Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Síða 8

Freyr - 01.01.1964, Síða 8
2 FRE YR Og svo áttu tæplega 60 höfundar efni í ár- ganginum eða svipaður fjöldi og verið hef- ur, en höfundafjöldinn hefur síðari árin verið frá 50—65, ögn breytilegur. Hvort þetta geta kallast breytingar er ekki útgefenda að dæma en þó getur virzt, að svo sé. Hitt er alveg víst, að brotið er óbreytt og er það raunar vel, það er þægi- legt og því verður varla breytt fyrr en sú stöðlun pappírstegunda, sem framundan er, verður að veruleika — ef þá þykir á- stæða til breytingar. Og svo er það verðið — jú, þar er mikil breyting á orðin, í þá daga kostaði árgangurinn tvær krónur — en nú ... nú 150 krónur. En árið 1904 munu daglaunin hafa verið um tvær krónur — nú munu þau vera ... hvað? einhvers stað- ar yfir 300 krónur fyrir langan vinnudag eins og bændur vinna yfirleitt, og raunar þyrfti að selja Frey á 300 krónur árgang- inn svo að hann yrði vel úr garði gerður. EFNISVAL Það er alveg víst, að með öllu er ómögu- legt að hafa þetta málgagn, eða nokkurt annað, eins og allir vilja helzt hafa það. Af efnisyfirliti hvers árgangs má sjá, að efninu er skipað í um 20 flokka, en suma flokkana mætti svo draga í dilka svo sem búféð. Að sjálfsögðu er það ofurlítið breyti- legt frá ári til árs hve mikið rúm hver efnisflokkur fær og er ekki alltaf létt að fá jafnvægi milli flokka, enda greinir menn á um af hvaða flokki skuli mest eða minnst birt. Einn lesandi er sáróánægður yfir, að Freyr skuli flytja leiðbeiningar um ali- fugla, hann á þá enga og til hvers á hann að fá raus um það efni? Satt er það, að hann hefur enga þörf fyrir það, en þeir skipta mörgum hundruðum, lesendurnir, sem hafa alifugla og þeir eru sumir óánægð- ir yfir, hve lítið hefur verið um „fuglamál“ upp á síðkastið. Svo berast beiðnir og ábendingar — sum- ar vinsamlegar, aðrar í minna lagi við það heygarðshorn — um að flytja miklu meira af fréttum, m. a. um gang mála á Alþingi, fréttir úr héruðum, miklu meira af við- tölum við menn og annað af því tagi, sem í daglegu tali mætti kalla blaðamat eða léttmeti. Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta fjall- að um fjölþættari efni en tök hafa verið á, en að gera Frey að hálfgildings dagblaði hefur víst varla eða ekki hvarflað að þeim, sem útgáfu hans ráða. Satt er það, að fréttapistlar eiga rétt á sér, þeir, sem gjarn- an mega mynda brot úr búnaðarsögu okk- ar, vera sönn mynd frá líðandi stund er geymist síðari tímum. í því efni er talsverðu af myndavali ætlað hlutverk og þá þarf færri orð, og satt er það, að gjarnan mætti meira vera af slíku efni, en það kemur bara ekki sjálft. Fyrir mörgum árum var leitað sambands við menn í flestum sveitum og þeir beðnir að senda fréttir, þó ekki væri nema einu sinni á ári hver. Af 200 aðiljum, sem skrifað var, komu slíkir pistlar frá tæp- lega 20 í allt, flestir duttu upp fyrir fljót- lega en örfáir hafa haldið áfram að senda fréttir við og við og þeim sé þökk færð fyrir það. Hitt er rétt, að kæmi mikið af slíkum fréttum mundi þurfa að sigta, stundum rækilega og þá er ekki víst, að alltaf yrði það utan gátta, er helzt skyldi þá leið fara, en slíkt yrði að sjálfsögðu háð mati rit- stjórnar, er kynni að hafa annað viðhorf en bréfritararnir. LÉTT EFNI En að flytja þingfréttir og önnur dægur- mál er náttúrlega ekki á færi tímarits, sem

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.