Freyr - 01.01.1964, Side 11
FRE YR
5
svo mikinn kostnað, að með öllu væri óvíst
hvort kaupendahópurinn yxi það, að slíkt
gæti nokkurn tíma taorið sig, nema að marg-
falda áskriftargjaldið og þá væri víst, að
ýmsir hættu áskrift aðeins vegna þess, að
þeir hefðu ekki efni á að kaupa svo dýrt
málgagn.
Þetta siðasta atriði var og er vel réttlæt-
anlegt. Það eru alltaf nokkrir kaupendur
sem hætta áskrift þegar verðið hækkar og
tilgreina hreinskilnislega, að þeir hafi ekki
efni á að kaupa ritið því að tekjurnar séu
ekki til þess aö offra þeirri upphæð. Þetta
eru aðallega aldraðir eða gamlir menn, sem
hafa mjög rýrar tekjur af búum sínum.
Hitt mætti vel vera réttlætanlegt, þó að
fátt sé um börn í sveitum í hlutfall við það,
sem annars staðar er innan þjóðfélagsins,
þá mætti eitthvað vera af efni við þeirra
hæfi, einkum unglinga, og annars staðar eru
gefin út sérstök málgögn vegna sveita-
unglinga, þar sem 4-H starfsemin er lífræn
og starfandi hreyfing. Hér á landi hefur
hún aldrei fest rót og fjárveitingavaldið
hefur ekki heldur viljað fallast á að veita
stuðning eða lið því máli þrátt fyrir að
Búnaðarfélag íslands hefur hvað eftir ann-
að óskað þess, að bætt yrði við fjárveitingu
til Búnaðarfélagsins með það að markmiði
að taka upp þá starfsemi.
Að konur í sveit eru nokkrum hundruð-
um færri en karlmenn er staðreynd. Þær
eru samt nógu margar til þess, að vel væri
athugandi og réttlætanlegt að hafa meira
sérefni í Frey þeirra vegna, en hitt skal
játað, sem sagt var um árið, að HÚSFREYJ-
AN — tímarit Kvenfélagasambands ís-
lands, er til þeirra vegna og hví að hlaupa
í kapp við þau samtök? Þetta má rétt vera,
en eigi að síður hefur Freyr við og við mál
kvenna á dagskrá, en mætti máske meira
vera af því tagi?
HVERT SKAL STEFNA?
Hvað á að vera með og hvað utan gátta
í tímariti um landbúnað, sem árlega er
gert ráð fyrir að sé um 380 síður að lesmáli,
verða auðvitað aldrei allir á eitt sáttir um.
Það væri hægt að skrifa meira um menn,
en á kostnað hvaða pósta. Búfé og búfjár-
rækt tekur alltaf umfangsmesta rúmið, —
eðlilega, það er stærsti póstur búskaparins.
Önnur málgögn hafa viðskiptin og verðlag-
ið og því er Freyr með takmarkaðan boð-
skap frá þeim vettvangi. Má vera að hlutur
Stéttarsambandsins ætti að vera stærri i
Frey. Þó er það sannast mála, að ef um þau
mál er skrifað fræðilega og með rökum þá
þykir mörgum það leiðinlegt lestrarefni.
í hillum Freys liggja stöðugt 20—30 tíma-
rit víðs vegar að, innlend og útlend — mest
af hinum síðarnefndu — og geta þeir er
vilja fengið tækifæri til að skoða þau og
lesa, ef þeir eiga leið til höfuðborgarinnar.
Getur þar gefist tækifæri til að bera Frey
saman við umrædd fagrit og gera sér grein
fyrir þeim öllum, þau koma að staðaldri.
Vel vitum vér, að ýmis þeirra eru Frey
langtum fremri, enda upplag þeirra marg-
fallt og aðstaða því allt önnur til að gera
þau þannig úr garði, að betur hæfi lesenda-
hópnum, en vér ætlum að Freyr geti. En
hvað búning snertir getur Freyr staðið á
borði við hlið ýmissa þeirra. Og hvað snert-
ir höfundana — já, þar eigum við náttúr-
lega ekki úr svo stórum hópi að velja og
gerist á erlendri grund, en ef þessir 50—60
höfundar, er skrifa í Frey, legðu ekki til
efnið, þá þyrfti aðra til þess, en hverja?
Hyrfu þeir úr röðum höfundatalsins er á-
stæða til að ætla, að þá hyrfi fagmennskan
um leið. En máske er það ekki rétt að Freyr
sé fagblað. Hvað á hann þá að vera? Út-
gefendur ætlast til að hann sé fagrit, en
vilja lesendur það á annan veg? G.