Freyr - 01.01.1964, Page 22
16
F R E Y R
var 1882, nema að þá lá hafíshella landföst,
sem ekki sá út yfir, allt sumarið fram á höf-
uðdag, enda dó þá fólk úr hungri þar vestra.
Varð það lokaár hungurdauða fólks hér á
landi. Mikil er nú breytingin orðin á einum
mannsaldri. Á stöku stað sunnanlands féll
kartöflugras í júlí. Annars var sumarið sólríkt
víða sunnanlands og vestan og oft stórkost-
legur murxur á hita við suöur- og norðurströnd
landsins. Hinn 11. ágúst komst hitinn hér mest
í 6°, en varð 18° mest sunnanlands.
Afleiðingar þessa veð'urfars hér um slóðir,
urðu miður þægilegar: Kýr mjólkuðu illa í
kuldum sumarsins og lítilli sprettu í högum
og á túnum eftir fyrri slátt. Sumarið hér var
raunar aðeins júnímánuður. Hann orkaði því,
að í'yrri slattur á túnum varð sæmilegur. Dilk-
ar hér um slóðir urðu lakari til frádrags en
nokkru sinni áður eða heilt yfir um 2 kg. minni
skrokkvigt en í meöalári. Stafaði það af sum-
arkuldanum. Lífgrös hagans — smágerr vallar-
gróður — sem sprettur innanum grófgerðari
jurtir, náði sér aldrei á strik, fyrir næturfrost-
unum, en af þeim góðri fá dilkarnir þrif og
af honum mjólka ærnar. Sölnun til heiða og í
högum byrjaöi í júlí, sem mun jafnvel óheyrt
áður og svo bættust við frostin í fjarliggjandi
högum, hrakviðri, stormar, stór úrfelli, stór-
hríðar og snjóar.
—O—
„Kjarni“, sem borinn var á milli slátta,
verkaði lítið og víða nær ekkert. Lítur nú svo
út, að gömul tún, sem ár eftir ár fá aðeins til-
búinn áburð, séu að hætta að spretta af honum.
Þau vantar að fá búfjáráburð með. Þessu þurfa
bændur að veita athygli. Það', með öðru, ætti
að styðja þá nausyn að hirða vel og hagnýta
búfjáráburðinn, með’ þvi sem hann gefur líka
beztu töðuna.
Uppsláttur varð sáralítill hér nyr'ðra og líka
víð’a um land. Kartöflur brugð’ust hér um slóö-
ir, nema í volgum görðum. Það er sagt frá því,
sem furðufrétt, að bóndi tók upp kartöflur
þær, sem hann sá'ði í vor og notað’i þær. Annað
var ekki í garðinum.
Verð'hækkun sú, sem var'ð i haust á sauð-
fjárafurðum, hvarf nær alveg hér um slóö'ir
í afföll afurðanna. Það verða bændur að’ þola
bótalaust.
Sú öfugþróun er nú orðin hér í héraði, að
nú safnast upp mjólkurafurðir — smjör og
ostur - svo að jafnvel skiptir tugum millj-
óna króna og teljast helzt óseljanlegar, um
leið og segja má, að gapandi markaður sé
fyrir sauðfjárafurðir.
Á síðastliðnu hausti var slátrað í N-Þ. um
35 þúsund dilkum. Finnur Kristjánsson kaup-
félagsstjóri segir, að' dilkarnir hefðu þurft að
vera 50 þúsund, eða 15 þúsund fleiri og að því
skapi minna mjólkurinnlegg. Hér verður því
að brjóta blað og athuga málin betur.
Bændur telja sig hafa meira upp úr kúnum
og hefur það svo verið undanfarin ár. Af þeirn
sökum verður þá líka meira dekrað við' kýrnar.
Telja sumir, að kindur þurfi að hafa til að éta
hrakin hey og hey, sem kýrnar éta ekki. Þær
eru nú að hætta að éta töðu af gömlum tún-
um, sem aðeins er borinn á tilbúinn áburð’ur
og er þaö athyglisvert. Sannleikurinn er sá, að
hér þarf að gera rækilega upp á milli sauð-
fjárins og kúnna. Verður það haganlegra nú,
fyrir kindurnar, eftir síðustu verðhækkun. 1
liaggæða sveitum og þar sem langt er að' flytja
mjólk, eins og í Mývatnssveit og Bárðardal,
ættu bændur enga mjólk að' framleiða til sölu,
en auka afurðir sauðfjár. Athuganir í þessum
efnum þurfa að fara fram víð'ar um land en
hér í héraði, því að sýnilegt er, að sauðfjár-
ræktin þarf að' stóraukast í landinu. Sauðfjár-
afurðir eru útflutningsvara landbúnaðarins.
Hér á landi rná hafa milljónir sauðfjár. Það
þarf að' rækta stór landflæmi til beitar fyrir
kýrnar. Eins verður að græða upp í högum
fyrir sauð'féð’ og svo má fita dilkana á ræktuðu
landi. Til þess hefðu beztir verið kynblending-
ar undan íslenzkum ám og Border Leicester-
hrútum. Það mál féll niður vegna mæðiveik-
innar, en er í sjálfu sér stórmál fyrir sauðfjár-
ræktina — og stærra en holdanautamálið. Það
hefur sauðféð fram yfir kýrnar, livað það út-
heimtir miklu minni vinnu. Hér á Laxamýri
hefur sauðféð verið af húsi um 5 mánuði á
þessu ári. Það er líka drjúgt, sem sauðfé heyjar
sjálft, að vetrinum, með útibeitinni.
Landbúnaðurinn er í hálfgerðu svelti af því
a'ð hann vantar miklu meira veltufé. Hann
þarf að auka útflutninginn stórlega. Það verð-
ur að gerast í afurðum sauðfjár fyrst og
fremst. Eg heyri sagt, að bændur í héraði Þist-
ilfjarðar ætli að fara að stofna mjólkursam-
lag. Mig rak í rogastanz. í því héraði eru skil-
yrði til aukinnar sauðíjárræktar, meðal þeirra
allra beztu, sem gerast í landinu.
Landbúnaðurinn er undirstöðuatvinnuvegur
þjóðarinnar, hvað sem hver segir. Þar verður
þvi að herða sóknina fram. Hann vantar fleira
fólk, meira veltufé, meiri búvísindi og miklu
meiri framleiðslu til útflutnings. Hér eru mikil
verkefni til úrlausnar og mikill efniviður til
framfara.
Óska bændum öllum og búaliði árs og friðar.