sé framtíðar verk- efni að gera slíkar grindur, því að líklegt er að einhverjir verði til þess að byggja með nefndu sniði, þar sem haughúsið væri undir steinsteyptu rimlagólfi. G. ÞYRILDREIFARI. Svo sem flestum mun kunnugt hafa á- burðardreifarar fyrir tilbúinn áburð breytzt í það horf á síðari árum, að mið- flóttaraflið er notað til þess að þeyta á- burðinum yfir landið. Norsk Landbruk, nr. 9 í ár, segir frá því, að um undanfarin 4 ár hafi Stokland og Globus vélaverksmiðjurnar haft umfangs- miklar tilraunir í gangi til þess að bæta þessa gerð áburðardreifara. Dreifarinn er sagður dreifa vel bæði kornóttum áburði og dufti. Vegna þess að dreifiskermurinn er regnhlífalagaður verð- ur rein sú, sem áburðinum er dreift yfir í hvert sinn, ekki misjafnlega breið eftir því hve hratt er ekið. Aðeins skal stilla dreifarann í ákveðna hæð og háð henni verður breidd spildunnar, sem dreift er á í hverri umferð. Þeytirinn snýst mjög hratt svo að korna- greining verður ekki eins og einatt hefur viljað reynast í þyrildreifurum. Dreifari bessi vegur. ásamt aflyfirfærzluöxli, að- eins 115 kg og rúmar 170 lítra, segir ritið m. a.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.