Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1964, Side 10

Freyr - 01.01.1964, Side 10
4 FRE YR á íslandi, en þess er bara ekki kostur. Rit- stjóri þess tímarits skrifaði Frey í haust og tjáði undrun sína yfir, hvernig við gæt- um gert Frey svo vel úr garði með upplag aðeins um 4000. — Okkar upplag er 10000, skrifar hann, og það finnst okkur smámunir í samanburði við það sem gerist hjá öðrum þjóðum, og við stæðum ekki við útgáfuna ef ekki væri allt auglýsingamagnið. Þetta segir hann og er það oss ekki torskilið. AUGLÝSINGAR Þegar á það var minnzt hér aö framan, að minna er skrifað um vélar og tækni í Frey en æskilegt væri, þá skal þvi bætt við, að hér fylla síður auglýsenda vel í skörð. Meginmagn auglýsinga í Frey er — eins og lesendum er kunnugt — frá innflytjendum búvéla og má með sanni segja, að þar er kynning, í máli og myndum, á mun hlut- lausari hátt fram sett en víðast gerist á erlendum vettvangi. Auglýsingarnar eru því ekki bara flytjendur boðskapar um þessi efni heldur og sönn mynd af sínum tíma á því sviði, er þær ná til, margar hverjar að minnsta kosti. Auðvitað kemur fyrir að aug- lýst er vél eða tæki, sem enga framtíð á né fær hér — nýjung, sem kemur óreynd og reynist ekki eins og skyldi. Við því er ekkert að segja eða gera. FRÁ ÚTLÖNDUM Úr hópi lesenda heyrist, aö of mikið sé af erlendu efni og þá einkum alltof mikið, sem skoðað er með „skandinavískum gler- augum.“ Það er með þetta eins og fleira, að sitt sýnist hverjum. Aðrir vilja fá meira af því, sem erlendis gerist, það eru þeir víðsýnu, sem vita og reyna, að í vaxandi mæli erum vér háðir umheiminum. Þaðan fáum vér því nær allar vélarnar og þaðan kemur tækni- búnaðurinn, eða fyrirmyndir hans að minnsta kosti. Og hvað snertir Skandinavíu þá eru engar þjóðir skyldari oss en þær, hvorki að ætterni né athöfn. Náttúruskil- yrði og búnaðaraðstaða er þar víða mjög lík og hér og lífsskoðanir og lífshættir einnig. Þangað höfum við og sótt fyrirmyndir um meginþætti félagsathafna landbúnaðarins og þjóðlífsins alls og í tengslum við þær þjóðir, er byggja Norðurlönd, högum vér háttum mörgum. Vér erum aðiljar í ýmsum samtökum, sem ná yfir öll Norðurlönd og á sviði landbúnaðarins þátttakendur í fleir- þættum athöfnum af því tagi. Ekkert er því eölilegra en að reifuð séu í fagblaði bænda þau efni, sem oss varðar og auðsætt er að vel geta orðið til eftirbreytni úti á íslandi. Og á sviði tilrauna og rannsókna er það sitthvað, sem getur orðið oss að sama gagni og þeim, er kosta rannsóknirnar og tilraunirnar. Því er eölilegt að hagnýta nið- urstöður þeirra svo langt sem hægt er, því að alltaf skortir oss fjármuni til að sinna verkefnum á þessum sviðum. ÝMIS VIÐHORF Það var árið 1957 að ritstjórinn lagði fyrir Búnaðarþing mál þess efnis, að athugað væri hvort sveitamenn — en FREYR er þeirra málgagn — óskuðu þess, að Freyr væri gerður að vikuriti og útbúinn sam- kvæmt því, með framhaldssögu handa hús- mæðrum, myndasíðu handa börnunum og fleiru, auk venjulegra faglegra efna. Bún- aðarþing tók strax afstöðu til málsins og taldi ekki rétt að fara inn á þá braut, til væru nóg vikublöð, sem flyttu slíkt efni og dagblöðin hefðu og sinn málflutning, sem ekki væri ástæða fyrir Frey að hlaupa í kapp við. Slíkt mundi og hafa í för með sér

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.