Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 21
FRE YR
15
snjókomu til fjalla. Renndi þá í skafla hér á
Reykjaheiði og sagt var í fréttum, að Siglu-
fjarðarskarð væri að lokast vegna snjókomu.
Kýr urðu ekki látnar út þessa daga og hitinn
var 1° um hádaginn. Hinn 24. stóð mælirinn
á 0° kl. 10 um kvöldið. Var þá næturfrost i
byggð en frost allan sólarhringinn upp til
heiða og fjalla. Úrkoman hér nær sjónum var
svo gróf, að vatn stóð í tjörnum á flötum tún-
um en í innsveitum hér var úrkoman miklu
minni. Hinn 27., eftir 6 daga óvenjulegt áhlaup
á þessum tíma, hlýnaði og héldust veður með
nokkrum þurrki, en þó töluverðum skúrum við
og við, til mánaðarloka. Náðust þá töluverð hey
einkum í súgþurrkun. Seint í þessum mánuði
skeðu þau undur, að hver einasta kría drapst
og ungar hennar líka, sem margir voru fleygir
orðnir. Lá krían hér um allt dauð, upptærð
og bara bein og skinn eins og hún hefði drep-
ist úr skæðri veiki, því að oft hef ég séð hana
standa af sér hret, ekki vægari en þau, sem
komu í þessum mánuði. Urðu það mikil við-
brigði að sjá aldrei kríu á sumrinu eftir þetta.
VIII
Fyrstu 9 daga ágústmánaðar voru þurrviðri
með skúrum og sæmilegum hlýindum, oft 10—
12° hita, sem fór í 19- hinn 4. Náðu menn þá
miklum heyjum. Brá þá enn til norðanáttar
með stormi, kuldarigningu og snjókomu til
fjalla. Hinn 13. var hér 2- hiti kl. 9 f.m., en
3° á Akureyri. Þá var 6° hiti á norðaustur-
Grænlandi og Jan Main. Hinn 17. og 18. var
hér þurrkflæsa. Þá norðan þokusúld í 3 daga,
en glansandi þurrkur hinn 22, en þá aftur
norðan kuldi og úrkoma. Aðfaranótt hins 27.
og 28. var hér frost og mikið upp til heiða.
Fyrri daginn var hér á Laxamýri 1° hiti kl.
9 e.m. en síðari daginn 3° frost kl. 11 e.m. Þrjá
síðustu daga mánaðarins hlýnaði í veðri og
var nokkur þurrkur.
IX
September byrjaði með hægviðri, þurrkleysi
og kulda. Hinn 4. var hér 0° að morgni en frost
í uppsveitum og til heiða. Hinn 8. og 9. var
hér norðan stórviðri með snjókomu til heiða
og í hásveitum. í því veðri mun strjáling af
kindum hafa fennt á afrétti. Hefur þann snjó
aldrei tekið upp þar síðan. Varð september sá
kaldasti sem ég man. Marga morgna voru
lagðir pollar hér á hlaðinu og héiaðir gluggar.
Féll gras allt og komu kýr inn alfarið hér um
slóðir, nær þrem vikum fyrr en í meðalári.
Hinn 16. var hér þoka yfir öllu, en þó 3° frost
kl. 7 f.m. Hinn 19.—23. var hér suðvestlæg átt
með þurrki, en sumar nætur þó frost. Slíkt
man ég aldrei, að frost hafi verið með suð-
vestlægri átt í september. Hinn 24. gekk svo í
norðvestan stórhríðina, er hlóð niður hinum
mikla snjó um allt Norðurland. Þó festi lítinn
snjó hér nær sjónum, en mikinn í uppsveitum.
Hinn 29. var frostið hér á Laxamýri 7° kl. 8
f.m., 9° á Staðarhóli, en 13° á Grímsstöðum og
síðustu nctt mánaðarins var hörkufrost.
X
í október urðu veður hæg og litlar úrkomur
en næturfrost tíð, fram eftir mánuðinum. Jörð
varð þó unnin. Vindsveipurinn ,,Flóra“, sem
fór yfir landið hinn 14., varð hér áhrifalaus
en fárviðrið hinn 24. gerði nokkurt tjón hér
um slóðir. Upp úr þvi gerði hér nokkurra daga
hláku. Þá fyrst tók upp að mestu snjó þann,
sem kom með stórhríðinni, sem brast á 24.
september.
XI
Fyrstu 4 daga nóvember var hér logn með
0—3° frosti. Hinn 5. gekk til norðanáttar með
snjókomu og jók þá frostin. Hinn 15. varð hér
14° frost en 16° á Grímsstöðum. Þá var frostið
40° í Norður-Svíþjóð. Hinn 16. var hér 16° frost,
13° á Akureyri en 23° í Möðrudal. Hélzt hæg
norðanátt með allmikilli snjókomu til hins 26.
Þá brá til sunnan þýðu, sem hélzt síðustu daga
mánaðarins. Fór hitinn hér mest í 8°.
XII
Fyrstu 2 daga desember var hæg norðanátt
með frostkala, en gekk þá aftur til sunnanátt-
ar með þýðu, sem enn hélzt til hins 10. Var
veðrátta síðan einmuna hagstæð um allt land
til aðfangadags jóla, en þá tók að snjóa um
miðbik Norðurlands, og hlóð niður svo mikl-
um snjó í Siglufirði, að þar féil snjóflóð, sem
skemmdi byggingar. Veðrátta var annars hag-
stæð til áramóta.
—O—
Veðurfarið þetta ár hér um slóðir, varð mjög
einstætt. Hin mikla veðurblíða, hlýindi og sól-
far í febr.-marz og byrjun apríl voru óminnileg
áður. Hefði þá verið miðsumar, mundi töðu-
þurrkur hafa haldizt í tvo mánuði. I þessum
góða kafla spöruðust hey handa sauðfé, svo
að töluverðu nam. Þessi einmuna tíð að vetr-
inum kemur þó aö litlu líði móti því að fá hana
að sumrinu. Kuldi sumarsins varð hér alveg
óvenjulegur. Frost kom í byggð alla mánuði
sumarsins nema í júní. Mest var sumarleysið
í landinu milli Vaðlaheiðar og Fjarðarheiðar,
þó hvergi meira en í Árneshreppi á Ströndum.
Þar má næstum jafna sumrinu við það sem